6.10.2011 | 20:54
Vinstri grænir hljóta að fagna rannsókn.
Margir halda því fram að mótmælin og búsáhaldabyltingin á sínum tíma hafi verið stjórnað af Vinstri grænum. Sumir ganga svo langt að segja að einstakir þingmenn VG hafi verið á fullu í skipulagningu,símaskilaboðum og símtölum við aðila íbyltingarhópnum.
Vinstri grænir segja þetta af og frá. Vinstri grænir hljóta því að fagna sérstaklega tillögu Framsóknarmanna um rannsóknarnefnd. Það er bráðnauðsynlegt að þjóðin fái að vita hvort VG þingmenn hafi skipulagt mótmæli gegn Alþingi.
Auðvitað er erfitt að trúa slíku, en kannski þarf það ekki að koma svo á óvart miðað við þá lítilsvirðingu sem sumir þingmenn sýna embætti forseta Íslands.
Vilja rannsaka þingmenn og búsáhaldabyltinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Furðulegt nokk þá hrökkva þeir "saklausu" af hjörunum og fúkorðaflaumurinn dynur á þeim sem dirfist að benda á nauðsyn þess að rannsaka málið og þá hreinsa þá af áburðinum ef ekkert er til í honum. Hefði haldið að verði þeir hreinsaðir af öllum grun þá myndi það nýtast þeim býsna vel til að berja á Framsóknar og Sjálfstæðismönnum þegar "sannleikurinn" kæmi í ljós. Saklausir þurfa að sjálfsögðu ekki að óttast nokkuð.
Viðbrögð Vinstri grænna segja meira en þúsund orð.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 21:27
Á sama hátt er bréfið hans Bjarna Ben áþreifanlegt þegar hann boðaði til fundarins á laugardaginn þannig að hann ber mikla ef ekki alla ábyrgð á ofbeldinu við þingsetninguna.
Við rannsökum það og klárum fyrir 1. apríl á þessu ári eins og Framóknarmenn krefjast.
Eru menn ekki sokknir ansi djúpt í samsæriskenningunum ?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 22:34
segir Guðmundur 2. Gunnarsson.
Þetta sagði örugglega líka Joseph McCarthy, bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn sem vildi sko rannsaka þá sem honum þótti grunsamlegir, höfðu kannski talað í síma úti í glugga og svona.
Í alvöru kallar, hvað í ANDSKOTANUM viljið þið rannsaka?? Fyrirgefið orðbragðið en er ekki í lagi heima hjá ykkur?? Viljið þið yfirheyra Álfheiði um það við hvern hún talaði í síma? Hvort hún hafi talað við einhvern sem sló í pott á Austurvelli?
Skeggi Skaftason, 6.10.2011 kl. 22:53
Skeggi það væri ráð í tíma tekið!!
Eyjólfur G Svavarsson, 6.10.2011 kl. 23:27
Er ekki nokkuð klárt að það myndi ýlfra hátt í sumum ef að ljósmynd tekin í gegnum glugga Valhallar sýndu að mótmælaskilti hörðustu óeirðaseggja væru þar í framleiðslu og geymslu á milli átaka...??? Skilti sem jafnvel alhörðustu ofbeldisseggirnir báru. Sennilega líka ef að skrifstofa framsóknarmanna hefði verið undirlögð af samskonar varningi.
Bæði lögreglumenn sem og þingmenn hafa skýrt frá ótrúlegri og hugsanlegri brotlegri framgöngu Álfheiðar á göngum og í gluggum þingshúsins, sem og framkomu Steingríms J. Augljóst af viðbrögðum Álfheiðar og hennar attaníossum að hún er búin að gera langt upp á bak, því varla er nokkur þokkalega gefinn ósáttur við að fá opinbera syndaaflausn sem hittir þá pólitíska andstæðinga eins og ástralskur bjúgverpill beint í hnakkann. Það ætti td. að vera hægðarleikur að komast að því hvað var að gerast. Það þarf ekki að spyrja Álfheiði heldur eru öll símagögn geymd sem einfaldar rannsóknina verulega því að sannleikurinn og hún eiga ekki mikla samleið frekar en stjórnarliða yfirleitt. Skegginn veit augljóslega eitthvað, nema að hann komi frá svona illa brotnu heimili, sem útskýrir örvæntinguna og útburðarvælið.
Vilja kommarnir annars ekki koma höggi á frammara og sjalla .... eða hvað ...???
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 23:52
Það er löngu tímabært að rannsaka suma þingmenn/konur sem hafa vanvirt heiðarlega þingmenn/konur og réttlát sjónarmið þeirra á hinu "háttvirta" alþingi.
Það er undarlegt að einhver óttist réttláta rannsókn!
Hvers vegna óttast sumt fólk réttláta rannsókn? Hvað vill það fólk fela fyrir þjóðinni?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2011 kl. 01:15
Svo nú fáum við "hinir almennu borgarar" eitt leikritið í viðbót.
Ætli reikningurinn verði greiddur eftirá eða verðum við látin borga fyrirfram?
Árni Gunnarsson, 7.10.2011 kl. 09:30
Lygar og kjaftæði.
Hvað NÁKVÆMLEGA hafa þessir ""lögregulenn og þingmenn" sagt? Hvað sáu þeir??
Komdu með alvöru heimildir og staðreyndir í staðinn fyrir vera eins og Gróa á Leiti og bera út kjaftasögur með fasískum undirtón.
spyr Anna Sigríður. Ég spyr þig Anna Sigríður, vilt þú fá að tala í þinn síma án þess að leynilögreglur séu að hlera öll símtöl og spyrja þig spjörunum úr??
Skeggi Skaftason, 7.10.2011 kl. 13:37
Endilega förum AÐ NJÓSNA um fólk sem gerist svo grunsamlegt að tala í síma! Komum á svona "Home Security Act" hér á Íslandi, svo við getum hlerað síma fólks sem er ekki grunað um neitt glæpsamlegt.
Af hverju hendum við ekki Álfheiði beint í teininn, hún er jú svo helv. grunsamleg!
Þið eruð ekki laumufasistar, þið farið ekkert í launkofa með ykkar fasisam. Þið viljið beinlínis rífa niður nokkur helstu grundvallarmannréttindi sem gilda í okkar samfélagi.
Skeggi Skaftason, 7.10.2011 kl. 13:42
Skeggi þú virðist ekki í neinu andlegu jafnvægi og átt augljóslega mikið bágt vegna hugsanlegra hagsmuna að rannsókn fari alls ekki fram. Getur verið að það Skeggi er Álfheiður..?? Bið þig í framhaldi að vinna heimavinnuna sem ætti að vera þín sjálfur/f í stað þess að eyða tíma vinnandi fólks sem neyðist að svara barnalegum og sóðalegum fullyrðingum einstaklings eins og þér.
Þetta má finna á Smugunni.:
Því er haldið fram að Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, og Steingrímur J. Sigfússon núverandi fjármálaráðherra hafi veitt mótmælendum upplýsingar um viðbúnað lögreglu og fleira. Vitnað er í grein eftir fyrrverandi lögreglumann í Morgunblaðinu þar sem sagði meðal annars.: ,,Enn merkilegra er að bæði núverandi heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra munu hafa haft það við að veifa til þessa hóps út um glugga þinghússins og utandyra að hvetja fólk þetta til dáða í stórhættulegum athöfnum og afbrotum. Margir lögreglumenn gengu frá þeim leik slasaðir og niðurbrotnir.“
Og þetta líka.:
Þá er vitnað í viðtal við Snorra Magnússon, formann Landssambands lögreglumanna, í Morgunblaðinu 9. desember 2009 þar sem hann segir um Álfheiði Ingadóttur. ,,Í stað þess að fylgja tilmælum til að þingmanna og starfsfólks Alþingis um að halda sig frá gluggum hússins hafi hún staðið úti við glugga og talað í síma og sent kveðju með því að kreppa hnefann út í fjöldann.“
Á Pressunni má sjá þetta.:
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að þáttur einhverra þingmanna Vinstri grænna hefði verið ósæmilegur á meðan á búsáhaldabyltingunni stóð.
„Núverandi heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, hefur að undanförnu verið gagnrýnd á þingi og víðar fyrir þau ummæli sem hún lét falla um störf lögreglunnar þessa daga. Þar er vitnað til ummæla hennar þegar lögreglumenn voru að verja lögreglustöðina við Hverfisgötu. Sagði hún að þeir hafi verið í hefndaraðgerð gegn mótmælendum.
Þáttur einhverra þingmanna Vinstri grænna var ósæmilegur á meðan á mótmælunum stóð. Það mátti vera hverjum þeim ljóst sem með fylgdist innan dyra í Alþingi. Þegar mótmælin stóðu sem hæst og lögreglan átti virkilega í vök að verjast við að varna hörðustu mótmælendum innbroti í Alþingishúsið, stóð Álfheiður Ingadóttir úti í glugga og sagði ítrekað að við „byggjum í lögregluríki“.
Aðspurð um hvort henni fyndist eðlilegt að hleypa þessu fólki inn í Alþingishúsið til að brjóta þar allt og bramla, sagði hún, „að þetta væru hvort eð er dauðir hlutir“. Þekkt eru einnig ummæli Steingríms J. Sigfússonar þess efnis hvort búið væri að breyta Alþingishúsinu í lögreglustöð, þegar hann gekk í skála nýbyggingar Alþingishússins á sama tíma og örþreyttir lögreglumenn köstuðu þar mæðinni og nærðust áður en haldið var út í slaginn aftur.“
„Meðan þau ekki gera það þá er erfitt að gera sér grein fyrir afstöðu þeirra ef sambærileg staða kæmi upp aftur. Gleymum því ekki að það voru að lokum almennir borgarar sem snérust til varnar með lögreglunni við Stjórnarráðið, borgarar sem var farið að ofbjóða skrílslæti margra mótmælenda.“
Jón Gunnarsson lýsti mun nákvæmara uppákomunni og þætti Álfheiðar í sjónvarpsviðtali á ÍNN. RÚV hafði ma. að segja þegar málið kom fyrst til umfjöllunar á þingi.:
Þá er því einnig haldið fram að lögreglan hafi undir höndum gögn sem tengja ákveðna þingmenn enn frekar við mótmælendur eins og að lögregla hafi fundið farsíma eins þingmanns sem innihélt mikið af upplýsingum um samskipti við árásarmenn á þinghúsið.
Eiginmaður Álfheiðar var í lykilhlutverki í árás á lögreglustöðina þegar hann fór fyrir skrílnum og greiddi lausnargjald fyrir þann mann sem lögregla hafði tekið höndum og æstur múgur ætlaði að breyta þeirri ákvörðun með innrás í stöðuna undir hvatningarópum þingmannsins.
Lögreglumenn sendu frá sér tilkynningu.:
"Landssamband lögreglumanna fagnar framkominni þingsályktunartillögu sem miðar að því að rannsakaður verði meintur þáttur þingmanna í Búsáhaldabyltingunni.
Það er ekki síður fagnaðarefni að við slíka rannsókn verði gerður upp þessi kafli í þeim óeirðum sem urðu utan við Alþingi Íslendinga í kjölfar bankahrunsins og þeir einstaklingar, eftir atvikum, þá hreinsaðir af þeim ávirðingum sem fram hafa komið í fjölmiðlum, séu þær ekki á rökum reistar.
Það er með öllu ólíðandi, sé einhver fótur fyrir þeim fréttaflutningi, sem af málinu hefur verið, að þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi Íslendinga skuli hugsanlega hafa stuðlað að árásum á sjálft Alþingi. Árásum sem orsökuðu líkamstjón bæði lögreglumanna og starfsmanna Alþingis. Slíkar athafnir, séu þær á rökum reistar, eru bein árás á það þjóðskipulag sem hér ríkir."
Margir lögreglumenn slösuðust í árásunum og margir lífshættulega. Þeir eiga rétt á að því að sannleikurinn sé leiddur fram í dagsljósið hvort þingmenn Alþingis hafi beint fólki að veikum blettum í vörnum lögreglunnar og þá um leið skapað sér skaðabótaábyrgð þeirra sem slösuðust. Sé ekkert sem réttlætir það sem er fullyrt er um þátt Álfhildar og þá annarra þingmanna, hljóta viðkomandi að fagna tækifærinu og ættu ef að sakleysið er slíkt og þau segja að fara sjálf fram á nákvæma rannsókn, þvi óþverrastimpilinn verður ekki þveginn af þeim frekar en þá staðreynd að skiltaframleiðsla og geymsla þeirra þegar hlé var á óeirðum á skrifstofu Vinstri grænna verður ekki heldur orgaður niður eins og Skeggi óstöðugi og stóryrti/a/Álfheiður vilja reyna. Aðeins treggáfaðir fagna ekki slíku stórkostlegu tækifærinu að hreinsa af sér allan grun og ásakanir þeirra sem þær leggja fram.
Einhverra hluta vegna öskra aðilar eins og Skeggi (Álfheiður..???) og ýlfra af hræðslu við að sannleikurinn komi í ljós. Hverju veldur ... ???? - En auðvitað tryggja kommúnísk/fasísk stjórnvöld sig og sína.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 15:13
Ég er ekki Álfheiður. En ég stóð úti í mannþrönginni úti á Austurvelli þennan umrædda dag þegar Álfheiður gerðist sek um að standa úti í glugga og tala í síma.
Það var ekki verið að gera neina "árás" á þinghúsið, nema þú kallir það árás að fólk bankaði í glugga hússins með sleifum. Fólk vildi fyrst og fremst ná eyrum þingmanna.
Ég trúi því ekki að lögregla hafið "fundið farsíma eins þingmanns" og farið að rannsaka án dómskúrskurðar. Hvar þá? Inni í þinghúsinu? Hvernig gæti Jón vitað þetta? Er hann í beinu sambandi við rannsóknarlögregluna?
Þessi vaðall staðfestir enn betur að þetta er kjaftasaga og blautur draumur hægri manna.
Skeggi Skaftason, 7.10.2011 kl. 16:21
Stóð þarna líka og var í raun fyrstur til að leggja til að borgarar tækju þátt í að verja lögreglu og merkja sig appelsínugulu (lagði til að vísu gulu), og varð vitni að því hvernig borgaramótmælin í byrjun enduðu í stjórn VG - Samfylkingarinnar og stórfyrirtækis sem á hana og fjármagnaði batteríið sem vann á bak við tjöldin. Ég einfaldlega upplifði þetta á allt annan hátt en þú og ma. snarhætti við að kjósa VG eftir að hafa orðið vitni af því sem var í gangi og að helmingur hrunaflanna tækju aftur við stjórn landsins.
Þú ert augljóslega ekki í tilfinningalegu standi til að kynna þér gögnin sem þú laugst að ekki væru til, og heldur áfram sama vælinu. Líttu bara á það sem lögreglan hefur fram að færa sem hefur ekkert með pólitísk hemdaraðgerðir að gera. Þú hefur ekki minnstu hugmynd um hvað er satt eða logið hvað þetta varðar, einfaldlega vegna þess að þú ert ekki Álfheiður og varst ekki á staðnum. Sama á við mig. Þess vegna er mikið meira en sjálfsagt að nákvæm rannsókn fari fram og ekki síst fyrir þau "alsaklausu" eins og þú fullyrðir og hefur ekki minnstu hugmynd um. Og enn hefur ekki komið stafur frá þér hvers vegna þessir aðilar ættu ekki að fagna því að getað "hreinsað mannorð" sitt í stað þess að stór hluti þjóðarinnar líti á þá sem ómerkilegustu lygara og drullusokka..
Hvað er svona hryllilegt við sannleikann... ???
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 16:57
Æ rannsakaði þið þá bara, bæði Álfheiði og Bjarna Ben og alla aðra þingmenn sem hafa hvatt til mótmæla, helst bara alla þingmenn sem eiga farsíma, alla þingmenn sem hafa steytt hnefa, og sérstaklega alla þingmenn sem hafa staðið úti í glugga og ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að fela sig á bakvið gardínur. Rannsakið Dorritt.
Þau hljóta öll að vilja hreinsa sig. Let them bastards deny it.
Skeggi Skaftason, 7.10.2011 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.