Forgangsröðun norrænu vinstri velferðarstjórnarinnar, hressilegur niðurskurður til heilbrigðismála en 37 milljón króna aukning vegna aðstoðarráðherra.

Hún er einkennileg forgangsröðunin hjá vinstri stjórninni,sem kennir sig við norræna velferð. Skorið er niður og enn meira skorið í framlögum til heilbrigðismála og á fleiri sviðum velferðarmála. Á sama tíma að vinstri stjórnin sendir frá sér þessi skilaboð er hún að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra. Gert er ráð fyrir aukningu á framlögum vegna aðstoðarráðherra um 37 milljónir króna. Það hefðu fáir trúað því fyrir nokkrum árum að svona nokkuð myndi gerast undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttir, sem árum saman hefur spiolað sig sem sérstakan fulltrúa og baráttukonu fyrir velferðarmálum. Nú telur hún meiri þörf á að fjölga aðstoðarráðherrum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er ekki af þeim skafið "verkalýðshreyfingunni" sem alltaf hefur barist fyrir þá sem lágu launin hafa og einstæðar mæður/feður, öryrkja, ellilífeyrisþega o.s.frv.

Jóhanna hefur ekkert gefið Davíð Oddsyni eftir með ömmusögur allavega svona framan af þingsetu hennar.

Að þetta fólk sem hefur komist inn á alþingi undir þessum merkjum. "Barátta fyrir bættum kjörum."

Taka síðan mest af þeim sem minnst hafa á milli handanna.

50% skerðing á umsömdum bótum hjá öryrkjum. Ekki veit ég hversu mikið hjá gamla fólkinu er tekið, en þar er engin umhyggja heldur. Ekki á ég von á því.Hvað á að skera mikið niður í heilsugæslu. Heyrði því fleygt að loka ætti nýrri heilsugæslu á suðurlandi, sem nýbúið sé að opna.

Hversu miklu er hækkun til sendiráða erlendis, þar sem í raun og veru ætti að minnka um 2/3 Nei, ég segi eins og móðir mín sagði fyrir 60 árum: "Ég veit alltaf hvar ég hef Íhaldið, en kratarnir þeir eru sleipari en áll." Ég vil líka taka því fram að hún var kommi fram í fingurgóma og hélt að Stalin færi í dýrlingatölu. Hún væri sjálfsagt ekkert hissa á Jóhönnu í dag

en vinstri blóðsugurnar ætti hún erfitt með að átta sig á.

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 19:20

2 identicon

Sæll.

Ekki gleyma 77 aðstoðarmönnum þingmanna sem sitja sjálfsagt allir í stöðum sem ekki voru auglýstar!! Hvað ætli þeir kosti ríkissjóð á ári? Af hverju athuga blaðamenn það ekki? Er það kannski vegna þess að þeir ætla sér ekkert að bæta sín vinnubrögð sem sett var út á í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis?

Hvers vegna greiða þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn tillögu LM um að leggja niður ríkisstyrki til stjórnmálaflokka? Í þetta fara næstum 300 milljónir árlega. Ég vil ekki greiða neitt fyrir Vg eða Sf en neyðist samt til þess.

Birgir Ármanns vill einnig leyfa forvirkar rannsóknarheimildir sem þýðir að löggan má rannsaka fólk sem ekki hefur brotið af sér.

Sæmilega skynsamt fólk kýs ekki flokk sem hegðar sér svona.  Ég er ekki endanlega búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa næst en þegar ég hallast að því að kjósa Sjallana kemur einhver svona bommerta frá þeim.

Ætlar Bjarni að fara með flokkinn endanlega í ræsið?

Helgi (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband