Sjálfstæðisflokkurinn á möguleika á miklli fylgisaukningu.

Það er fagnaðarefni að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Það er hreint og beint nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá Hönnu Birnu fyrir formann. Hanna Birna hefur sýnt það í störfum sínum að hún stendur fyrir önnur vinnubrögð en tíðkast hafa um langa hríð. Sjónarmið Hönnu Birnu eiga miklu fylgi að fagna meðal almennings,sem vill sjá ný vinnubrögð í stjórnmálum. Hinn gamalreyndi ritstjóri Styrmir Gunnarsson hefur sagt að átti stjórnmálaflokkarnir sig ekki á nýjum tíma og að auka verði lýðræðið með beinni þátttöku allra flokksfélaga sé tími þeirra liðinn. Sjálfstæðismenn eiga því að hlusta á Hönnu Birnu. Bæði Samfylkingin og Vinstri grænir hafa áfram valið til formennsku fulltrúa sem tilheyra foringja-og flokksræðinu.

Nú reynir á þá fulltrúa sem kosnir eru á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ætla þeir að grípa tækifærið sem nú gefst til að hefja stórsókn undir forystu Hönnu Birnu eða ætla landsfundarfulltrúar að hjakka áfram í sama farinu.

 


mbl.is Hanna Birna býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben er ekki nógu traustur og ég sem Sjálfstæðismaður gleðst yfir að Hanna Birna ætlar að gefa kost á sér til Formensku..

Vilhjálmur Stefánsson, 3.11.2011 kl. 21:11

2 identicon

Hanna Birna er allavega ekki að slá úr og í hún tók Sigmar gjörsamlega í nefið í Kastljósinu í kvöld, gaf það í skyn að ESB aðild væri ekki skiptimynt handa Samfylkingu né skattahækkanir handa VG og það væri alveg hægt að var utanþings formaður Sjálfstæðisflokksins það væri margt þarfara að gera en rífast við Jóhönnu og Steingrím í þinginu,  flott Hanna Birna.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 21:31

3 identicon

Sæll.

Lítum á málefni en ekki menn. Hver er afstaða HB til ESB? Hver er afstaða HB til skatta? Hver er afstaða HB til stóriðju? Finnst HB ríkisvaldið of lítið, of stórt eða hæfilega stórt? Hún þarf að gera skýra grein fyrir afstöðu sinni í málum sem þessum svo landsfundur viti hvað í boði er.

Ég held að afskaplega fáir viti fyrir hvað þessi ágæta kona stendur. Hún sagðist stolt af því fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að leggja opinbert fé í Hörpuna. Ekki finnst mér það bera vott um virðingu fyrir því skattfé sem slitið er af landsmönnum.

Á hinn bóginn hefur BB staðið sig þannig að hann verður að fara, þegar flokkurinn rétt slefar yfir 30% þegar versta ríkisstjórn landsins situr er eitthvað mikið að. Með BB í fararbroddi verður ekki hægt að gagnrýna stjórnina fyrir Icesave klúðrið í næstu kosningum. Hann verður að fara.

Helgi (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 23:24

4 identicon

Bjarni er bæklaður skipstjóri á brotinni byttu með sýkta áhöfn, nýr hraustur og heilbrigður skipstjóri er vonandi líklegur til að endurbyggja skútuna og lagfæra heilsufar áhfnar og koma fleyinu á fljúgandi siglingu, Vonandi er Hanna Birna nýji skipstjórinn. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 07:45

5 identicon

Samkvæmt Gallup mælast Hrunflokkarnir með 36 og 15,5% fylgi. Eða samanlagt yfir 50%.

En auðvitað eru þessar tölur tómt bull. Ég fullyrði þetta, þar sem ég vil ekki trúa því að hér á klakanum sé enn “collective madness” grasserandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 11:19

6 identicon

Sammála að gaman væri að sjá Hönnu Birnu koma hreifingu á hlutina. 

Ég myndi kjósa hana.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 16:24

7 identicon

Engin veit hvað er her grasserandi !!.....En mer heyrist það standa til bóta hja þeim semskrifa her :(  

Ransý (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband