Reiknar Vilhjálmur með Vinstri stjórn út áratuginn?

Miðað við svartsýni Vilhjálms Egilssonar hlýtur hann að gera ráð fyrir að Jóhanna og Steingrímur J. sitji við stjórn þjóðarskútunnar út áratuginn. Sem betur fer getur það aldrei orðið reyndin. Kjósendur munu sjá til þess í næstu kosningum að Vinstri grænir fái verulega langt frí frá stjórn landsins. Ef Samfylkingin leggur áfram blessun sína yfir stopp stefnuna í atvinnuuppbyggingu fær flokkurinn hressilegan skell.

Reyndar held ég að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar séu að gefast upp á VG. Kristján Möller er alveg að missa þolinmæðina við að horfa uppá ekki neitt gerast.

Sigmundur Ernir hefur haft ríkisstjórnina á skilorði í eitt ár. Ekkert hefur gerst til að koma á móts við hugmyndir þingmannsins. Sigmundur Ernir hlýtur því að lýsa yfir að stjórnin hafi brotið skilorðið og hætti stuðningi sínum.

Það má hreinlega ekki gerast að þjóðin þurfi að sitja lengur uppi með þessa stopp og skattpíningarstjórn.


mbl.is Kreppan gæti varað út áratuginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég held að það sé frekar raunsæi en svartsýni að reikna með að það taki einhver 10-15 ár að ná sér upp úr því sem hér gerðist.  Og þá alveg burt séð frá því hverjir halda um stjórntaumana.

Þórir Kjartansson, 8.9.2011 kl. 17:36

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sagði Ingibjörg ekki árið 2007 að þarsem sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hefðu haft sín 12 ár þá væri komið að tólf árum vinstriflokkana? Því þá hefði  "sú" endað stjórn 2019? Mér þikir það ótrunlegt ef vinstriflokkarnir ná 5% lámariinu en hver veit, þessir flokkar eiga nóg skildu athvæði til að ná meirihluta aftur, burt sé frá árangri

Brynjar Þór Guðmundsson, 8.9.2011 kl. 18:25

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Margir sorgmæddir vinstri menn verða að gera sér að góðu í næstu kosningum að kjósa eftir veskinu en ekki hugsjónunum.

Óskar Guðmundsson, 8.9.2011 kl. 18:40

4 identicon

Hér er allavega einn, sem mun aldrei kjósa svikamyllu VG aftur !

Sama þótt Steingramur verði farin úr æðstastól.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 21:16

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við skulum vona að hægri stjórn tekur við.

Þá getum við rétt okkur af.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.9.2011 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband