Beðið eftir að gerðardómur klári að lesa 8000 blaðsíður. Vilji er allt sem þarf til að koma framkvæmdum á fullt segir Kristján Möller.

Fjölmennur fundur var haldinn áðan á vegum Sveitarfélagsins Garðs um stöðu avvinnumála á Suðurnesjum. Fundarboðið hafði yfirskritina,Hvenær fæ ég vinnu. Ágætar framsöguræður fluttu þingmennirnir Kristján Möller og Oddný G.Harðardóttir.

Fram kom á fundinum að enn er beðið niðurstöðu úr gerðardómi varðandi deilu um orkuverð.Pappírsflóðið er komið í 8000 blaðsíður. Kristján sagðist ímynda sér að deiluaðilar segðu eftir niðurstöðina, af hverju í óskupunum sömdum við ekki.Það bæri ekki svo mikið á milli.

Fram kom hjá Kristjáni Möller að næg orka væri til staðar fyrir álverið í Helguvík. Öll leyfi væru til staðar. Ragnar framkvæmdastjóri Norðuráls sagði að allt væri tilbúið frá þeirra hendi þ.m.t. fjármögnun. Framkvæmdin skapaði atvinnu  fyrir 1500-2000 manns.

Fundarmönnum var tíðrætt um það hvers vegna í óskupunum þingmennirnir létu Vinstri græna stoppa þessa framkvæmd. Stungið var uppá því að Kristján og Oddný styddu ekki fjárlagafrumvarpið nema  framkvæmd við álverið í Helguvík væri tryggð.

Kristján lagði áherslu á að  vilji væri allt sem þyrfti.Það vantar pólitíska forystu.

Sigurður Ingvarsson vakti athygli á því að fyrirtækjum hér færi fækkandi vegna erfiðleika og ghjaldþrota. Ef ekkert gerist alveg á næstunni í uppbyggingu sjá menn hvert stefnir hér á svæðinu.

Áhersla var lögð á að nú væri kominn tími til að horfa fram á veginn og hugsa í lausnum.Menn verða að vinna saman bæði sveitarstjórnarmenn og þingmenn kjördæmisins.

Þetta er ekki fyrsti fundurinn sem er haldinn hér á Suðurnesjum vegna ástandsins. Við skulum vona og treysta því að fundurinn hér í Garði í dag boði bjartari framtíð.

Oddný er formaður þingflokks Samfylkingarinnar og Kristján Möller formaður atvinnumálanefndar.Þau eru í lykilstöðu til að koma málum áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband