Er það í anda velferðarstjórnar að taka upp inntökugjöld á elliheimili og rukka fyrir mat og þvott?

Nú hefur hin tæra vinstri norræna velferðarstjórn þrengt svo að öldrunarheimilum landsins að þau sjá ekki að þau geti skorið eira niður án þess að hætta ákveðnum þjónustuþáttum. Nú eða taka upp gjaldtöku á vistmenn. Ein hugmynd sem varpað hefur verið fram er að taka upp inntökugjöld. Sem sagt þeir sem eiga peninga geta komist inn en hinir sem ekki eiga pening verða bara að sjá um sig sjálfir. Nú eða þá að rukka vistmenn aukalega fyri mat og þvott.

Er það virkilega svo sem við ætlum að koma fram við aldraða fólkið, sem vann hörðum höndum við að byggja upp það þjóðfélag sem við höfum.

Nóg virðist vera til í ríkiskassanum þegar kemur að gælverkefni eins og stjórnlagaráði. Nóg virðist vera til af peningum í ríkissjóði til að standa í lágkúrulegum pólitískum réttarhöldum gegn Geir H.Haarde. Nóg virðist vera til af peningum í ríkiskassanum til að standa í aðlögunarferli í ESB.

Það gengur ekki lengur að ætla að þrengja enn að hagsmunum ellilífeyrisþega. Stéttarfélögin verða að taka þetta mál upp og berjast gegn þesu óréttlæti. Fjölmiðlar eiga að gera enn betur og hamast á ráðamönnum, þannig að augu þeirra opnist. Ellilífeyrisþegar eiga betra skilið en þessa framkomu ráðamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú einu sinni þannig að ekkert er ókeypis. Nú þegar greiðir fólk fyrir það að dvelja inni á hjúkrunar - og elliheimilum.

Ef ég skil þessa umræðu sem nú er í gangi þá eru stjórnendur þessara stofnanna að segja að fólkið þurfi að greiða meira og þá fyrir tilgreina þjónustu sem til þessa hefur verið inni í annarrri greiðslu en ekki ókeypis.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 13:18

2 identicon

Almennt þarf heimilisfólk á öldrunarstofnunum  EKKI  að greiða til heimilanna. Þeir sem þurfa að greiða eru þeir sem hafa tekjur umfram ákveðið hámark og þá greiða þeir það til Tryggingarstofnunar ríkissins - ekki til heimilanna.

Ríkið á svo að greiða heimilunum fyrir þessa þjónustu sem er skildgreind í Reglugerð útg. af Velferðarráðuneytinu. EN svo skerðir Fjármálaráðuneytið þessar greiðslur til heimilanna, en heimilin EIGA samt sem áður að veita þessa þjónustu

Nú er svo komið, að heimilin geta ekki veitt þessa þjónustu, sem þau eru þó skuldbundin til, vegna þess að Ríkið brýtur alla samninga - eða eins og háttsettur forstjóri hjá einni af Ríkisstofnunum orðaði það svo pent:

Samningur við ríkið er ekki pappírsins virði.

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 15:44

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Fróðlegt væri að vita hvað einstaklingur sem dvelur á ellistofnun hefur engar eða litlar tekjur fær frá ríkinu í svokallaða vasapeninga. Ég ímynda mér að það sé ekki mjög há upphæð. Á svo virkilega að láta vistmenn borga af þeirri upphæð.

Er það svona þjóðfélag sem Samfylkingin er að boða?

Sigurður Jónsson, 6.9.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband