Tala Jón og Össur ekki sama tungumálið?

Uppákoman í ríkisstjórninni er nú hreint kostuleg. Það er eins og Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson tali sitt hvort tungumálið.

Vissi Jón ekki hvað var verið að samþykkja þegar Samfylkingin og forysta Vinstri grænna sótti um aðild að ESB. Gerði Jón sér ekki grein fyrir að með því að sækja um verður hann að uppfylla allt sem hinir háu herrar í Brussel vilja. Auðvitað er Jóni vorkunn að vilja standa við stefnu VG og hafna aðild að ESB. Hvað hélt Jón þegar hann settist í ráðherrastól og ríkisstjórnin sendi umsókn í ESB?

Össur hefur keyrt þetta áfram því hann sér hvergi ljós nema í Brussel og segir væntanlega háu herraunum þar að taka lítið mark á Jón,hann sé að misskilja allt.

Fróðlegt væri að vita hvernig Steingrímur J. talar við hina háu herra í Brussel. Miðað við hvernig hann sagði sitt á hvað í Magma og uppbyggingu álvers í Helguvík væri það athyglisvert. Steingrímur J. vill örugglega ekki spilla neitt aðlögunarferlinu við ESB þótt hann æsi sig upp á móti ESB á flokksráðsfundum VG.

Jóni er vorkunn. Það mun litlu breyta þótt hann skreppi til Brussel að tala við hina háu herra ESB. Það verður ekki litið á Jón, sem neinn séra Jón heldur bara litla Jón frá Íslandi. Össur hefur örugglega sagt háu herrunum að hafa ekki áhyggjur af litla Jóni. Steimngrímur J. formaður VG muni sjá til þess að aðlögunin hjaldi áfram.

 

 

 


mbl.is Er reiðubúinn að fara til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Jón talar ekki neitt nema það undarlega mál (sem fáir skilja) sem hann þylur úr ræðustóli Siðblindrahælisins við Flausturvöll.

Óskar Guðmundsson, 12.9.2011 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband