Í hvaða kommaleik er Már Seðlabankastjóri?

Fáir botna í Seðlabankastjóra að taka þá ákvörðun að hækka stýrivestina. Már segir nauðsynlegt að slá  á þensluna. Hvaða þenslu? Almenningur á í stökustu vandræðum með að ná endum saman,þannig að allar tölur sýna samdrátt en ekki þenslu.

Framkvæmdir eru í söguælegu lágmarki, þannig að ekki er hægt að tala um þenslu þar. Stopp stefna Vinstri grænna ræður ríkjum.

Er líklegt að vaxtahækkun auki vonir manna um auknar fjárfestingar og framkvæmdir. Svarið er nei.

Er Már Seðlabankastjóri í bandalagi með afturhaldsöflunum í VG að hér megi engin atvinnuuppbygging eiga sér stað. Að það sé bannorð að launþegar landsins nái að rétta sinn hlut.

Er ekki nóg komið af kommaleiknum í landinu?


mbl.is Vaxtahækkun seinkar verðmætasköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður.

Í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands eru: Þórarinn G. Pétursson, Anne Sibert, Már Guðmundsson formaður, Arnór Sighvatsson og Gylfi Zoëga.

Það er þessi nefnd sem tekur ákvörðun um stýrivexti. Ég efast um að þetta góða fólk sé í einhverju bandalagi við einhver öfl í samfélaginu eða standi gegn því að launþegar landins nái að rétta hlut sinn.

Það er eðlilegt að hafa aðra skoðun en að vera með dylgjur um að eitthvað misjafnt búi að baki finnst mér ekki drengilegt.

Og það veit ég, Sigurður, að þú ert drengur góður þó að ekki séum við sammála. Okkur greinir á um margt en það er allt í góðu lagi. kv.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 10:51

2 identicon

Már notaði líkindamál og var afar skáldlegur í tali sínu um sjúklinginn.

Á miðöldum var vaninn að taka sjúku fólki blóð, til að draga út illa anda og fleira í þeim dúr.  Eftir því sem sjúklingurinn varð veikari, því meira blóð var tekið.

Þetta virðist vera stefna Más og Co., sem eru greinilega ekki í neinu sambandi við raunveruleikann.

Valgeir Hallvarðsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 12:21

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Sigurður, það ekki nokkur maður eða stjórn að spá í vonir manna hér, bankaránið heldur bara áfram eins og stemmt var að og stoppar ekki fyrr en búið er að hreinsa út öll verðmæti í landinu. Þetta vita þeir sem vilja vita.

Eyjólfur Jónsson, 3.11.2011 kl. 14:14

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Heill og sæll Kjartan Örn. Tek undir með þér að ekkert er athugavert við að vera ekki sammála. Hvað á maður eiginlega að halda með  þessa ákvörðun Seðlabankans. Fyrir utan bankann er vandfundinn sá maður sem sér rökin fyrir þvi að hækka núna.

Sigurður Jónsson, 3.11.2011 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband