Þingmenn óttast ný og breytt vinnubrögð.

Það kemur sko alls ekki á óvart að meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins ætli sér að styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum. Hanna Birna hefur boðað ný og breytt vinnubrögð nái hún kjöri. Það getur hinn gamaldags og íhaldssami meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins alls ekki hugsað sér.

Það sýndi sig best í Icesave málinu að meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins er alls ekki í takt við grasrót flokksins. Hvernig gat meirihluti þingflokksins tekið ákvörðun um að styðja Icesave samninginn,sem var þvert á samþykkt síðasta landsfundar. Það sýndi sig líka í skoðanakönnunum að 70-80% kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru á annarri skoðun en þingflokkurinn.

Sjálfstæðisflokkurinn fær á landsfundinum nú í nóvember einstakt tækifæri til að hlusta á grasrótina með breyttum vinnubrögðum. Þjóðin þarf á því að halda. Það hefur sýnt sig að gömlu vinnubrögðin sem við trúðum svo mörg á hafa ekki dugað og munu ekki duga.

Með því að velja Hönnu Birnu til forystu skapast einstakt tækifæri til að hefja nýja sókn. Í næstu Alþingiskosningum þarf svo að velja að stórum hluta nýtt fólk í forystu á framboðslistum. Þannig mun Sjálfstæðisflokkurnn ná sínum fyrri styrk.

 

 


mbl.is Bjarni með stuðning meirihluta þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er auðvitað eitthvað bogið við það þegar nánast allir þingmenn stjórnmálaflokks hundsa ályktanir flokksins síns, það er líka svolítið ambögulegt þegar fólk sem hefur boðið sig fram á lista tiltekins flokks og kjósendur flokksins hafa greitt flokknum en ekki einstökum þingmönnum athvæði sitt að þá get þingmenn yfirgefið flokkinn og farið í annan sitjandi á athvæðum greiddum af kjósendum sem myndu aldrei styðja flokkinn sem þingmaðurinn flutti sig í, það er vonandi að nýr formaður beiti sér fyrir leiðréttingum á svona hlutum þau rök að þetta sé þingmanninum í sjálfvald sett eru engin rök í sjálfu sér meðan kosnir eru listar en ekki persónur hlýtur listinn að eiga þingsætið ekki einstakur þingmaður.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 15:14

2 identicon

Fram að þessu hefur Hanna Birna ekkert sagt, sem dregur úr trúverðugleika hennar. Þess vegna virðist mega taka undir hvert einasta orð í þessum pistli.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 21:53

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Bjarni Vafningur og fyrrverandi stjórnarformaður gjaldþrota fyrirtækjana, N1 og BNT, skortir trúverðugleika. Þessvegna held ég Hanna Birna vinni þetta.

Það skemmir líka fyrir Bjarna að Tryggvi Þór hefur lýst yfir stuðningi við hann. Ef Bjarni hefði verið sniðugur, þá hefði hann borgað Tryggva smá aur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu.

Guðmundur Pétursson, 6.11.2011 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband