Hvað kostaði vinstri vitleysan?

Eitt er það sem ný ríkisstjórn þarf að upplýsa þjóðina um. Hvað kostuðu delluverkefnin mikið. Hvað kostaði öll vitleysan í kringum stjórnlagaráðið.Þetta er gott dæmi um að Jóhanna Sigurðardóttir hlustaði á neina gagnrýni eða rök,sem henni féllu ekki. Ofuráhersla lögð á vinnubrögð sem gátu ekki gengið upp. Hvað kostaði þetta mikið?

Hvað kostar ESB umsóknin? Það var vitað fyrir lifandis löngu að það gæti ekki gengið að ætla að koma okkur í ESB klúbbinn.Jóhanna ,Árni Páll og Össur óðu áfram með offorsi og hlustuðu ekki á neinn. Það er nauðsunlegt að upplýsa þjóðina um kostnaðinn.

Hvað er búið að eyða miklu af peningum vegna breytinga sem áttu að gera á fiskveiðistjórnuninni,sem allir vissu að enginn meirihluti var fyrir. Samt héldu Samfylkingin og Vinstri grænir áfram.

Hvað þurfa íslenskir skattborgarar að greiða vegna hinna pólitísku ofsókna á hendur Geir H.Haarde?

Hvað hefur samningaferli vinstri stjórnarinnar vegna Isave kostað þjóðina. Hvað hefði það kostað þjóðina ef Svavars samningurinn hefði verið samþykktur. Steingrímur J sagði Svavar harfa staðið sig frábærlega og um einstaklega hagstæðan samning að ræða fyrir íslensku þjóðina. Sem betur fer tókst að stoppa vitleysuna. þjóðin þarf samt að fá að vita hvað Steingrímur J.ætlaði að leggja á þjóðina.

Það er nauðsynlegt leg að Íslendingar fái svör við þessum spurningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, sammála, sammála. Jóhanna er samt ekki dýrasta kona Íslandssögunnar. Sú dýrasta, fyrrverandi vinkona hennar, heitir Ingibjörg Sólrún. Hún hlustaði á allar viðvaranirnar ÁN þess að segja sínum samstarfsmönnum frá nokkru sinni. Svo hrundi allt, Jóhanna og hitt liðið gapti upp til himins, sama með bankamálaráðherrann. Ingibjörg flúði svo til Afganistan og hefur engu komið í framkvæmd þar. Er þar á okkar kostnað (eins og alltaf) en reyndar eru fleiri þjóðir nú sem halda henni uppi. Flott lið. Í hvað mörg ár skyldum við þurfa að halda Jóhönnu uppi? Mér finnst að hún ætti að endurgreiða okkur ca 10 milljarða.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 17:31

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Árið 2009 var ESB búið að kosta okkur meira en milljarð. Þá erum við kannski komin upp í 3-4 milljarða núna. Varlega áætlað.

Stjórnlagaráðið kostaði ekki undir 200 milljónum.

Fiskveiðistjórnunarævintýrið er þegar búið að setja fleiri en eitt fyrirtæki á hausinn - þar fara tveir-þrír milljarðar af skatttekljum fyrir hvert. Og það stoppaði af gulldepluveiðar. Og örugglega veiðar á fleiri kvikyndum sem ég kann ekki að nefna. Sem eru nokkrir milljarðar í viðbót sem við fengum aldrei að sjá. Og það stoppaði eða hægði mikið á öllum framkvæmdum hjá öllum fiskvinnzlustöðunum.

Sem hefur valdið tjóni sem er aldrei undir 15 milljörðum á ári allt tímabilið.

Ofsóknirnar á Geir voru í samanburði ódýrar, en þær kostuðu að mig minnir í kringum 170 milljónir.

Já. Vinstri stjórnir eru dýrar.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.5.2013 kl. 20:32

3 Smámynd: Elle_

Alveg sammála, Sigurður.  Næsta skref, eftir að við vitum hvað allt ruglið kostaði og mundi hafa kostað, ætti að vera að innheimta óþarfa kostnaðinn frá gerendunum.  Og taka svo á þessu fólki.  Stórskrýtið að þetta fólk skuli enn fá að vinna við stjórnmál.

Elle_, 21.5.2013 kl. 00:27

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Bara árið 2008 kostaði Sjálfstæðisflokkurinn okkur nokkur hundruð milljarða, eða nokkur hundruð sinnum hvaða tölu sem þið getið nefnt í sambandi við það sem þið haldið að þið séuð að tala um núna. Hann á áreiðanlega eftir að kosta okkur ýmislegt áður en yfir lýkur á þessu kjörtímabili, sennilega æruna á alþjóðavettvangi, velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og andlega heilsu þjóðarinnar.

Elías Halldór Ágústsson, 21.5.2013 kl. 03:01

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einn miljarð í kostnað við ESB, ég spyr nú bara fyrir hvern andskotann og kanski tvo til þrjá miljarða í viðbót ?

Hvernig væri að sýna þjóðini reikningana sem allir þessir peningar fóru í?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.5.2013 kl. 04:22

6 identicon

Ekki má nú gleyma endurreisn fjármálakerfisins sem kostaði kringum 300 miljarða eða meira.

Toni (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 09:32

7 Smámynd: Elle_

Elías, um hvað ertu að tala?  Mér er persónulega alveg sama þó þú kastir í Sjálfstæðisflokkinn, en var ekki Jóhönnueyðsluflokkurinn líka við völd 2008?  Það er orðið óþolandi hvað þessi skæði flokkur er sífellt hvítþveginn af ósannindamönnum, líkl. mest hans eigin.

Elle_, 21.5.2013 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828885

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband