6.11.2011 | 14:18
Agnes og Tryggvi Þór eiga ekki Sjálfstæðisflokkinn.
Hvað er eiginlega athugavert að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geti haft val um það hver gegna á formennsku í flokknum. Þeir sem telja að þeir einir hafi vit og eigi flokkinn láta nú í sér heyra.Agnes Bragadóttir hamast gegn Hönnu Birnu í Moggagrein og Tryggvi Þór sér engan tilgang með framboði Hönnu Birnu.
Varla búast þau við að Hanna Birna komi fram á sviðið og tali fyrir allt annarri stefnu en Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað sér. Hanna Birna hefur einmitt sagt að formaður og þingflokkur eiga að framfylgja þeirri stefnu sem lansfundur markar. Rétt að spyrja hvort Bjarni og Tryggvi Þór hafi gert það t.d. í Icesave.
Auðvitað snýst formannskosningin fyrst og fremst um það hvern við viljum hafa í brúnni. Ég er einn af þeim sem hef meiri trú á að Hanna Birna innleiði ný og breytt vinnubrögð í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef meiri trú á að Hanna Birna nái frekar að koma boðskap Sjálfstæðisflokksins á framfæri heldur en Bjarni Benediktsson. Ég hef trú á því að Hanna Birna geti gert mikið gagn fyrir Ísland nái hún formennsku og verði leiðtogi í næstu ríkisstjórn.
Bæði Bjarni og Hanna Birna eru glæsilegir stjórnmálamenn. Það hlýtur að vera mikið styrkleikamerki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að geta valið milli svo hæfileikaríkra stjórnmálamanna. Þó ég hafi meiri trú á Hönnu Birna líkar mér mjög vel við Bjarna.
Sér engan tilgang með framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjarni Vafningur og fyrrverandi stjórnarformaður gjaldþrota fyrirtækjana, N1 og BNT, skortir trúverðugleika. Þessvegna held ég Hanna Birna vinni þetta.
Það skemmir líka fyrir Bjarna að Tryggvi Þór hefur lýst yfir stuðningi við hann. Ef Bjarni hefði verið sniðugur, þá hefði hann borgað Tryggva smá aur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu.
Guðmundur Pétursson, 6.11.2011 kl. 15:36
Tryggvi þór Herbertsson hefur svo sem ekki sýnt neitt sérstakta hæfni til þingmennsku í viðbót við vafasama fortíð þá mætti ætla að hann sé að reyna að klóra í bakkan til að halda sér inni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 17:17
Gaman væri að vita hvar þeir, sem nú hamast gegn vali á milli tveggja frambjóðenda, stóðu 1991 þegar Davíð Oddson sem ekki sat á þingi en átti að baki góðan feril í borgarstjórn Reykjavíkur, auð sig fram á móti sitjandi formanni.
Ómar Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 17:31
Eins og Ómar bendir á hér að ofan, er engin nýjung að kandídat til flokksformannsembættis sitji ekki á þingi. Auk Davíðs var Ingibjörg Sólrún einn slíkur.
Reyndar hef ég aldrei skilið að það sé höfuðkostur flokksformanns að hafa þingreynslu. Heilbrigð skynsemi, vilji og geta til þess að framfylgja stefnu viðkomandi stjórnmálaflokks ætti að duga.
Kolbrún Hilmars, 6.11.2011 kl. 17:50
Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins eru ALLIR landfundarfulltrúar (formlega heimild til setu) kjörgengir og í raun í framboði til formanns. Á síðustu landsfundum hafa fundarstjórnendur túlkað þetta mjög svo sérstaklega og raunar alltaf verið ákveðið hverjir eru í framboði. Þannig þarf það alls ekki að vera. Ég býst, til dæmis við miklu fylgi við mig þó ég eigi ekki heimangengt á fundinn. Vonandi koma fleiri fram sem vilja takast á við vandamálin og öll skemmtilegu málin. Annars eru allir þessir flokkar og formenn, og hvað þetta heitir, að syngja sitt síðasta, ef þeim tekst ekki að vinna traust. Stjórnmál snúast einmitt um raunverulegt traust en ekki lýðskrum. Og ekki um syndir feðranna eða afglöp annarra.
Sigurjón Benediktsson, 6.11.2011 kl. 19:05
Hmmm..man einhver eftir Mishkin skýrslunni? Hvers vegna ætti einhver að taka alvarlega það sem kafbáturinn Tryggvi Þór segir? Fáir hafa fyrirgert mannorði sínu meira en hann í allri hrunsögunni, svo það er mikill Bjarnargreiði fyrir Bjarna að fá hann sem málsvara og stuðningsmann. Það eitt fær mig til að taka afstöðu með Hönnu.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 19:39
Ekki nóg með það...á meðan menn eins og Tryggvi eru í innsta hring sjálfstæðisflokksins, þá mun ég aldrei svo mikið sem hugleiða að gefa honum atkvæði mitt.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 19:41
En ég skil ekki mikilvægið sem lagt er í FORMANN stjórnmálaflokks. Er ekki nóg komið af foringjum og formannaræði? Viljum við ekki minnka eða sleppa flokksræði og foringjaræði? Viljum við ekki frekar lýðræði en foringjaræði innan flokka? Væri ekki Pétur Blöndal annars hæfari en hin sem um er rætt?
Elle_, 6.11.2011 kl. 22:44
Sæll.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að moka flórinn, það gengur ekki að vera með TÞH þarna innanborðs eftir Mishkin klúðrið. Fleiri dæmi mætti tína til. Hann taldi líka ekkert því til fyrirstöðu að við borguðum Icesave III. Menn sem gera stöðugt alvarleg mistök eiga að finna sér eitthvað annað að gera. Kannski Tryggvi sé hræddur um að hætt verði að hlusta á hann ef nýr formaður tekur við? HR sá ástæðu til að gera hann að hagfræðiprófessor, best væri sennilega að hann sneri sér að því aftur eftir glæsilegan feril í bankanum og á alþingi. Einnig verður flokkurinn að vera valkostur fyrir þá sem vilja ekki ESB.
Ég get ekki sagt að ég sé aðdáandi HB en BB er svo lélegur og svo mikill vingull að hann verður að fara. Flokkurinn rétt slefar yfir 30% fylgi á meðan lélegasta stjórn landsins frá upphafi situr. BB rekur bullið í stjórnarliðum ekki öfugt ofan í þá þó hann vinni beinlínis við það. Svik hans í Icesave eiga einnig að verða honum og meðreiðarsveinum hans dýr, það mál er svo stórt. Svo á BB að heita lögfræðingur en ekki virðist hann skilja haus né sporð á Icesave deilunni.
HB verður hins vegar að koma hreint til dyra og gera lýðum ljóst hvað hún stendur fyrir, hvað ætlar hún að gera varðandi alltof stórt ríkisbákn? Á að lækka skatta? Hve mikið?
Ég held þó að ef hún nær kosningu sem formaður, sem ég vona, muni fylgi Sjallanna aukast verulega og vonandi mun HB taka til í flokknum. Moka þarf flórinn.
Helgi (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.