"Stöndum saman en gerið eins og ég vil að gert sé."

Merkilegt er að heyra forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna tala um nauðsynlega samstöðu. Ég hlustaði á Jóhönnu Samfylkingarformann í Kastljósinu í gærkvöldi og hef reyndar hlustað á hana mörgum sinnum áður, reyndar í nokkra áratugi. Inntakið í hennar málflutningu er alltaf, við eigum að standa saman. Í hverju felst það hjá Jóhönnu að standa saman? Jú, það er að allir aðrir eigi að fara eftir hennar skoðunum og hlýða. Það er samstaða í augum Jóhönnu.

Ég las líka drottningarviðtal við nýbakaðan formann Þingflokks Samfylkingarinnar í Víkurfréttum sem borin voru í hús í gær. Þar talar Oddný G.Harðardóttir um að ekki sé hægt að vinna með Ásmundi Friðrikssyni,bæjarstjóra í Garði og Árna Sigfússyni,bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Þeir séu svo pólitískir að ekki sé nokkur leið að vinna með þeim. Sem sagt sama tuggan og hjá Jóhönnu. Við eigum öll að standa saman þ.e. þið eigið að fara eftir því sem ég segi því ég hef ein rétt fyrir mér er inntakið í viðtalinu við Oddnýju.

Það er slæmt að sveitarfélög eins og Garður og Reykjanesbær skuli þurfa að líða fyrir það hjá Jóhönnu og Oddnýju að það eru Sjálfstæðismenn í þessum sveitarfélögum sem eru bæjarstjórar.

Samstaða getur ekki falist í því að annar aðilinn haf alltaf rétt fyrir sér og allir aðrir eigi að segja já og amen við skoðunum Jóhönnu og Oddnýjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband