21.10.2011 | 22:11
Við vorum kosin til að koma Íslandi ESB segir Jóhanna. Voru Vinstri grænir kosnir til þess?
Jóhanna Sigurðardóttir segir á landsfundi Samfylkingarinnar að flokkurinn hafi verið kosinn til að koma Íslandi í ESB. Já, Jóhanna hefur túlkað það þannig enda snýst öll hennar vinna og tal um að afhenda Íslandi undir vald háu herrana í Brussel.
Hvernig ætli stuðningsfólki Vinstri grænna líði að heyra ESB ræðu Jóhönnu. Bjuggust kjósendur Vinstri grænna við því að helsta hlutverk vinstri stjórnarinnar yrði að vinna að inngöngu Íslands í ESB.
Aðalmál Vinstristjórnarinnar er að koma Íslandi í ESB. Vandi heimila og fyrirtækja er aukaatriði.
Það er ekkert skrítið að 66% stuðningsmanna Samfylkingarinnar geti hugsað sér að kjósa Guðmund Besta.
Mun klára aðildarviðræðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://eyjan.is/2011/10/21/afhjupun-gudna-ossur-og-strakaskarinn-hannar-flokk-gudmundar-besta/
Hér er álit Guðna Ágústssonar á flokki Steingríms. Plott frá Össuri segir hann. Þarna er maður með reynslu og innsýn í veröld pólitíkurinnar, það skyldi þó aldrei vera að Össur væri að gulltryggja framgang sinn með þessu brölti Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2011 kl. 22:33
Þetta er hárrétt hjá Jóhönnu. Ég kaus Samfylkinguna vegna þess. VG vissi þetta þegar þeir fóru í samstarf við Samfylkinguna. Annað sem væri hárrétt er að lýsingin á þér (Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-stjórnarmálum og blaðaskrifum) ætti að breytast er að þú er góður í að bulla
rafngudmundsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 23:16
Sæll Sigurður
Í ræðu sinni í kvöld nefndi Jóhanna að hún vildi sjá það gerast að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum á kjörtímabilinu. Það kemur varla á óvart og eru ekki nein tíðindi. Ég get ekki ímyndað mér að VG hafi ekki vitað af þessu.
Þú kýst að orða það með þeim hætti að Jóhanna vilji afhenda Ísland undir háu herrana í Brussel. Ég held að við sem erum hlynt aðild ef samningar verða hagstæðir lítum þannig á að okkur væri vel borgið í nánu samstarfi með þjóðum sem hafa lýðræði, mannréttindi og frið í hávegum. Þar sem ágreiningsmál eru útkljáð með samtali og samningum.
Að vandi fyrirtækja og heimila sé eitthvað aukaatriði er auðvitað klisja. Það er eðlilegt að skoðanir séu skiptar hvernig best væri að takast á við þau miklu vandamál sem við er að glíma. En það sér hver maður ( svo gripið sé í orðtak stjórnmálamanns sem hefur verið fyrirferðamikill) að stjórnvöld eru svo sannarlega að takast á við vandann. kv.
Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 23:40
Aðferðarfræðin við þessa samninga er nægir mér til að segja NEI!
Sigurður Haraldsson, 22.10.2011 kl. 00:00
flott svar hjá þér Kjartan - ég þarf að 'læra' þetta - EN stundum finnst mér bara nauðsynlegt að segja hlutina eins og ég sé þá
rafngudmundsson (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 00:33
Hárrétt hjá þér Sigurður. Ég, t.d. kaus VG af því að ég vildi EKKI ESB. En þeir hafa svikið mig og þúsundir annara kjósenda VG. Þeim verður refsað í næstu kosningum, það er á hreinu.
Dexter Morgan, 22.10.2011 kl. 00:57
flott hjá Dexter Morgan - nafnlaus eða er hann kannski Sigurður Jónsson. hvað veit ég
rafngudmundsson (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 01:09
allavega nóg af bullerum hérna
rafngudmundsson (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 01:10
Þegar rök þrýtur þá er gripið til skítkastsins ekki satt Rafn Guðmundsson?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 01:35
ja - svara þú - þú ert snillingur í því
rafngudmundsson (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 02:02
að hafa álit/trú á GÁ segir meira en nóg
Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:19
Ertu að tala til mín?
Hér er mín sýn á ræðu dagsins. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1199540/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 02:20
já - sýn er bara 'in the holders eyes'
Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:32
og svo hef ég séð blogg frá þér og að mínu mati er það .........
Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 02:33
Jamm ég hef aldrei séð blogg frá þér svo ég er ekki dómbær á þau, en ef þau eru eftir þessu bulli þínu hér þá er nú ekki eftir miklu að slægjast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 02:46
spurnig hvar 'bullið' er
Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 03:04
Já þú ert að tala um bullið ég bíð eftir svari um hvar það er?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 03:13
búinn að svar nokkrum sinnum - kannski er þetta óþægilegt og eyða ....
Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 03:50
Það er greinilegt að Rafn Guðmundsson er orðin jafn hræddur og Jóhanna uim þessa ESB umsókn...
Jóhanna virðist gera sér grein fyrir því að ef það næst ekki að klára þetta ESB fyrir næstu kosningar þá verður þessar ESB umsókn kastað út á hafsauga...
Jóhanna Sigurðardóttir er greinilega veruleikafyrrt og spurning hvort hún er komin með elliglöp ofaná...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.10.2011 kl. 08:38
Aukinn jöfnuður bætir heilsu
Þá sagði Jóhanna að með auknum jöfnuði ykist traust og samstaða fólks í samfélaginu.
„Glæpum mun fækka, streita mun minnka, geðsjúkdómar, hjartasjúkdómar, vímuefnaneysla, næringarvandamál og fleiri þekkt einkenni velmegunarsamfélags munu minnka samhliða auknum jöfnuði.
Þetta er náttúrulega skelfilegt. Þetta er það sem kosið hefur verið til valda. Fólk sem vinnur að því að ræna fólk velmegun, og kallar það velferð!
ESB umsóknin er bara hluti af því. HJÁLP!
jonasgeir (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 09:09
Hvað sem tautar og raular hér um Jóku, ESB og Vg, þá er það spegilljóst að Rafn Guðmundsson er gott efni í þingmann.
Guðmundur Björn, 22.10.2011 kl. 21:05
Yfir helmingur VG sveik kjósendur illilega og voru gólftuska Jóhönnuflokksins. Það líkar Jóhönnu, eðlilega, Jóhanna fékk það sem JÓHANNA VILDI, EN EKKI LENGI, RAFN GUÐMUNDSSON.
Elle_, 24.10.2011 kl. 21:12
KJARTAN ÖRN skrifar um lýðræði í Brusselveldinu. Hvaða lýðræði? Og hárrétt hjá Sigurði, Jóhanna og co. ÆTLA sannarlega að afhenda fullveldi landsins erlendu veldi og með ólýðræðislegu valdi. En mun MISTAKAST HRAPALLEGA.
Elle_, 24.10.2011 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.