Er þingflokkur Framsóknarflokksins of stór?

Ætli forystumönnum Framsóknarflokksins telji þingflokk sinn allt of fjölmennan. Eru kannski einhver óþægileg þrengsli í fundarherbergi þingflokksins? Eða komast ekki fleiri skoðanir fyrir í þingflokknum aðrar en skoðanir foystunnar. Eftir því var tekið að formaður þingflokksins lét miða í ræðustól Eyglóar Harðardóttur þegar hún leyfði sér svolítið sjálfstæðan málflutning.

Nú hefur forystan ákveðið að setja sinn reynslumesta þingmann, Siv,til hliðar. Siv er ekki lengur treyst fyrir að gegna varaforseta starfi Alþingis. Siv hefur leyft sér að hafa sjálfstæðar slkoðanir.

Er forystan að senda Siv þau skilaboð að hún geti farið í skóför Guðmundar Steingrímssonar?

Það virðist angra forystu Framsóknarflokksins að einstaka þingmaður vinni þannig að það gæti aukið fylgi flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Finnst þér ekkert furðulegt þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar eru hlaupatíkur stjórnarinnar? Til að flokkur sé trúverðugur mega ekki sumir þingmenn hans styðja stjórnina á meðan aðrir eru á móti henni. Hvernig á ég sem kjósandi þá að geta kosið svona flokk ef ég er á móti stjórninni? Ég sem andstæðingur ESB aðilar get ekki kosið Framsókn á meðan þar innanborðs eru ESB sinnar. Er þetta ekki augljóst?

Það er ekkert að því að hafa sjálfstæðar skoðanir en þær eiga ekki að vera verulega frábrugðnar þeim sem flokkurinn stendur fyrir. Ef svo er eru viðkomandi þingmenn að ruglast á flokkum.

Við skulum heldur ekki gleyma því að Eygló studdi þessa landsdómsvitleysu og er einn arkítekta þess máls ásamt Atla Gísla og Magnúsi Orra. Það mál allt sýnir glögglega skilningsleysi þessara þingmanna á því sem hér gerðist fyrir hrun. Hvernig á ráðherra að geta skipað einkafyrirtæki fyrir verkum varðandi rekstur þess?

Helgi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband