Sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Niðurstaða síðustu skoðanakömnnunar um fylgi flokkanna er um margt athyglisvert. Vinstri stjórnin hefur gjörsamlega tapað öllu trausti. Það er aðeins fjórði hluti kjósenda sem styður ríkisstjórnina.Athyglisver er einnig að af þeim sem taka afstöðu eru rúm 50% sem segjast myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur ekki í nokkur ár mælst með svo mikið fylgi.

Auðvitað vekur það einnig athygli að um helmingur þeirra sem spurðir voru taka ekki afstöðu. Það er harður dómur fyrir alla flokka. Ekki á ég nú samt von á að Guðmundur Steingrímsson geti náð til sín miklu af því fylgi hvað þá Jón Gnarr og Besti flokkurinn. Vinsældir Jóns Gnarr eru nánast horfnar og Besti flokkurinn ræður ekki við að stjórna Reykjavík.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist eiga lang mesta möguleika á að ná til sín hinu óákveðna fylgi. Það gerist samt ekki nema flokkurinn sýni fram á ábyrga stefnu o9g leggi á borðið hvernig hann ætlar að byggja upp að nýju atvinnulífið og tryggja þannig lægri skatta og betri lífskjör.

Tækifærin eru fyrir hendi. Kjósnedur munu ekki treysta Vinstri grænum. Flokkurinn verður aðeins smá flokkur eftir næstu kosningar. Samfylkingin er einnig að hruni komin og ekki mun það bæta ímynd flokksins að kjósa Jóhönnu Sigurðardóttur sem leiðtoga.Tími Jóhönnu er liðinn.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf reyndar að gera meira en leggja fram trúverðug úrræði. Landsfundur flokksins verður að fela Hönnu Birnu Kristjánsdóttur forystuhlutverkið. Almenningur treystir Hönnu Birnu.

Sjálfstæðisflokkurinn verður svo fyrir næstu kosningar að gera verulegar breytingar á framboðslistum sínum.

Sóknarfæri Sjálfstæðisflokksins eru því mikil. Með réttum vinnubrögðum á Sálfstæðisflokkurinn raunverulegan möguleika á að ná hreinum meirihluta á Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Rétt hjá þér Sigurður,  það verður að gera verulegar breytingar á mannavali til framboða í Sjálfstæðisflokknum og hreinsa okkur af ESB sinnum innan flokksins og velja Hönnu Birnu til foristu, Bjarni Ben verður að víkja og Ólöf Norðdal,það vantar allann kraft í þau..Flokkurinn er ekki nema nafnið eftir að Davíð Oddson fór frá,það er synd...Menn í Flokknum hrópa á breitingar í Forustu Flokksins..

Vilhjálmur Stefánsson, 10.9.2011 kl. 17:39

2 identicon

þá spyr sá sem ekki veit, hver er stefna Hönnu Birnu td. gagnvart ESB umsókninni?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 18:07

3 identicon

Er ekki rétt að Hanna Birna kynni sína stefnu í þjóðmálunum áður en farið er að mæra hana í formanns framboð?

það liggur nokkuð ljóst hvar átakalínurnar munu liggja í næstu kostningum, það stjórnálaafl sem er á móti inngöngu

í ESB og kjósendur geta treyst því að það muni standa við það  mun sópa að sér fylginu.

Vinstri Græn eru gott dæmi um það hvernig stjórmálaöfl get málað sig út í horn með því að standa ekki

við grundvallar stefnu sína, rúin trausti og hafa brennt allar brýr að baki sér.

það er nauðsynlegt að stjórmálaflokkar og formenn þeirra hafi skýra stefnu og kjósendur

geti treyst því að grundvallarsjónarmið séu ekki seld fyrir ráðherrastóla.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 18:45

4 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Hanna Birna ESB umsókn

Þórólfur Ingvarsson, 10.9.2011 kl. 21:11

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Á að vera, stiður ESB umsókn

Þórólfur Ingvarsson, 10.9.2011 kl. 21:13

6 identicon

Styðji Hanna Birna ESB umsókn þá fara skoðanir hennar í bága við ályktun síðasta landsfundar

Sjálfstæðisflokksins, þá er hæpið að trúnaður geti skapast með henni og flokksfólkinu sem samdi álytunina.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 22:44

7 identicon

Nei Sigurður  ...ekki held eg landsbyggðafólk væri upp til handa og fóta að kjósa Hönnu Birnu ..enda kona þar á ferð sem hugsar aðeins um sina hagsmuni ,en ekki kjósenda  , enda ein af þeim sem fór nákvæmlega bara sinu fram i Borgarstjórastól , og skildi við allt i drasli  ! En liklegtast þætti mer ef af yrði ,að hún og Jóhanna sameinist i einni ESB sæng og þá væri illa komið fyrir okkur ! Ekki gæti eg seð Hönnu Birnu semja við aðra flokka  ,enda þekktur vinskapur hennar við Svandisi Svavars  og fl frá Samfó og eg tel reyndar að Hanna Birna ætti frekar heima i Samfylkingunni en Sjálfstæðinu ..... mer finnst hún svikja lit þar !

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 23:05

8 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég hafði rangt fyrir mér, sem betur fer, í því að Hanna Birna væri fylgjandi ESB aðild það kom vel í ljós á Sprengisandi í morgun, biðst því afsökunar á fljótfærni minni

Þórólfur Ingvarsson, 11.9.2011 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband