1.1.2012 | 22:19
Er Ólafur Ragnar að hætta eða ekki?
Nú munu landsmenn ræða það næstu daga og vikur hvað Ólafur Ragnar forseti var raunverulega að meina í nýársávarpi sínu. Flestir hafa eflaust svona fyrst á eftir haldið að hann ætlaði ekki í framboð að nýju. Steingrímur J. og Jóhanna hafa örugglega dansað stríðsdans af gleði fyrst eftir ávarp Ólafs. En svo koma spekingarnir,stjórnmálafræðingarnir og túlka orð forsetans. Benda á að Ólafur Ragnar sagði aldsrei berum orðum að hann væri að hætta. Spekingarnir benda á að ólíkindatólið Ólafur Ragnar sé að kanna viðbrögð þjóðarinnar. Mun þjóðin rísa upp og safna undirskrftum þar sem skorað verður á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram einu sinni enn.
Ólafur Ragnar er búinn að gegna embættinu í 16 ár. Það er alveg nóg og eðlilegt að gefa nýjum aðila tækifæri til að setjast í stól forseta Íslands. Við eigum mikið að hæfu fólki til að gegna þessu embætti. Hvernig væri t.d. að Hanna Birna Kristjðánsdóttir byði sig fram í forsetaembættið. Hún hefur marga,marga góða kosti til að verða fyrirmyndar forseti.
Framboð ekki útilokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
NEI, ekki hana, endilega forsetann aftur í 5. sinn ef hann vill kannski koma. Við þurfum á honum að halda meðan við erum með FULLVELDISAFSALS- OG ICESAVE-STJÓRN enn við völd.
Elle_, 1.1.2012 kl. 22:40
Nei takk. Möguleikar Hönnu Birnu eru ca 0%. Slíkt brölt gæti hins vegar fellt einhvern ásættanlegan, svo að við sætum uppi með Mörð Árnason eða álíka fínan forseta. Síðan tæki það Hönnu Birnu mörg ár að skrúbba af sér róginn, sem á henni yrði látinn dynjja.
Sigurður (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 23:31
Mann helvítið sagðist vera að hætta sem forseti! Ólafur Harðarson er að bíta í skottið á sér ein og áttavilltur hundur. Þjóðin vill enga andskotana pólitíkusa framar!
Einstein (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 23:54
Kallarðu forsetann ´mannhelvíti´? Ætli þú heitir Björn ´ræfill´ Valur??
Elle_, 2.1.2012 kl. 00:04
Vill endilega fá að njóta þeirra ánægju að Jóhanna og Steingrímur engjist þegar áskskorunarlistar til Ólafs um að gefa kost á sér áfram til forseta fara í gang. Reglulegur fréttaflutningur að um allt land að það sé að safnast nöfn í þúsundatali verður til að gera þau Brussel vinnuhjúin verulega óróleg. Steingrímur og Jóhanna eru þegar komin með ofnæmi fyrir undirskriftarlistum þjóðarinnar.
Sólbjörg, 2.1.2012 kl. 01:03
Já hann hefur allavega mitt atkvæði ef hann fer fram aftur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 02:55
Ólafur Ragnar hefur einnig mitt atkvæði, ég vil beinlínis skora á hann að bjóða sig fram, jafnvel þó ég hafi ekki kosið hann í upphafi og skilji hans afstöðu varðandi fjölskyldulíf og meira frelsi.
Hvernig stendur á því að fólk kann ekki að tjá vilja sinn án þess að ausa svífirðingum yfir aðra og kalla fólk öllum illum nöfnum,(færsla 3 ) er það vegna skorts á dómgreind eða er það vegna þess að fólk skorti orðaforða til að fá útrás fyrir reiði sína? Ég heyrði af þætti í útvarpi þar sem Lilja Mósesdóttir og Þráin Bertelsson sátu fyrir svörum, þar var sama sagan Þráinn taldi sig þess umkominn að ausa ljótum orðum yfir Lilju svo hún sá sig tilneydda til að slíta þættinum. Sá maður starfar þó á Alþingi Íslands.
Gleðilegt ár til ykkar allra.
Sandy, 2.1.2012 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.