Hvar eru þingmenn Suðurkjördæmis?

Óþolandi ástand hefur nú skapast í samgöngumálum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.Mikil bjartsýni ríkti í Eyjum með nýju leiðina milli lands og Eyja. Það hefur líka sýnt sig að Landeyjahöfn var mikið notuð.Eyjamenn hafa byggt upp sitt þjónustusamfélag til að taka á móti mörgum gestum.

Nú eru miklar líkur á að lítið verði hægt að nota Herjólf til siglinga í höfnina í vetur. Skipið hentar illa og það vissu allir. Svo er það kapituli út af fyrir sig hverjum datt í hug að fá handónýtt dæluskip,sem hefur meira og minna verið bilað frá því það kom.

Þetta eru gífurleg vonbrigði fyrir alla sem bundu miklar vonir við Landeyjahöfn. Þetta ástand hefur gífurlega neikvæð áhrif á alla verslun og þjónustu í Eyjum. Það verður að bregðast við ástandinu.

Bæjaryfirvöld í Eyjum hafa barist vel í málinu, en það vantar aðgerðir samgönguyfirvalda.

Hvar eru þingmemnn Suðurkjördæmis? Það hlýtur að vera krafa að allir þingmenn kjördæmisins standi nú saman og taki málið föstum tökum.Það verður að taka ákvörðun um byggingu á nýju skipi strax. Á meðan verður að útvega hentugt skip til siglinga milli Eyja og Landeyjahöfn.

Það gengur ekki að fara svona með Eyjamenn og þá sem vilja skreppa til Vestmannaeyja. Svo á maður ekki orð að einu viðbrögð stjórnvalda er að tilkynna  15% hækkun á fargjöldum.

Nú verða þingmenn Suðurkjördæmis að bretta upp ermar og leysa málið.


mbl.is Ný Vestmannaeyjaferja kostar um 4 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Sigurður það er von að þú spyrjir um þingmenn vora. Allur málatilbúnaður vegna breyttrar áætlunar Herjólfs þegar skipið kom frá Danmörku er sérstakur. Nú er því haldið fram að vegna öldufalls og ríkjandi sunnanáttar hafi sandur borist að höfninni og því skuli skipið sigla til Þorlálkshafnar (Skandia lá í höfn hér um all langt skeið þegar Baldur sigldi ) Ef þetta á að heita samgöngubót fyrir okkur verður það ekki fyrr en höfnin er opin á ársgrundvelli. Nú er kominn á laggirnar einn vinnuhópurinn enn. Hvað er honum ætlað að gera ? Menn þurfa ekki að jappla á þessu legni. Það þarf öflugra dæluskip til að halda höfninni opinni fyrir Herjólf það er mál sem þingmenn okkar kjördæmis gætu lagst á með okkur Vestmannaeyingum ! Svo til að kóróna vitleysuna er þessi hækkun á fargjöldum  15% sem á að skella á okkur, hækkunin er út í hött að mínu mati og óásættanleg. Menn skyldu skoða mun á frgjöldum fyrir fjögurra manna fjölskyldu til Þorlákshafnar og síðan hvað það kostar til Landeyjahafnar ? Nú er mál að linni, Þingmenn Suðurlands takið ykkur nú taki og komið þessum málum í það horf að við getum notað þessi samgöngumannvirki á mannsæmandi hátt. Vestmannaeyjingar vilja sjá einhverja raunhæfa áætlun um aðgerðir fram í tímann, Þetta er ótækt eins og þetta er í dag við vitum í raun ekki hvert við förum ef við ætlum með skipinu til lands. Hver er næsta höfn, Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn ?. Látið nú hendur standa fram úr ermum. Nú þarf að vinna hratt. 

Ólafur E. Lárusson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 13:32

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Réttlátt þenkjandi samgönguráðherra er skyldugur til að taka tillit til allra Íslands-eyjabúa, en ekki bara Vestmanna-eyjabúa.

Hvernig er samgöngum á sunnanverðum vestfjörðum háttað?

Eiga íbúar á sunnanverðum vestfjörðum ekki sama rétt á eðlilegum samgöngum og íbúar í Vestmannaeyjum?

Hvaða ferja sinnti samgöngum á sunnanverðum vestfjörðum á meðan Baldur sinnti samgöngum við Vestmannaeyjar?

Ég dáist að baráttuþreki fólks sem býr á sunnanverðum vestfjörðum og í Vestmannaeyjum, sem þurfa að þola endalaust óréttlæti í samgöngumálum, ásamt fjölda ábúenda á öðrum stöðum á landsbyggðinni.

Ónauðsynleg hringtorg á höfuðborgarsvæðinu hafa verið sett í forgang undanfarin ár með hörmulega háum reikningum, sem enginn hefur efni á að borga, á meðan landsbyggðin var látin mæta afgangi í of mörgum tilfellum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2011 kl. 13:56

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já,Ólafur,nú reynir á þingmenn okkar. Þó enginn ráherra sé úr kjördæminu eru formenn þingflokkaSjálfstæðisflokks og Samfylkingar úr kjördæminu.

Anna Sigríður. Lausn á samgöngubótum Eyjamanna á alls ekki að verða á kostnað íbúa á Vestfjörðum.

Sigurður Jónsson, 6.10.2011 kl. 17:29

4 identicon

Sæll.

Mér finnst samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hafa verið sett langt á eftir samgöngumálum á landsbyggðinni, maður er heillengi í vinnu í ekki stærri borg en Reykjavík.

Helgi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband