Steingrímur J. beitti áhrifum sínum til að slátra álverinu í Helguvík.

Steingrímur J. hefur mætt á nokkra fundi með Suðurnesjamönnum og sett upp sparisvip og rætt um sátt og menn þyrftu að standa saman að uppbyggingu atvinnulífsins. Það væri alls ekki ríkisstjórnin sem stæði í vegi fyrir áframhaldandi uppbyggingu álvers nema síður væri. Sumir Suðurnesjamenn trúðu að eitthvað væri að marka Steingrím J. Reyndin er önnur, ekkert gerist. Margir hneyksluðust þegar Ásmundur bæjarstjóri sagði á einum fundinum að Steimngrímur J. talaði eins og kerling og vældi upp einhverju bulli við Suðurnesjamenn.

Nú er það upplýst á forsíðu Morgunblaðsins að strax í ágúst 2009 hafi Steingrímur J. beitt áhrifum sínum til þess að tryggja að ekkert verði af byggingu álvers í Helguvík.

Hvað segja þingmenn Samfylkingarinnar um þessa frétt Morgunblaðsins. Eru þau sátt að bera ábyrgð á ráðherra eins og Steingrími J.?  Nú er rætt um þann möguleika að Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar hér á Suðurnesjum taki við iðnaðarráðuneytinu í leyfi Katrínar Júlíusdóttur. Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi geta ekki leyft sér að sitja hlutlausir og láta Steingrím J. og aðra VG þingmenn komast upp með að stöðva álversframkvæmdir í Helguvík.Suðurnesjamenn þurfa að heyra frá þeim, hvað þau ætla að gera.

Krafa Suðurnesjamanna er að Oddný, Róbert og Björgvin taki sig saman í andlitinu og setji það sem  skilyrði fyrir áframhaldandi stuðningi við ríkisstjórnina að stjórnvöld berjist fyrir að koma atvinnulífinu í gang á Suðurnesjum. Stór þáttur í því er að kraftur verði settur í uppbyggingu álversins í Helguvík.


mbl.is Leynimakk með Magma Energy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Steingrímur vill enga uppbyggingu, maðurinn er haldin sjálfseyðingarhvöt sem beinist gegn þjóðinni.

Hann er jafn sjúkur og allir alræðisforingar eru því er borin von að reyna að tala hann til.

Þjóðin þarf að gera sér grein fyrir hvernig fólk situr að völdum.

Sólbjörg, 8.9.2011 kl. 11:55

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sólveig það er alveg ljóst að fólkið sem er við völd er ekki í sambandi við Þjóðina...

Ekki einu sinni við kjósendur sínar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.9.2011 kl. 12:58

3 Smámynd: Sólbjörg

Steingrímur er ekki í sambandi við þjóðina því hann hefur engan áhuga á þjóðinni og er hjartanlega sama hvað um hana verður.

Sólbjörg, 8.9.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband