22.8.2011 | 15:50
Guðmundur Steingrímsson að stofna útibú frá Samfylkingunni?
Fyrir stuttu velti ég því upp hvort Guðmundur Steingrímsson og jafnvel Siv Friðleifsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins kæmi vinstri stjórninni til hjálpar ef Þráinn Bertelsson stæði við orð sín og styddi ekki lengur ríkisstjórnina.
Nú er frá því greint í fjölmiðlum að Guðmundur Steingrímsson sé á fullu að kanna möguleika á að stofna nýjan stjórnmálaflokk ásamt fleri þingmönnum Framsóknarflokksins.
Fyrir síðustu kosningar ákvað Guðmundur að yfirgefa Samfylkinguna og ganga í Framsókn til að eiga von um þingsæti fyrir norðan. Kjósendur þar létu glepjast og héldu að Guðmundur hefði gerst Framsóknarmaður.
Allt frá kosningum hefur Guðmundur átt óskaplega erfitt að vera í Framsóknargærunni, Samfylkingarútlitið hefur ávallt sést undir gærunni.
Guðmundur virðist nú endanlega hafa ákveðið að henda gærunni eftir að Ásmundur bóndi og ESB andstæðingur gekk til liðs við Framsókn. Þar með var þingsætið fyrir norðan rokið burt.
Nú stefnir Guðmundur sem sagt á að stofna útibú fyrir Samfylkinguna, sem kemur til með að dásama ESB aðild.
Hvers vegna í óskupunum sest Guðmundur bara ekki beint í kjöltu Dags B.Eggertssonar eins og forðum. Guðmundur Steingrímsson er og hefur aldrei verið neitt annað en Samfylkingarmaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varla...
en sennilega er verið að stofna flokk lýræðisinnaðra einstaklinga sem eiga ekki samleið með þjóðernisöfgastefnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
Jón Ingi Cæsarsson, 22.8.2011 kl. 18:13
Jón Ingi, þjóðernisöfga hvað? Ert þú ekki íslendingur sem berð hag þíns lands fyrir brjósti eins og fjölskyldufaðir sem vill fjölskyldu sinni allt hið best og hlúir að henni. Það er á hreinu að slíkur fjölskyldufaðir þarf ekkert að afsaka og því síður að skammast sín fyrir eitt eða neitt.
Á sama hátt trúir þú varla að til sé, eða hægt að stofna eitthvað lýðræðis útibú frá ESB - ef það er nú þegar til, hvar er það þá svo ég geti áttað mig betur.
Sólbjörg, 23.8.2011 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.