10.11.2011 | 11:39
Svört hagspá fyrir ESB.Ætlar Samfylkingin að halda áfram með ESB vitleysuna?
Samdráttarskeið blasir við í ríkjum ESB. Þrátt fyrir þessa staðreynd hamast Jóhanna og Össur við það að koma Íslandi í þetta bandalag. Breytir engu fyrir Samfylkinguna þótt allir aðrir sjái vitleysuna.Samfylkingin ætlar áfram að stinga hausnum í steininn eins og Vigdís Framsóknarþingmaður orðar það.
Ætla þingmenn Vinstri grænna virkilega að bera ábyrgð á því að við keyrum áfram á fullu aðlögunarferlið í ESB. Væri nú ekki ráð að hætta þessum skrípaleik og draga umsóknina til baka.
Svört hagspá fyrir ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður
Í ESB eru 27 sjálfstæðar þjóðir sem hafa valið að starfa saman í þeim tilgangi að viðhalda friði, lýðræði og mannréttindum. Þar er í hávegum fjórfrelsið sem fjallar um frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns um landamæri þeirra. Allt þetta samstarf byggir á því að viðhalda friði svo að venjulegt fólk geti lifað án ótta við styrjaldir og ófrið milli ríkja í Evrópu.
Mér finnst það algjörlega þeirrar vegferðar virði að vera með í þessu samstarfi. Ég veit að ekki eru allir á sama máli - en þá þarf að taka umræðuna og leita samninga sem verða lagðir fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar. Í mínum huga verður það aldrei skrípaleikur.
Og að lokum þá erum við ekki á fullu í "aðlögunarferli." Það eiga sér stað aðildarviðræður. kv.
Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 14:58
Ég held að betra sé að þjóðin kjósi um þetta mál, þá vita menn hvað fólk vill og þá er það bara búið spil!Samfylkingin virðist hafa efni á eyða peningum í þetta, það er gott að vita að nóg er til af peningum!!
Eyjólfur G Svavarsson, 10.11.2011 kl. 15:12
Þjóðin kýs um málið... hættu að blanda stjórnmálaflokkum í þá staðreynd
Jón Ingi Cæsarsson, 10.11.2011 kl. 17:45
aðlögunarferli.... kjánalegt... Þegar Ísland gerðisti aðili að EES undir forustu Jóns Baldvins og Davíðs Oddss tókum við upp 75 -80% af samþykktum ESB. Það er ekkert að aðlaga...við erum klár inn þegar samningur verður til og settur í þjóðaratkvæði
Jón Ingi Cæsarsson, 10.11.2011 kl. 17:47
Kjartan! Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að nefna ESB og lýðræði í sömu setningunni? Ef framkvæmdin á stefnumiðum ESB væri í lagi þá væri sambandið í lagi líka en þeir hafa nánast klúðrað öllu sem þeir hafa komið nálægt þ.m.t. fjármagsnmarkaðnum, atvinnumarkaðnum, Schengen, lýðræðinu sem þeir hika ekki við að troða ofan í svaðið fyrir eitthvað æðra markmið o.s.frv.
Fögur orð duga mér því miður ekki.
Björn (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 23:46
@Jón Ingi: Hvaðan færð þú þessar tölur um 75-80%. Heimild? Þangað til þú kemur með einhverja trúlega heimild er þetta bara innantóm fullyrðing.
@Kjartan: Við erum í aðlögunarferli, við eigum að taka upp regluverk ESB. Hvernig stendur á því að þú veist það ekki? Það verður ekki samið um undanþágur eins og Fuhle reyndi að benda Össuri blöðrusel á nýlega. Kynntu þér staðreyndir. Aðild að ESB er framsal á sjálfstæði. Erum við t.d. að ræða beint við Skota í makríldeilunni? Nei, því þeir ráða ekki þessum málum sjálfir. Fjórfrelsið er nú gott svo langt sem það nær en vandinn er auðvitað sá að Evrópa er langt frá því að vera einsleitin. A-Evrópa er á allt öðrum stað en V-Evrópa af augljósum ástæðum, ríkari hluta álfunnar er gert að moka peningum í þá fátækari. Það getur ekkert mennskt stöðvað þúsundir Pólverja, Ungverja eða Rúmena að setjast hér að ef þeim sýnist svo og þiggja atvinnuleysisbætur án þess að leggja neitt til í þessa sjóði. Kerfi sem sett er upp þarf að vera sjálfbært, spurði bara forkólfa lífeyrissjóðanna. Snillingarnir í ESB hafa ekki hugmynd um hvernig verðmæti verða til eða hvað þarf til að fyrirtæki ráði fólk eða hvað veldur atvinnuleysi eins og hefur sést á atvinnuleysistölum þar áratugum saman. Við munum þurfa að borga með okkur í ESB. Heldur þú líka að vandræði Spánverja, Portúgala, Ítala og Grikkja séu bara þeim að kenna? Dettur engum í hug að evran sé að stórum hluta til orsök vandræða þeirra? Skilur enginn að það er lífsspursmál fyrir Þjóðverja að halda þessu evruævintýri áfram? Veistu af hverju?
@Sigurður J: Ég sá einhvers staðar að Vg og Sf hefðu gert með sér þegjandi samkomulag sem gengi nokkurn veginn út á að Vg truflaði ekki ESB ferlið á meðan Vg fengi að stöðva alla stóriðju. Rímar þetta ekki bara prýðilega við veruleikann?
Helgi (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.