30.1.2013 | 22:08
Vantraust á Steingrím J.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga ekki að hika við það að leggja fram vantrauststillögu á Steingrím J.Sigfússon. Steingrímur barðist hart fyrir að koma hinumsvokallaða Svavarssamningi á. Sá samningur hefði kostað íslenska skattborgara 300 milljarða. Steingrímur J. dró upp þá mynd að allt myndi hrynja hér á Íslandi ef Icesave samningur yrði ekki samþykktur. Steingrímur J. hótaði þjóðinni. Sem betur fer tók forsetinn,frjáls félagasamtök og meirihluti kjósenda í taumana og felldi alla samninga.
Viðbrögð Steingríms J. við niðurstöðu EFTA dómstólsins eru þannig að það hlýtur að verða flutt vantrauststillaga á hann.
Steingrímur J. talaði manna mest um ábyrgð þegar hann ákvað að kæra Geir H.Haarde fyrir Lnadsdómi m.a. vegna Icesave málsins.
Nú hefur komið í ljós að Neyðarlögin,sem Geir hafði forystu um á sínum tíma björguðu þjóðinni frá algjöru hruni.Steingrímur J. greiddi ekki atkvæði með neyðarlögunum.
Alþingi hlýtur að samþykkja vantrauststillögu á Steingrím J. ráðherra.
Vantraust snýst um stöðumat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halldór telur enn fremur að forysta flokksins hafi leikið illilega af sér með því að samþykkja síðasta Icesave-samninginn. Sá samningur hefði kostað þjóðina „marga milljarða 2010 og síðan viðbótarmilljarða áfram.“
Gestur Pálsson (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 01:27
Fyrst ber þeim að bera fram vantraust á forystu flokks síns sjálfs. Það mun enginn sannur sjálfstæðismaður kjósa flokkinn með Bjarna Benedikktsson sem nrr1. Að losna við Þorgeði var bara 50 prfósent hreinsun.
K.H.S., 31.1.2013 kl. 15:08
Eins mikið og ég vildi sjá vantraust á stjórnarflokkana, mest Jóhönnu, Steingrím og Össur, er ég sammála Gesti og Kára að ofan. Formaður Sjálfstæðisflokksins og þeir 8 menn sem fylgdu honum í ICEsave3, eru vanhæfir um að lýsa vantrausti á þau.
Elle_, 31.1.2013 kl. 18:04
Það er óviturlegt að bera fram vantrauststillögu þegar öruggt er að hún muni verða felld. Það myndi bara styrkja ríkisstjórnina. Ekki gleyma, að bæði Gummi Steingríms og Hreyfingin (þvílíkt rangnefni!) styðja stjórnina með ráðum og dáðum.
Það er einsýnt, að stjórnin muni falla í apríl. Á þeim fjórum mánuðum sem eru þangað til, mun fylgi stjórnarflokkanna fara stöðugt lækkandi. Við getum glaðzt yfir því.
Pétur (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.