Björgvin,hvað með Suðurnesin?

Alveg er ég sammála Björgvini G.Sigurðssyni,þingmanni Suðurkjördæis,að það á ekki vera alfarið á höndum Ögmundar innanríkisráðherra að ákveða staðsetningu á nýju fangelsi. Að sjálfsögðu á Alþingi að taka ákvörðunina um staðsetningu og innanríkisráðherra að framkvæma vilja Alþingis.

Sandgerðingar hafa óskað eftir að byggt verði nýtt fangelsi á þeirra landi og vilja koma á móts við ríkið neð eftirgjöfum á gjöldum. Önnur sveitarfélagá Suðurnesjum hafa lýst yfir stuðningi. Nú hefur marg oft verið bent á þá staðreynd að atvinnuleysi er mest á landinu á Suðurnesjum. Illa hefur gengið að koma af stað framkvæmdum. Bygging nýs fangelsis á Suðurnesjum væri kjörið tækifæri til að skapa vinnu við byggingu og svo framtíðarstörf.

Björgvin G. Sigurðsson má ekki gleyma því að hann er einnig þingmaður fyrir Suðurnesin.

Það væri þarft verk hjá fjölmiðlum hér á Suðurnesjum að leita eftir viðhorfi allra þingmanna Suðurkjördæmis til óska Suðurnesjamanna að ráðist verði í byggingu nýs fanglesins hér til að bæta úr slæmu atvinnuástandi.


mbl.is Vill byggja nýja álmu á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvað segir þú Sigurður. Er réttlætanlegt að setja 40 milljóninir undir rassgatið á hverjum refsifanga, sem gista á í þessu öryggisfangelsi.

Er þessum peningum ekki betur varið í öðrum þáttum samfélagisns. 

Eða getur þú útskyrt og réttlætt þessa fjárfestingu?

Eggert Guðmundsson, 6.9.2011 kl. 00:45

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Tek undir þetta Sigurður!  Og er þó ekki Suðurnesjamaður.  Þetta sýnir einfaldlega vilja ríkisstjórnarinnar að búa til störf þar sem þeirra er þörf.  Hann er nákvæmlega enginn.

Erlingur Alfreð Jónsson, 6.9.2011 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband