22.8.2011 | 13:36
Máttlausir Samfylkingarþingmenn Suðurkjördæmis.
Árni Sigfússon,bæjarstjóri Reykjanesbæjar, skrifar mjög athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag. Árni er þar að svara grein Oddnýjar G. Harðardóttur, Samfylkingarþingmanns,þar sem hún sagði ekki á neinn hátt hægt að kenna vinstri stjórninni um slæmt atvinnuástand og að ekkert gengi í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Hún sagði það alfarið bæjarstjóra Reykjanesbæjar að kenna. Vinstri stjórnin hefði gert allt sem hægt væri til að syðja við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum.
Árni bæjarstjóri fer verl yfir stöðu mála og sýnir fram á algjört máttleysi þingmanna Samfylkinga í Suðurkjördæmi til að leggjast á árarnar með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjujm til að kraftur komist í uppbygginguna. Það er ömurlegt hversu margir þurfa að sitja heima atvinnulausir. Smám saman er fólk að missa vonina og sér ekkert jákvætt framundan. Það er því með öllu óskiljanlegt að þingmenn Samfylkingar í Suðurkjkördæmi skuli horfa á það aðgerðarlausir að Vinstri grænir stöðvi öll mál sem lúta að atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.
Við höfum ekki séð að Samfylkingarþingmennirnir hafi barist af krafti fyrir þeim framfaramálum sem bæjarstjórinn í Reykjanesbæ minnist á í grein sinni.
Oft hefur það verið sagt að það væri gífurlega sterkt fyrir byggðarlag og svæði að eiga þingmann. S érstaklega væri sterkt að eiga þingmann í fjárlaganefnd að maður tali nú ekki um ef þingmaðurinn er formaður fjárlaganefndar.
Suðurnesjamenn hafa hingað til ekki notið þess í atvinnumálunum að eiga slíkan þingmann.
Allt er stopp og vonleysi almennings á Suðurnesjum heldur áfram. Vonandi kemur sá tími fljótt að þessi vinstri stjórn fari frá og við taki bjartari tímar fyrir Suðurnesin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll; Sigurður !
O; nei. Ekki er Oddný beysin, fremur en aðrir, af hennar meiði.
En; ekki hefi ég, nokkra samúð með : Keflvíkingum / Njarðvíkingum né Hafna mönnum, að hafa kosið yfir sig; ''snillinginn'' Árna þennan Sigfússon, einn ganginn enn, Vorið 2010; eftir þær skráveifur og skemmdir, sem hann var búinn að valda þeim, á árunum áður.
Árni er; eitthvert gleggsta dæmið, um frjálshyggju Kapítalízk-Kommúnísku eyðileggingar stefnuna, sem fylgt hefir flokki ykkar, frá 1991 - og reyndar, nokkru fyrr, - og síðar, Sigurður minn.
Þannig að; þú getur alveg sparað þér lof söngva nokkra, þessum pilti til dýrðar og heiðurs, ágæti Garðverji.
Sem betur fer; eru þó Sandgerði og Garður enn, ofan sjávar - en; Keflavík / Njarðvíkur og Hafnir, mara í hálfu kafi; mun taka áratugi, sem aldir, að komast á legg á ný, eftir hryðjuverk Árna, og pótintáta hans.
Endilega; bentu þeim nágrönnum þínum á, Sigurður minn - að þeir geti sekkjað Árna í vænan Striga sekk - og skilað honum innfyrir Straumsvík, ef þá Reykvíkingar hefðu lyst á, að taka við honum, að nýju.
Þeir; eiga svo sem fullt í fangi, með fígúrurnar Jón frá Gnerri; svo og Dag B. Eggertsson, en, reyna mætti, öngvu að síður.
Árni Sigfússon; er eitthvert það ömurlegasta meinvarp, sem mínir ágætu nágrannar, í Suð- vestri, hafa yfir sig fengið - og; er þó af nægu að taka, þar um slóðir, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 14:06
Oddný, Björgvin og Róbert hafa því miður nánast engum árangri náð í atvinnumálum á Suðurnesjum, og lítið ber á viðleitni þeirra í þeim efnum, þótt þau ættu þessi misserin að vera í stöðu til að láta að sér kveða. Greinar Sigurðar og Árna Sigfússonar eru því miður réttmætar. Ég er ósammála Árna í mörgu, en hann er ekki helzti sökudólgurinn í sambandi við atvinnumál á svæðinu, og fáir halda því fram. Það er ríkisstjórnin hins vegar og þingmenn hennar, að svo miklu leyti sem opinberir aðilar geta örvað atvinnu og varast að þvælast fyrir slíkum áformum annarra.
Sigurður (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 17:37
Sæll; á ný, Sigurður !
Sigurður Secundus (Sigurður Annar, í athugas. nr 2) !
Öll; fjögur flokka skriflin, bera sameiginlega ábyrgð á, hversu komið er, í landsmálunum - ekki bara, á Reykjanesi.
Hins vegar; hlýtur að teljast óskiljanlegt - sem óviðunandi, eftir sem áður, að Keflvíkingar / Njarðvíkingar og Hafna menn, skuli kyssa í sífellu, á vönd þess manns, sem unnið hefir leynt - sem ljóst innanfrá, að tortímingu sam félags þeirra, sem títtnefndur Árni Sigfússon hefir fundist sannur sakar í, að vera.
Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.