Hvað með þá sem misstu íbúð sína og bíl og fyrirtæki sem urðu gjaldþrota?

Enn gerist það að ríkisstjórnin er rekin toil baka af Hæstarétti Íslands með ákvarðanir sínar. Það hlýtur að vera alvarlegt að ráðherrar með öllum sínum sérfræðingum skuli ekki geta gert hlutina rétt.Niðurstaða Hæstaréttar í dag mun færa mörgum leiðréttingu sinna mála.

En hver er réttur og staða þeirra sem misst hafa íbúðir sínar vegna þess að þeir réðu ekki við að greiða af ólöglegum lánum og ólöglegum vöxtum. Hver er réttur þeirra sem misst hafa bíla sína af sömu ástæðu? Hver er réttur þeirra fyrirtækja sem farið hafa í gjaldþrot vegna þess að þau réðu ekki við að greiða af ólöglegum lánum og ólöglegum vöxtum.

Þetta hkjóta að vera áleitnar spurningar. Það er skelfilegft hvernig vinstri stjórnin hefur sí og æ stillt sér upp með fjármagnseigendum og gætt þeirra hagsmuna í stað almennings.

Það er mikið fagnaðarefni að Hæstiréttur skuli hafa komist að því að um ólöglegan gjörning hafi verið að ræða hjá stjórnvöldum gagnvart lántakemdum.
En eftir stendur hver er réttur þeirra sem misst hafa allt sitt vegna ólöglegra lána og ólöglegra vaxta?


mbl.is Gildi um öll gengislán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ákaflega einfalt, þeir hinir sömu eiga rétt á skaðabótum úr ríkissjóði vegna skaða sem þeir hafa orðið fyrir.

Ég sé ekki að þetta fólk eigi kröfurétt á hendur lánastofnunum, enda fóru þær eftir gildandi lögum.

Það eru tvær leiðir í þessu, önnur að óháð matstofnun sjái um samninga f.h. ríkisins um útgreiðslu skaðabóta til þeirra sem um sárt eiga að binda vegna ólaga Jóhönnustjórnarinnar, hin er sú að dómstólar verði verði í yfirvinnu að dæma ríkið í einstökum málum, með tilheyrandi kostnaði vegna gjafsókna, matsmanna og jafnvel yfirmatsmanna.

Eftir stendur svo spurningin hvort ekki eigi að kalla Landsóm til og ákæra þá þingmenn sem stóðu að þessu ólögum, þrátt fyrir aðvaranir, til tjóns fyrir skattgreiðendur.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 23:17

2 identicon

Ég hef aldrei heyrt um neinn, sem hefur fengið bætur fyrir að missa eignir eða fara á hausinn út af rangri kröfugerð á hendur honum. Þekkir einhver dæmi um slíkt??

Sigurður (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 23:35

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Á meðan Steingrímur og Jóhanna eru þarna sem þau eru,þá er ekkert einfalt í þessu máli. 

Steingrímur er alla veganna hvergi bangin og segir nóg af peningum til.  Svo verður sett saman nefnd og lögum breitt til að útvatna þennan dóm.   

Hrólfur Þ Hraundal, 16.2.2012 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband