Gott að fá Illuga aftur á þing. Steingrímur J.hlýtur að fara í frí.

Nú hljóta að verða mannaskipti á Alþingi. Illugi Gunnarsson,þingmaður Sjálfstæðisflokksins,tók sér leyfi frá þingstörfum á meðan rannsókn fór fram á Sjóði 9. Nú liggur niðurstaðan fyrir og Illugi kemur aftur á þing. Það er mikill styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá hann aftur. Illugi er mjög málefnalegur og setur sitt mál fram á einfaldan og skýran hátt. Það hefur sýnt sig að hann hefur áunmnið sér traust.

Nú þegar það liggur fyrir að Illugi sest á ný á þing hlýtir Steingrímur J. að fara í leyfi á meðan rannsókn fer fram á málefnum Magma og hvernig hann vann á móti eigin samþykktum ríkisstjórnar um uppbyggingu álvers í Helguvík.

Guðfríður Lilja hefur óskað eftir að spilin verði lögð á borðið. Jóhanna forsætisráðherra tók jákvætt  í að málið v æri rannsakað. Steingrímur J. getur ekki setið á þingi á meðan hvaðö þá gegnt ráðherraembætti.


mbl.is Ekkert athugavert við fjárfestingarstefnu Sjóðs 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Illugi er álíka sjarmerandi og marhnútur. Sjálfstæðisflokkurinn þarf einmitt ekki þessa týpu að mínu mati. Það er hinsvegar rétt að hann talar ágætis íslensku, sem er ekki endilega sjálfsagður hlutur í dag.

Mér finnst vanta sterka karaktera með góða kímnigáfu og skýra stefnumótun til að gera flokkinn að lifandi og spennandi valkosti. Hef engar uppástungur samt nema þið stelið Sigmundi Davíð.

Dagga (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 16:57

2 identicon

Algjörlega sammála því að það er mjög gott að fá Illuga aftur inn á þing. En rétt að hafa í huga að það gerir hann samkvæmt niðurstöðu álits lögfræðiskrifstofu.

Hvað Steingrím varðar getur það varla talist saknæmt að hafa skoðun og ræða hana við forstjóra fyrirtækis. Kann að vera svik við málstað samkvæmt áherslum einhverra en varla saknæmt að lögum.

Kv.

Kjartan örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 16:58

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ekki ætla ég að dæma Steingrím J. fyrirfram, en afskipti hans líta ekki vel út. Það er því sjálfsagt að hann segi af sér tímabundið á meðan rannsókn fer fram, eins og Illugi gerði.

Steingrímur J. var reiðubúinn að ákæra Geir og senda fyrir Landsdóm fyrir að hafa skoðanir.

Það má ekki gleyma því að vinnubrögð Steingríms J. ef þau reynast rétt eru að skaða hagsmuni Suðurnesja verulega og reyndar alla þjóðina.

Sigurður Jónsson, 12.9.2011 kl. 17:12

4 identicon

Enn erum við sammála um að það er fáránlegt að Geir sé settur á sakamannabekk. Það er fáránlegt að stjórnmálamenn þurfi að sæta ákæru vegna ákvarðanna á þeim vettvangi. Þar refsa kjósendur. Þannig á það að vera.

Við erum báðir þessarar skoðunar vænti ég og það hlýtur að vera óháð því hver á í hlut.

Kv.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband