Mesti ófriður á Alþingi í 34 ár. Hver er skýringin?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar er alveg undrandi á því ófremdarástandi sem ríkir á Slþingi. Virðing er nánast ekki til varðandi þingið. Jóhanna segist aldrei hafa upplifað annað eins ófremdarástand á Alþingi þau 34 ár sem hún hefur setið á Alþingi. Jóhönnu dettur ekki í hug hver skýringin er. Auðvitað er skýringin Jóhanna sjálf. Hún hefur aldrei verið forsætisráðherra áður. Samstarfsvilji er ekki til í hennar huga. Sátt og samningar eru í hennar huga að farið sé eftir því sem hún segir. Jóhanna kastar stríðshanskanum framan í menn og er svo hneyksluð á að menn mótmæli. Það er sem betur fer aðeins tæpt ár eftir af valdatíma Jóhönnu.
mbl.is Hátíðarhöld hafin á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skýringin, er augljós öllum nema þinni hugsun, þínum flokki, sem er skýringin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2012 kl. 13:37

2 identicon

Sæll Sigurður; sem aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

ALLT stjórnmála ruslið; er samsekt, Skagstrendingur góður.

Einungis; glæpa flokkur sá, sem Sigurður síðuhafi hefir stutt, til þessa, hafði FORYSTUNA; í skemmdarverkunum, svo fram komi !

Með kveðjum; suðureftir - sem víðar /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 14:16

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Höfuðpaurarnir eru jafnmargir og stjórnmálaflokkarnir. Formenn allra flokka eru í samvinnu á bak við tjöldin. Annars hefði þetta bull aldrei þrifist svona lengi. Formenn flokkanna eru allir steyptir í sama svikamótið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2012 kl. 16:21

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágæt samantekt hjá þér Sigurður um undrun Jóhönnu vitlausu á harðlífinu hinu mesta á alþyngi í 34 ár.

En hún á stuðning traustan eins og í honum Axel hérna Jóhanni og ætti hún því ekki að vera að skæla þetta, því tjónið sem hún veldur skaðar hanna minnst.  Við Axel Jóhann lagfærum það tjón fljótlega þegar Jóhanna vitlausa fer á spítalann. 

En eitt ár Axel Jóhann, hugsaðu þér, það er hægt að laska mikið á einu ári sé brjálæðið nóg.  En við erum duglegir og stöndum samann.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2012 kl. 16:37

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Eru málin á þessu þingi ekki bara mikið stærri en þau hafa almennt verið á "venjulegum" þingum?  Það er ekki á hverju þingi sem verið er að afgreiða nýja stjórnarskrá, veiðileyfagjöld upp á tugi milljarða, endurbætur á kvótakerfinu, rammaáætlun um orkunýtingu svo ekki sé minnst á allt tengt hruninu með tilheyrandi skuldamálum, endurreisn bankakerfisins, ICESAVE o.s.frv.  Allt eru þetta risamál og miklu viðameiri en venjuleg þing eru almennt að fást við.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.6.2012 kl. 01:48

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

...svo ekki sé minnst á Landsdóm...

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.6.2012 kl. 01:48

7 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég tek undir þetta hjá þér sigurður.

Verð að láta fylgja með að ég sakna þess að sjá þig ekki meira hér var vanur að líta daglega á þig.

Þórólfur Ingvarsson, 18.6.2012 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband