7.10.2011 | 12:43
Ætlaði Sjálfstæðisflokkurinn að gera Steingrím J. að forsætisráðherra og Björn Val að sjávarútvegsráðherra?
Dv greinir frá því í dag að Tryggvi Þór hafi leitað til Björns Vals til að kanna möguleika á að VG hætti samstarfi við Samfylkinguna og mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks,Farmsóknarflokks og Vinstri grænna.Sagt er að Tryggvi hafi haft umboð frá Bjarna Benediktssyni,formanni Sjálfstæðisflokksins til að gera þetta.
Samkvæmt fréttinni var tilboðið fólgið í því að Steingrímur J.yrði forsætisráðherra og Björn Valur yrði sjávarútvegsráðherra.
Það er nauðsynlegt að forysta Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér yfirlýsingu hvort þetta er rétt eða ekki? Það er ansi erfitt að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn vilji sjá Björn Val,sem ráðherra og sitja íríkisstjórn undir forystu Steingríms J.
Við þurfum ekki á svona drullumixi að halda. Við þurfum nýjar kosningar og nýja ríkisstjórn í framhaldinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
OOOOh Björn Val sjávarútvegsráðherra?
Vildi hann ekki breyta kvótakerfinu??
Hann skyldi þá ekki vera að leika tveim skjöldum pilturinn sá?
Þetta plott er ættað frá AKUREYRI
Enginn þarf lengur að efast um hvernig átti að svindla á þjóðnni í ríkjandi ríkistjórn sem lét draga sig út í "sáttanefndina". Þetta er svo augljóst og KVÓTAPUKINN er eins og berrassaður að reyna að plotta gerninga sína. Hvílíkur asni! Er ekki best að taka af honum farsímann....
Ólafur Örn Jónsson, 7.10.2011 kl. 13:03
ÉG er viss um að Björn Valur er á snærum L.Í.Ú í stjórnmálum, og hver er ekki þarna líka svikarinn frá Ísafirði Kristján Þór Júlíusson með sínum vinum Guggan verður alltaf gul. Alveg get ég trúað þessu. Gott að það fór í loftið samt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 13:20
Uuh! Það er þá líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn kannist við fréttina, þótt sönn væri!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2011 kl. 13:25
Nei, en þeir gætu allavega reynt að mótmæla henni, en ef maður er með vonda samvisku þá vona menn bara að þetta fjari út án mikillar eftirtektar. Þannig er málið oftast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 13:33
Þetta gæti talist ágæt leið til að "bjarga" okkur frá ESB, ég segi það ekki. En svona þegar öllu er á botnin hvolft, þá held ég að ESB sé betra, raunar MUN betra en Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, fjandinn hafi það.
Sjáið þið ekki fyrir ykkur hvernig Framsóknarmenn myndu fara höndum, (reyndar öllum skönkum), um olíugróðan okkar, ef af því ævintýri yrði. Og sjáið þið ekki fyrir ykkur hvernig Sjálfstæðismenn myndu endanlega TRYGGJA einkavinum og innmúruðum allan kvótan í íslenskri landhelgi um aldur og ævi. Og gefa svo bankaræningjunum "sakaruppgjöf" í kaupbæti, þeir eru jú vanir því.
Dexter Morgan, 7.10.2011 kl. 21:11
Gleymdirðu ekki hrollvekjuflokki Jóhönnu næst að ofan?
Elle_, 8.10.2011 kl. 00:41
Ertu að meina mig Elle mín. Nei svo sannarlega þau eru svo yfirþyrmandi að það þarf ekki einu sinni að nefna þau.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 09:47
Sæll.
Ef satt reynist sýnir þetta vel hve slöppu fólki Sjálfstæðismenn hafa á að skipa, mér finnst það mikill dómgreindarbrestur að ætla sér að vinna með VG, afturhaldsflokki Íslands. Vonandi er þetta ekki satt. Svona lagað fælir mann enn frekar frá því að kjósa Sjallana enda hafa þeir færst alltof mikið inn að miðju stjórnmálanna undanfarið :-(
Helgi (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 10:12
Geturðu sett hér inn link á þetta Sigurður, ég hef verið að reyna að leita að þessari frétt en finn hana ekki á DV.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 11:02
Það á aldrei að trúa upplognu kjaftasögunum í sorpblaðinu DV. Blaðasnáparnir þar hafa sérstaklega laus tengsl við sannleikann.
Vendetta, 8.10.2011 kl. 12:06
Það væri samt gott að fá link á þessa frétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 12:23
Eg fekk mer helgarblað DV og las þessa umfjollun þar.
Sigurður Jónsson, 8.10.2011 kl. 12:29
Flott er, ég þarf þá að verða mér úti um Helgarblaðið, það er gott að hafa svona á prenti fyrir framan sig. Og ef ég sé síðan ekki að þetta sé borið til baka, verð ég að álykta sem svo að DVmenn hafi rétt fyrir sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 13:02
Nei, Ásthildur mín, meinti ekki þig, heldur manninn sem var næstur fyrir ofan mig. Hann fárast oft yfir Framsókn og Sjálfstæðisflokknum en sleppir hvað Versti Flokkur Jóhönnur er stórskaðlegur-skaðlegri-SKAÐLEGASTUR.
Elle_, 8.10.2011 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.