Forsetinn gefur Jóhönnu og Steingrími J. rauða spjaldið.

Það hlýtur að teljast stórfrétt að forseti landsins skuli opinberlega fella dóm um ráðherra vinstri stjórnarinnar fyrir að sýna undirlægjuhátt og fallast á óraunhæfar kröfur Breta og Hollendinga í Icesave. Auðvitað mátti búast við að Samfylkingin væri reiðubúijn að fallast á hvað sem er til að móðga ekki ESB klúbbinn,en margir bjuggust við meiru af ráðherrum Vinstri grænna.

Alþingi hlýtur að þurfa að láta rannsaka Icesave málið eftir að Ólafur Ragnar,forseti,hefur fellt sinn dóm um undirlægjuhátt Jóhönnu og Steingríms J.

Það er alvarlegur hlutur að forseti landsins skuli fella sinn dóm um ráðherrana að af þeir hafi af hræðlsu við Breta og Hollendinga verið tilbúnir að láta almenning á Ísland greiða 500 milljarða að óþörfu.

Margir hljóta nú að velta fyrir sér hverjir hafi ekki staðið sig á vaktinni og sinnt vítavert dómgreindarleysi og ábyrgðarleysi.

Það hlýtur að vera eðlilegt að þetta sé rannsakað.


mbl.is Ætlar ekki að munnhöggvast við forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér sem fyrri daginn Sigurður. Þetta er orðið þannig vaxið eftir ummæli Forseta okkar að það verður að koma upp á borðið hvað það var sem réði ferðum þarna. Það er ekkert eðlilegt við framkomu Fjármálaráðherra sem og Forsætisráðherra í þessu máli...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.9.2011 kl. 16:10

2 Smámynd: Gunnar Waage

og pældu í því Sigurður að í stjórnarskrárfrumvarpi sem Stjórnlagaráð skilaði af sér er lokað fyrir möguleikann á því að Icesave gæti farið í Þjóðaratkvæðagreiðslu eða sambærilegt mál.

Síðan jarmar Steingrímu J. að málinu sé langt í frá lokið.

Gunnar Waage, 5.9.2011 kl. 16:20

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er ekki heil brú í þessu liði, því miður!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.9.2011 kl. 16:38

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sigurður :

viltu veðja góðri rauðvínsflösku uppá það að Ísland fari með sigur úr dómsmáli Breta og Hollendinga gagnvart okkur?

Skeggi Skaftason, 5.9.2011 kl. 16:51

5 Smámynd: Elle_

Fyrir löngu hefði átt að hefja rannsókn á ömulegri framgöngu alþingismanna og mest stjórnarflokkanna í ICESAVE-málinu og koma þeim fyrir dóma.  Og úr ríkisstjórn. 

Og Skeggi, skil þig alls ekki, enda hefurðu aldrei hlustað á nein rök í þessu máli um ÓLÖLEGA KRÖFU. Maður kemur ekkert bara og heimtar peninga án dóms og laga.  Haldirðu þessu uppi, geturðu komið og borgað mér í milljarð, takk kærlega, því ef ríkisstjórn landsins getur innheimt óleglega úr ríkissjóði og af okkur hljótum við að hafa sama innheimtuleyfi.  Þú bara setur það í póst núna.    

Sigur hvað??  Það er eitt að fara fyrir dóm og fá mál dæmt og óþarfi að veðja upp á það.  Það geta allir leitað réttar síns fyrir dómi.  Það er allt annað að leggjast eins auli fyrir kúgurum og kúga eigin þjóð. 

Elle_, 5.9.2011 kl. 19:01

6 identicon

Við komum til með að borga þessa 500 milljarða þó ekki sé samningur og ríkisábyrgð. Við þurfum bara að borga fyrr. En stóra spurningin er, vegna þess að engir samningar eru, hvort yfir 1500 milljarðar bætist við þá tölu. Samningurinn sem var felldur fríaði okkur frá þeim mögulega.

HanniT (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 22:30

7 Smámynd: Elle_

Rangt.

Elle_, 6.9.2011 kl. 00:06

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Myndi ríkisstjórn USA þurfa að borga ef Coca Cola Worldwide færi á hausinn?

Óskar Guðmundsson, 6.9.2011 kl. 19:32

9 identicon

"Myndi ríkisstjórn USA þurfa að borga ef Coca Cola Worldwide færi á hausinn?" Ef lánveitendum Coca Cola hefði verið lofað af ríkisstjórn USA að skuldin væri tryggð hjá hinni opinberu stofnun ríkisins "CCWLánaTrygging" og að ríkisstjórn USA gerði ekki upp á milli lánveitenda og ábyrgðist að ef einn fengi allt greitt fengju allir allt greitt. Undirritað, vottað, stimplað og lögfest. Þá gæti orðið snúið að komast hjá greiðslum. Kanar mundu náttúrulega segja að lánveitendur ættu bara að sækja greiðslur í þrotabúið og til þeirra sem settu Coca Cola á hausinn. Lánveitendur hefðu tekið áhættuna og ættu að bera skaðann. Þegnum USA kæmu skuldir Coca Cola ekkert við. Þeirra skattfé ætti ekki að fara í að borga skuldir óreiðumanna.

Erlingur (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 21:44

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég er stoltur af því að við feldum samningin um Icesave úr gildi.

Sigurður Haraldsson, 7.9.2011 kl. 00:11

11 Smámynd: Gunnar Waage

Ég líka.

Gunnar Waage, 7.9.2011 kl. 01:08

12 identicon

Sumir eru jafnvel stoltir af því hvernig forfeður þeirra fóru ránshendi um héruð. Og mikið var fólk stolt af útrásarvíkingunum. Þeir eru líka margir smyglararnir stoltir af því hvernig þeir léku á tollverði, þjófar hvernig þeir léku á lögreglu og stoltið nær jafnvel til skattsvikara. Stolt réttlætir ekki óheiðarleika einhvers, opinberar bara hans innri mann.

IngvarOgEr (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband