Tveir nýir stjórnmálaflokkar?

Eins og staðan er núna í pólitíkinni virðist flest benda til þess að tveir nýir stjórnmálaflokkar verði til á næstunni. Fyrir liggur að Guðmundur Steingrímsson í samstarfi við Besta flokkinn munu mynda nýjan stjórnmálaflokk.Einnig kom það alveg skýrt fram hjá Lilju Mósesdóttur í Silfri Egils í gær að hún er á fullu að undirbúa stofnun nýs flokks.

Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála og velta fyrir sér hvaða áhrif þessi nýju öfl munu hafa á gamla fjórflokkinn. Guðmundur Besti boðar miðjuflokk,sem aðallega ætlar að berjast fyrir inngöngu Íslands í ESB. Samkvæmt skoðanakönnunum nú mun þetta framboð taka mest frá Samfylkingunni enda um hreinan systurflokk að ræða. Margir vilja halda því fram að helsti plottmeistari landsins Össur Skarphéðinsson standi á bak við hugmyndina hjá Guðmundi Besta. Það er allavega alveg ljóst að þessi flokkur á ekki að vera fíflaflokkur ens og hjá Jóni Gnarr geimveru.Auðvitað mun það fara mikið eftir hverjir skipa forystuna hvort flokkurinn bær forystu.

Lilja Mósesdóttir hefur verið mikil baráttukonu fyrir illa stödd heimili landsins og bent á ýmis úrræði, sem fyrrum félaga hennar í Vinstri grænum hlustuðu ekki á. Samkvæmt því sem fram kom hjá Lilju í gær hefur hún legið yfir stefnumálum allra stjórnmálaflokkanna og hyggst taka það besta úr stefnu hvers um sig og gera að sínum hjá nýja framboðinu. Spurning hvort það skilar henni atkvæðum.

Eitt er alveg ljóst að gífurleg þreyta er hjá mörgum og vonleysi með gömlu flokkana í þeirri mynd sem þeir eru nú. Auðvitað hafa þeir möguleika á að stooka upp spilin. Reyndar kom í ljós eftir landsfundi Samfylkingar og Vinstri grænna að þar er allt við það sama. Gömlu lummurnar enn boðnar á borð. Sömu gömlu þreyttu andlitin sitja áfram sem formenn flokkanna. Það eru því ekki miklar líkur á að þessir flokkar nái til kjósenda.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er framundan. Þar gefst gott tækifæri til sýna landsmönnum á spilin sem flokkurinn vill nota inní franmtíðina. Þar gefst einnig tækifæri til að velja formann,sem boðar ný og breytt vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn getur náð sínum fyrr styrk ef rétt er spilað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband