10.10.2011 | 12:41
Röng staðsetning og vitlaus hönnun ?
Það eru engar smá athugasemdir sem framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar hefur sett fram varðandi Landeyjahöfn. Röng staðsetning og vitlaus hönnun.Vegagerðin,Siglingastofnun og ráðherra hljóta að þurfa að gefa skýringar á þessu.
Ekki verður höfnin færð en framkvæmdastjórinn bendir á að hægt sé að gera úrbætur með því að lengja garðana.
Það hlýtur að vera krafa okkar allra að nauðsynlegar breytingar verði gerðar til að Landeyjahöfn geti þjónað landsmönnum. Til viðbótar hljóta stjórnvöld að taka ákvörðun um að útvega hentugra skip.
Landeyjahöfn á röngum stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Það hlýtur að vera krafa okkar allra að nauðsynlegar breytingar verði..." ekki gerðar fyrr en búið er að rannsaka þetta mál til botns og undirbúa og kynna nýjar hugmyndir í smáatriðum. Hvað kosta lengingin, sem Sigurður virðist fara fram á? Hvað kostar hentugra skip? Hvernig skip er það? Hvernig á að fá það? Hvar eru peningarnir? Hvað tekur allt þetta langan tíma? Nákvæmlega hverju, ef einhverju, breyta lengri garðar fyrir úthaldsdaga ferju, og hvað er því til sönnunar? Hvað á að verða um Herjólf, og hvers virði er hann? Svör óskast frá Sigurði, sem hlýtur að þekkja þau, fyrst hann álítur tímabært að setja fram kröfur sínar.
Skattgreiðandi (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 13:33
Djö, þeir hefðu bara átt að spyrja Landhelgisgæsluna hvar og hvernig ætti að byggja. Hversvegna lét siglingastofnun og vegagerðin framkvæma allar þessar verkfræðirannsóknir og hafstraums og aurburðaútreikninga til að ákvarða besta staðinn.
Ég get ekki betur séð enn að Landhelgisgæslan eða bara einhver gamall sjóari vissi hvar ætti að byggja, og jafnvel hvernig ætti að móta höfnina. Það er bara næsta sannað núna! LOL
Jonsi (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 15:07
" Hvað kostar hentugra skip? Hvernig skip er það? Hvernig á að fá það? Hvar eru peningarnir?"
Sleppa Vaðlaheiðagöngum. Vegurinn yfir heiðina er ágætur.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 17:12
Flestir eru sammála að Landeyjahöfn á að geta verið mikil samgöngubót fyrir Eyjamenn og aðra landsmenn. Gallinn er sá að höfnin er ekki klár og ekki er notað rétt skip til siglinga. Það var alltaf gert ráð fyrir að smíða þyrfti nýtt skip.Herjólfur er orðið gamalt skip. Sviðsstjórinn hjá Landhelgisgæslunni segir íMorgunblaðinu í dag að lengja verði garðana og sýnir myndir af görðum frá Hollandi og Danmörku. Auðvitað kostar þetta allt mikla fjármuni. Vegaframkvæmdir og göng hafa líka kostað mikla fjátrmuni. Vestmannaeyingar eiga fullan rétt á því að fá þjóðveginn sinn í lag. Talandi um peningaleysi hjá ríkissjóði vafðist það lítið fyrir Jóhönnu að setja 1,5 milljarð í Háskólann svona utanFjárlagafrumvarpsins.Samgöngur milli lands og Eyja verða að komast í lag.
Sigurður Jónsson, 10.10.2011 kl. 20:48
Mogginn setur 11. október meira en 20 milljarða króna verðmiða á það að lengja hafnargarðana. Engan hef ég séð ábyrgjast, að sú lenging dugi eða áætlunin standist. Og óhjákvæmilegt er engu að síður að kaupa nýtt skip.
Mér fannst í upphafi og finnst enn skynsamleg upp á stöðugar og slysalausar samgöngur að sigla áfram til Þorlákshafnar, með nýju, hraðskreiðu og öruggu skipi, jafnvel tveimur skipum, en fjárfesta ekki í neinu öðru. Sigurður segir satt, að Herjólfur er gamall.
Gjöf Jóhönnu til Háskólans felst í því að fóðra hundinn með sínum eigin hala: gefa skólanum af því, sem skorið hefur verið niður til hans. Vestmannaeyingar hafa ekki slíka rófu. Birgir segir að framan satt, að Vaðlaheiðargöngum má sleppa, og vegurinn yfir heiðina er ágætur, ef á annað borð er ferðaveður.
Skattgreiðandi (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.