Ekki af baki dottnir. Enn á ný skal reynt að sameina sveitarfélög.

Á síðustu árum hafa átt sér stað margar sameiningar sveitarfélaga, þannig að þeim hefur fækkað mjög.Allt hefur þetta gerstv með því að íbúarnir sjálfir hafa tekið þá ákvörðun. Sumum finnst ekki nóg að gert og vilja enn frekari sameiningar. Ögmundur Jónasson,innanríkisráðherra,boðar að nú skuli kannaður áhugi sveitarfélaga til frekari sameiningar.Útaf fyrir sig er það hið besta mál allavega er það allt annað en sumum ráðamönnum hefur dottið í hug að sameina beri sveitarfélög með lagasetningu þar um.

Nú er það svo að mörg sameinuð sveitarfélög eru í hópi skuldsettustu sveitarfélaga landsins. Sameiningin sem slík leiddi ekki til nokkurrar hagræðingar nema síður sé. Eflaust getur það samt verið misjafnt og ef til vill eru íbúar einhverra sveitarfélaga ánægðir með sameininguna og er það þá vel,því það voru þeir sjálfir sem tóku ákvörðun.

En ég getv ekki séð hvað það væri hagstætt fyrir Garðinn að sameinast t.d. Sandgerði og verða að taka miklar skuldir þess sveitarfélags á sig. Ekki er líklegt að þjónustan við íbúa Garðsins batnaði við það. Nú ekki sér maður heldur kostina við að Garðurinn tæki þátt í greiðslu skulda Reykjanesbæjar.

Staða sveitarfélaga getur verið mjög misjöfn og ekkert unnist með sameiningu hjá sveitarfélagi eins og Garðinum.

Aftir á móti er sjálfsagt að sveitarfélög efli með sér samstarf á mörgum sviðu. Sveitarfélög á Suðurnesjum eiga t.d. að standa saman í baráttu fyrir atvinnuuppbyggingu. Sveitarfélögin geta sameiginlega komið fram í baráttunni gegn ríkisvaldinu.

Það þarf ekki að leggja niður sveitarfélög til að ná því markmiði.

 


mbl.is Kanna áhuga á sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill. Mér finnst vanta sanngjarnar leikreglur, svo að hluti sveitarfélags geti fengið eða endurheimt sjálfstæði, ellegar sameinast öðru sveitarfélagi. Slíkar raddir hafa til dæmis heyrzt frá Kjalarnesi, kannski miklu víðar.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband