Skerum og skerum niður á sjúkrahúsum og elliheimilum en fjölgum aðstoðarmönnum ráðherra.

Vinstri stjórnin leggur mikla áherslu á niðurskurð á sjúkrastofnunum og heimilum aldraðra. Svo hart er skorið niður að forsvarsmenn stofnana segja að ekki sé hægt að gera meira öðruvísi en að leggja niður ýmsa þjónustuþætti eða láta notendur greiða enn meira heldur en gert er i dag.

Ráðherrar hinnar tæru vinstri stjórnar segja þetta sé bráð nauðsynlegt því ríkiskassinn sé tómur.

En svo er til nóg af peningum í kassanum þegar rætt er um annað. Ekkert mál finnst Jóhönnu og hennar liði að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra. Upplýst hefur verið að fjölgun aðstoðarmanna ráðherra kosti ríkissjóð allt að 120 milljónum króna á ári.

Er eitthvað vit í svona vinnubrögðum? Er nú ekki betra að treysta rekstrargrundvöll heilsugæslunnar og heimil aldraðra heldur en fjölga aðstoðarmönnum ráðherra.

Það er eðlilegt að vinstri stjórnin hafi ekki neitt traust meðal þjóðarinnar þegar svona er unnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband