Kötturinn hefur níu líf segir Jóhanna en hvað með vinstri stjórnina?

Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar er mikil áhugamanneskja um ketti. Hún heldur varla mikilvæga ræðu án þess að minnast á ketti. Frægt varð þegar hún líkti hluta þingmanna vinstri grænna við villiketti. Sumir villikettirnir yfirgáfu VG en einn var tekinn í fóstur á stjórnarheimili Jóhönnu.Það hefur reynst erfitt að breyta Ögmundi í þægan heimiliskött. Ögmundur fer sínar eigin leiðir og spyr hvorki Jóhönnu eða Steimngrím J. Ögmundur fór létt með að sparka Núbó greyinu í burtu. Nú er Kínverjinn sprunginn og segist ekkert lengur vilja með Ísland hafa.

Nú berast fréttir að annar villiköttur hafi sýnt sitt rétt andlit,þannig að hárin rísa fressinu. Jón Bjarnason fer líka sínar eigin leiðir og talar ekki við einn eða neinn nema kannski fyrrverandi formann Frjálslyndra,sem Steingrímur J. lofaði góðri vinnu í ráðuneyti sjávarútvegsmála.

Jón hendir sínu eigin kvótafrymvarpi á borðið. Allt verður vitlaust, ekki bara á kærleiksheimili Jóhönnu í Samfylkingunni heldur einnig í Kattholti Steingríms J.

Jóhanna sagði í kvöld spurð um það hvort vimstri stjórnin lifði þetta af að kötturinn hefði níu líf.

Já,það er spurning hvort vinstri stjórnin hefur fleiri líf en kötturinn. En það hriktir í samstarfinu svo mikið er víst. 


mbl.is Ráðherrastóllinn ruggar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Sigurður 

Mér sýnist að fressin vilji ekki hlusta á læðuna þó læðan eigi að stjórna þá er hún eingin stjórnandi

til að stjórna villtum fressum nema steinfressi sem liggur í bóli læðunnar og malar af mikilli ást til hennar nú er komin tími  að steinfressi semji nían kafla í leikrit læðunnar svo  hægt verði að halda út tímabilið og geta séð sólsetrið að þeim tíma liðnum.En verður það nóg það held ég ekki,en ég held og vona að það slitni upp úr hjá læðunni og steinfressi.  

Jón Sveinsson, 27.11.2011 kl. 22:04

2 identicon

Ef stjórnin fellur, verður það ekki út af braski Huangs eða umræðugrundvelli frá starfshópi um sjávarútvegsmál, sem hvorugt er verulega bitastætt málefni. En Samfylkingin telur sig geta notað þetta sem einföld og sláandi kosningamál, að hún berjist fyrir atvinnusköpun og erlendri fjárfestingu en á móti kvótakerfinu og sægreifum. Þess vegna ofleikin og ofsafengin viðbrögð. Raunveruleg ástæða fyrir stjórnarslitum yrði hins vegar, að fjármál ríkissjóðs og afgreiðsla fjárlaga eru í köku, sem er erfiðara að leggja á einfaldan hátt fyrir kjósendur en fría sig samtímis ábyrgð á. Og sjálfsagt er eitthvert plan B í bakhöndinni, að gera í nýrri ríkisstjórn formlega hlé á ESB-ferlinu en halda samt áfram vinnu við það. Stjórnarandstaðan hefur boðið upp á slíkt baktjaldamakk með því að krefjast hlés á viðræðum en ekki þess, að umsóknin verði dregin til baka. Áætlunin yrði þá að snúa enn einu sinni á kjósendur.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 02:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ætli 17. desember væri ekki bara góður dagur til að slíta þessu?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 20:07

4 Smámynd: Elle_

Kisuleg saga.  Tíminn mun koma.  Við bíðum spennt eftir að húsráðendum kærleiksheimilisins verði komið fyrir kattarnef. 

Elle_, 29.11.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband