19.5.2013 | 17:31
Við losnum við vinstri stjórnina í vikunni
Nú er komið að því, sem landsmenn hafa beðið eftir í rúm fjögur ár. Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. pakkar saman í vikunni og hverfur úr stjórnarráðinu. Mikið fagnaðarefni. Þjóðin hefur fengið mikið meira en nóg að reynslunni af hreinræktaðri vinstri stjórn. Skilaboð kjósenda í kosningunum voru skýr. Við gefum vinstri stjórn frí um, langan tíma.
Það er ánægjulegt að í vikunni skuli taka við ríksstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.Það sést alls staðar að það er mun léttara yfir fólki. Loksins verður eitthvað gert til að koma á móts við fólk, skattpíningarstefna og stöðnunarstefna mun hverfa og í staðinn taka við uppbyggingarstefna í atvinnumálum,þannig hjólin taki að snúast.
Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins,hefur haldið mjög vel á spilunum eftir kosningar í stjórnarmyndunarviðræðum við Sigmund Davíð. Ríkisstjórn þeirra verður sterk. Bjarni hefur náð að sýna það síðustu vikurnar að hann er sterkur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 828885
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... og við fáum aðra visntri stjórn í staðinn.
Jibbí Jey.
Ég myndi fagna alveg ofsalega, en það eina sem ég get sagt er "þeir eru þó skárri en fráfarandi fólk." En svo verð ég að bæta við: "en Hitler væri skárri en þau."
Jú, það getur ekki versnað, en það er bara þegar búið að koma okkur í svo mikil vandræði að það þarf snilling til að koma okkur úr þeim, og þeir Bjarni og Sigmundur eru bara engir snillingar.
Því er ver. En ástandið fer þó hægar versnandi á meðan.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.5.2013 kl. 18:32
Að öllu eðlilegu ætti nýliðið kjörtímabil að vera víti til varnaðar og að aldrei aftur muni vinstriflokkarnir ná meirihluta á stjórn landsins. Þetta væri eðlilegt framhald, en það er bara ekkert eðlilegt við okkur Íslendinga, því miður.
Fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki yfirgefið stjórnarráðið, en samt virðist sem hluti þjóðarinnar hafi gleymt voðaverkum hennar. Menn flykkjast fram á ritvöllinn og hæla störfum þessarar ríkisstjórnar, störfum sem helst má líkja við verk óvita. Það virðist sem skammtímamynni fólks sé horfið með öllu. Allt sem hægt er að hæla sér yfir kemur til vegna verka þeirrar ríkisstjórnar sem sat þegar bankarnir hrundu og verka þeirra ríkisstjórna sem hér voru við völd síðasta áratuginn fyrir hrun. Þeim ríkisstjórnum tókst að greiða allar erlendar skuldir ríkissjóðs, eitthvað sem aldrei áður hafði tekist. Það var ekki fyrr en kratar komust að völdum, vorið 2007, sem aftur fór að myndast skuldir á ríkissjóð, en þó gat samstarfsflokkurinn haldið þeirri skuldasöfnun í lágmarki. Sú staðreynd að ríkissjóður var skuldlaus vorið 2007, varð til þess að Íslandi tókst að komast gegnum heilt bankahrun, rúmum tveim árum seinna, án þess að fara í þjóðargjaldþrot. Þessari staðreynd hefur allt of lítið verið haldið á lofti.
Það er því mikilvægt að ný ríkisstjórn haldi tengslum við þjóðina og upplýsi hana enn einu sinni um voðaverk fráfarandi ríkisstjórnar. Opinberi allan ósómann sem hún hefur látið frá sér. Það er mikilvægt að ný ríkisstjórn vinni með fólkinu í landinu, en ekki gegn því, eins og fráfarandi ríkisstjórn. Það er mikilvægt að ný ríkisstjórn láti fólk finna á eigin skinni hversu vel tekst til, með atvinnuuppbyggingu, lægri skatta og leiðréttingu þess órétti sem viðhafist hefur síðustu fjögur ár.
Við næstu Alþingiskosningar geta komandi stjórnvöld ekki treyst á að halda völdum vegna voðaverka fráfarandi ríkisstjórnar, til þess er mynni landans of stutt. Því verða ný stjórnvöld að sjá til þess að fólk verði meðvitað um verkefnin sem unnin verða. Til þess verða stjórnvöld að halda tengslum við þjóðina. Ný ríkisstjórn getur einungis treyst á eigin verk til að halda völdum eftir fjögur ár. Og ég treysti þeim flokkum sem nú eru að mynda ríkisstjórn fyllilega til þess.
Gunnar Heiðarsson, 19.5.2013 kl. 19:12
Máltækið segir: Lengi getur vont versnað. En engin regla er án undantekninga, svo ég spái að okkar nýja ríkisstjórn verði frábær miðað við fráfarandi stjórn. vonandi kemst þetta lið aldrei til valda aftur á Íslandi.
Alþingismenn/konur sem voru tilbúin að selja burt fullveldi Íslands. Semsagt landráðamenn...
Aldrei aftur vinstri stjórn....
Jóhanna (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 19:51
Þegar ég byrjaði að feta mig áfram á Mbl.blogginu voru ádeilur á Sjálfstæðisflokkinn mjög harðar og óvægnar,honum kennt um hrunið og sótt aftur í meinta afleiðingu ríkisstjórnarsamstarfs þeirra og Framsóknar í sjávarútvegsmálum,tíunduð með ýktum og oft röngum hætti. Mér gramdist það alla tíð frá því að ég fór að sjá hve skipukagður áróðurinn var,en miklu færri að bera hann til baka. Það var einnig áberandi hve RÚV og ST,2 beyttu áróðrinum og þögguðu annað niður. Það var svo fyrst eftir áberandi skrýtnar skoðanakannanir,sem Sjálfstæðismenn snerust loksins til varna,í aðdraganda kosninga. Það er ekki vonum seinna að öflugustu lýðræðisflokkar landsins snúi bökum saman. Já, Gunnar það er/var ekki minnið sem brestur,heldur værukærð,að láta það óátalið að leiðrétta rangfærslur á opinberum stöðum. MBl.breytti mjög miklu en ljósvakamiðlana horfa nær allir á og þess var gætt að hleypa engum á flug til að reka oní ríkisstjórnina rangfærslur. Fullveldissinninn Jón Bjarnason gat síðan á þessu ári opnað sig virkilega,honum eigum við margt að þakka. Ég trúi að nýja ríkisstjórnin einbeiti sér af öllu afli í aðgerðir,en byrji ekki á haturspólitík líkt og sú fyrri.
Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2013 kl. 21:03
Vissulega tók "Ríkisstjórn Fólksins" við mjög erfiðu búi og ekki dettur mér í hug að draga "fjöður" yfir það. Allt sem þessi ríkisstjórn hefur gert er þvert á það sem ráðlagt er að gera þegar kreppa skellur á og þar á meðal er varað sterklega við því að hækka skatta. En að halda því fram, eins og gert hefur verið af forráðamönnum ríkisstjórnarflokkanna og áhangendum þeirra, að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafi VALDIÐ hruninu er svo mikil fjarstæða að það að halda þessu fram gerir menn að ósannindamönnum og bullurum. Það má kannski minna á það að það varð efnahagshrun úti um allan heim og mér vitalega voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hvergi nærri stjórnataumunum í Bandaríkjunum, löndum Evrópu eða í Asíu. Með svona málflutningi eru vinstri menn á Íslandi bara að draga athyglina frá eigin aumingjaskap, vankunnáttu og getuleysi til að fjalla um og taka á þeim erfiðleikum sem við blöstu. En nú eru bjartari tímar framundan og trúi ég því og treysti að megináherslan verði á það að koma hjólum efnahagslífsins af stað og að atvinnulífið í landinu geti dafnað en það er forsenda þess að hér á landi dafni nokkur skapaður hlutur, EF EKKI VERÐUR HÉR ÖFLUGT OG GOTT ATVINNULÍF GETUR EKKI ORÐIÐ HÉR ÖFLUGT ÞJÓÐLÍF. Og vonandi ber nýrri ríkisstjórn gæfu til að HÆTTA INNLIMUNAR viðræðum við ESB.
Jóhann Elíasson, 20.5.2013 kl. 01:34
Ég er þér hjartanlega sammála Jóhann en vil þó bæta við að ekki er nóg að rétta við atvinnulífið hér á landi ef fólkið fær ekki umbun vinnu sinnar. Til margra ára hafa íslenskir atvinnurekendur komist upp með það að væla um meikvæða stöðu fyrirtækja sinna, að það sé nauðsynlegt að gera algera lámarkssamninga svo að fólk sem vinnur í lægst launuðu störfunum kemst varla fram úr því að lifa á meðan vöruverð hækkar í samræmi við meðal tekjur þ.e. allt étið upp um leið og launin koma í umslagið. Þessu mætti breyta.
Ég er líka mjög ánægð með að vinstri stjórnin sé að fara frá og þó fyrr hefði verið, þá verð ég að segja að ég er svolítið smeyk við þessar útfærslur Framsóknar á skuldum heimilanna,ekki að þær séu ekki nauðsynlegar heldur að þær gagnist ósköp lítið ef ekki verði reynt að finna flöt á verðtryggingunni, ef það verður ekki gert þá étur verðtryggingin þessa hjálp fljótlega upp.
Sandy, 20.5.2013 kl. 08:16
Auðvitað verður að verða þannig að fólk geti lifað mannsæmandi af DAGVINNULAUNUNUM sínum, ég bjó í Noregi fyrir nokkuð löngu síðan (á námsárunum) þar voru menn búnir að vinna klukkan fjögur á daginn og engum heilvita manni datt í hug að vinna yfirvinnu því þess þurfti einfaldlega ekki og rúm 80% af henni fóru hvort eð er í skattinn. Mér skilst að þar sé "framleiðni vinnuafls" mun meiri en á Íslandi. Getur ekki verið að beint samband sé á milli FRAMLEIÐNI og VINNUTÍMA? Ég er á því að VERÐTRYGGINGIN sem slík sé ekki okkar stærsta vandamál HELDUR VERÐBÓLGAN. Að sjálfsögðu verður að vera hér ÖFLUG efnahagsstjórnun en vegna þess að efnahagsstjórnun hefur verið hér í "skötulíki" allt frá lýðveldisstofnun er ástandið svona eins og það er. Sem lítil dæmi má nefna er eittvað vit í því að 330.000 manna þjóð sé með 13 bifreiðaumboð, 9 vinnuvélaumboð og fleiri hundruð tegunda af kexi???? ÞAÐ ÞARF AÐ BREYTA ÖLLU NEYSLUMYNSTRI ÞJÓÐARINNAR EINS OG ÞAÐ LEGGUR SIG.................
Jóhann Elíasson, 20.5.2013 kl. 09:32
Já, loksins losnum við við stjórn skemmdarverka og fólk getur andað, nema hinir fáu sem vilja búa við slík voðaverk.
En ég vil bæta við það sem Jóhann sagði í no. 5 að ofan, að ætlunin með að kenna stjórnmálamönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um fall bankanna, var örugglega líka rammpólitískt og ætlað til að gera þetta fólk sekt og skemma fyrir þessum flokkum.
Sjáið bara hvað þau gerðu við Geir Haarde, þau ætluðu að krossfesta hann einan, eini stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi sem var dreginn fyrir dóm fyrir fall banka. Það var sama pólitík og var notuð með ICESAVE málinu, þau vildu að það kæmi eins erfiðlega og illa út og hægt var, svo hægt væri að kenna hötuðum Sjálfstæðisflokknum um málið.
Elle_, 20.5.2013 kl. 12:17
FjórFLokkurinn í enn önnur fjögur ár... eh, mikið fagnaðarefni Sigurður? :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 12:23
hægri kórinn hér að ofan er einsleitur. Hann skilur ekki og viðurkennir ekki ábyrgð hægri flokkanna á hruninu sem þó er flestum augljós. Stefna þessara flokka, einkavinavæðing og öfgafrjálshyggja bjó til fullkomnar aðstæður fyrir hrun af þessu tagi.
Kórinn skilur ekki aðstæðurnar sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, fjárlagahallinn 200 milljarðar, verðbólgan 20% og atvinnuleysi um 10%. Eigum við eitthvað að fara yfir þessar tölur núna? Staðan er reyndar þannig að ríkisstjórninni er hvarvetna hrósað fyrir að hafa unnið afrek við erfiðar aðstæður, jú auðtvitað hjá öllum nema hægri mönnum á Íslandi sem þyrstir í að komast að kjötkötlunum með spillingarhyskið sitt, brjóta niður það sem hefur áunnist og búa til aðstæður fyrir annað hrun. Við þekkjum þetta helvítis pakk og við höfum þegar séð aðaláherslurna í væntanlegu stjórnarstarfi, t.d. forgangsmálið að afnema veiðileyfagjaldið! Heimilin hvað?
Óskar, 20.5.2013 kl. 12:26
Óskar, hægri hvað?
Elle_, 20.5.2013 kl. 12:44
Óskar, fannst þér það mikið afrek að flytja atvinnuleysið til Noregs???????
Jóhann Elíasson, 20.5.2013 kl. 13:25
Jóhann, við þurfum allavega ekki að borga bæturnar á meðan. En svona að öllu gríni slepptu þá fluttu nú færri til Noregs en umræðan hefur gefið til kynna og að auki eru mjög margir þeirra komnir aftur. Þegar kreppur hafa skollið á í öðrum ríkjum hefur allt að fjórðungur þjóðarinnar flúið land eins og gerðist t.d. hjá Færeyingum. Héðan fluttu milli 2 og 3% og eins og ég segi, margir þeirra komnir aftur þannig að þetta stenst ekki skoðun. Það að það hafi tekist að halda þjóðinni svo til allri í landinu miðað við aðstæður er auðvitað enn eitt afrekið, gott að þú minntist á þetta því ég gleymdi því í upptalningunni á afrekum ríkisstjórnarinnar!
Óskar, 20.5.2013 kl. 14:44
Þú ert alveg merkilegur Óskar, það verður ekki tekið af þér, nú er það "óverulegur" fjöldi sem flutti til Noregs og meira að segja sumir komnir aftur? Ég persónulega þekki 74 sem fluttu með fjölskylduna til Noregs og af þeim eru TVEIR komnir aftur. Það voru nú reyndar meira en 2 til 3% VINNUFÆRRA manna sem fluttu út til Noregs, en ef þú miðar við heildaríbúafjölda þá eru milli 2 og 3% nokkuð nærri lagi. En það er eitt sem þú "gleymir" þegar þú talar um afrek að halda svona mörgum á landinu þegar erfiðleikar steðja að. Þjóðin er farin að eldast og fólk lýtur ekki á það sem neinn kost í stöðunni að flytja til annars lands og byrja alveg upp á nýtt, þegar það er komið yfir fimmtugt eða jafnvel meira.................
Jóhann Elíasson, 20.5.2013 kl. 16:16
Já, satt að hann er merkilegur, Jóhann. Maður verður að vera ansi merkilegur til að verja í sífellu skæðustu stjórnarflokka sem að landstjórninni hafa komið. Guði sé lof að við munum fljótlega losna við þau. Vonandi eyðast þessir 2 flokkar upp.
Elle_, 20.5.2013 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.