29.5.2013 | 17:39
Meirihluti þjóðarinnar vill virkja
Eins og við mátti búast ætlar fámennur hópur að neita að viðurkenna úrslit kosninganna. Þessi hópur tekur sér frí úr vinnunni til að mæta fyrir utan stjórnarráðið til að mótmæla að fari eigi eftir tillögum um rammaáætlun, sem vinnuhópur samþykkti. Það kom alveg skýrt fram hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki fyrir kosningar að þeir mundu afturkalla pólitíks inngrip vinstriflokkanna í rammaáætlunina. Það lá alveg skýrt fyrir að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ætluðu að setja kraft í atvinnuuppbyggingu og til að svo mætti verða þyrfti að virkja enn frekar.
Eigi lífskjör að batna á Íslandi verðum við að auka þjóðartekjurnar. Það er með ólíkindum að vel menntað fólk skuli halda að eingöngu sé hægt að auka atvinnu með því að skapa fleiri opiber störf,fleiri,sérfræðinga, fleiri nefndir o.s.frv. Hvernig á að greiða þessu fólki laun? Verður þjóðfélagið ekki að auka sínar tekjur til að standa undir velferðar og menntakerfinu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innan við 1% vinnuaflsins mun fá vinnu við álverið í Helguvík. 4000 störf við virkjanir eru ´það sama og að pissa í skó sinn, því að þegar þeim framkvæmdum lýkur verða sömu 4000 atvinnulausir, sumt af því ungt fólk, sem hefði betur notað tímann til að mennta sig og búa sig betur undir lífið.
Í lok ráðstefnu Ísor kom fram að orkan er seld með tapi.
Þótt öll orka landsins og allar náttúruperlurnar yrði sett í sex risaálver myndu aðeins 2% vinnuaflsins fá vinnu í álverunum og aðeins 4% ef tengd störf eru tekin með.
Þetta verður orka seld með tapi og hvert starf mun kosta um 400 milljónir króna, margfalt meira en þau störf sem þarf óhjákvæmilega að skapa fyrir 96-98% vinnuaflsins.
Ómar Ragnarsson, 29.5.2013 kl. 22:33
Þar að auki kom fram í skoðanakönnun í mars að drjúgur meirihluti vill ekki fleiri álver.
Stjórnarflokkarnir núverandi fengu fylgi sitt út á það nánast eina kosningamál að leysa skuldavanda heimilanna. En það á víst að setja í nefnd.
Ómar Ragnarsson, 29.5.2013 kl. 22:35
Þetta er svo innilega bjánalegt, vinstrimenn hafa verið að röfla um "eitthvað annað" árum saman, og byrjaði söngurinn fyrir löngu, í stjórnarandstöðu.
Nú sat vinstri stjórn við völd í rúm fjögur ár, og við fengum að vita hvað þetta "annað" er. Tæplega fimm þúsund niðurgreidd störf í gegnum Vinnumálastofnun, störf í Noregi og víðar í Evrópu, og ótölulegur fjöldi sem skoðar kynjaða hagfræði. Ekkert annað. Engin nýsköpun, engin frumkvöðlar, einungis skattpíning á þá sem reyna að stofna til rekstrar, svo dæmið gangi nú örugglega ekki upp frá byrjun.
Og síðan, eftir Evrópumet í fylgistapi, eftir að hafa setið í, og stutt, óvinsælustu ríkistjórn allra tíma, kemur þetta fólk fram og röflar um "þjóðarvilja".
Og hvar eru öll fyrirtækin sem áttu að vera tilbúin til að kaupa hreina íslenska orku á uppsprenggdu verði? Hver er árangurinn við að selja "einhverjum öðrum" en álverum orku? Svarið er augljóst, enginn, nákvæmlega enginn árangur.
Við sátum uppi með ríkisstjórn opinberra starfsmanna í rúm fjögur ár. Þar var engin framtíðarsýn, enginn stuðningur við nýsköpun, engin framtíðarsýn, einungis fjáraustur í opinberan rekstur.
Þjóðin gaf vinstrimönnum séns, hafði fennt yfir fyrri spor þeirra við rekstur landsins. Vinstimenn sýndu að þeir eru engir frumkvöðlar, engir rekstrarmenn, engir leiðtogar, bara ákaflega hugmyndasnautt kerfisfólk.
Og þetta fólk er komið á stjá, eftir ósigurinn mikla, og röflar enn um "eitthvað annað"
Okkar bíður ekkert annað frá þessu fólki en sama áróðurskjaftæðið, afbökun staðreynda og hreinar lygar um virkjanir og rekstur álvera og annars sem vinstrafólki er í nöp við.
Þetta fólk fékk tækifæri, það klúðraði því, hafði ekkert uppbyggilegt fram að færa, og það færi betur á því að það myndi halda kjafti, alla vega í nokkra mánuði. Það væri stór greiði við mikinn meirihluta þjóðarinnar, sem hreinlega þolir þetta fólk ekki.
Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 23:07
Það er sem sagt "ekkert annað" en virkjanir og álver. Frábær framtíðarsýn að skapa til framtíðar störf fyrir 6% landsmanna miðað við núverandi fólksfjölda (sjá #1). Vinnumálastofnun og Noregur munu hafa í nógu að snúast í framtíðinni...
Haraldur Rafn Ingvason, 30.5.2013 kl. 09:02
Semsagt Ómar og Haraldur þá getur ekkert annað orðið til ef farið verður í einhverjar virkjanir og álver? Afhverju er því alltaf stillt upp þannig a' valið sé álver eða eitthvað annað? Því hefur verið haldið fram að ferðaþjónusta (sem kannski er stærsta umhverfisógnin í dag) og stóriðja séu andstaða. Hefur reynslan sýnt það? Öll þekking, reynsla og skynsemi segir okkur að öflugar frumvinnslugreinar eru forsenda fyrir annarri atvinnubyggingu.
Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 10:04
Sigurður síðuhaldari,hvaða könnun segir til um það að meirihluti landsmanna vilji virkja.?
Númi (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 10:17
Auðvita á að skoða aðra möguleika en álver
Auðvita á að tryggja arðbærni virkjunar
Auðvita á að lágmarka náttúruspjöll
Auðvita á að virkja
Grímur (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 12:58
Punkturinn (#1 og #4) er sá að þó allir orkukostir landsins væru virkjaðir fyrir stóriðju, dygði það skammt fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnutækifæra. Það mun því alltaf verða þetta fjandans "eitthvað annað" sem stendur undir atvinnutækifærum framtíðarinnar. Því fyrr sem menn átta sig á þessu því betra.
Haraldur Rafn Ingvason, 30.5.2013 kl. 13:19
Það er frekar undarlegt að hlusta núna á mótmæli gegn því að álverið í Helguvík skuli klárað. Þegar Jóhanna kynnti stefnuskrá sinnar ríkisstjórnar, vorið 2009, var hún spurð um afdrif þess verkefnis. Skemmst er frá að segja að hún fullyrti að því verki skyldi ljúka, en skoða skyldi hvort hægt væri að setja stopp á byggingu álvera að því loknu. Enginn fór út á götu til að mótmæla hennar orðum.
Nú, þegar þeir flokkar sem hlutu afgerandi fylgi meirihluta kjósenda, ætla að efna þau loforð sem þeir gáfu FYRIR kosningar, ætlar allt vitlaust að verða.
Núverandi stjórnvöld eru að gera það sem þau boðuðu og þjóðin kaus. Strax við afgreiðslu rammaáætlunar tilkynntu þingmenn beggja núverandi stjórnarflokka að sú áætlun yrði endurskoðun fengju þeir meirihluta til stjórnarsetu að loknum kosningum. Þessum málflutningi var framhaldið í kosningabaráttunni. Álverið í Helguvík hefur verið báðum núverandi stjórnarflokkum hugleikið, enda þar verið að klára þar verkefni sem fyrir löngu ætti að vera lokið. Þessu var ekki haldið frá kjósendum fyrir kosningar, sammt fengu þeir fylgi meirihluta landsmanna.
Ef þessar gerðir ríkisstjórnarinnar væru í andstöðu við málflutning þessara tveggja flokka fyrir kosningar, mætti mæta og mótmæla. Því er ekki að heilsa, þarna eru stjórnvöld einmitt að uppfylla loforð sín til kjósenda.
Og gleymum því ekki að þjóðin kaus einmitt þessa tvo flokka til stjórnarsetu! Ætlast minnihluti kjósenda virkilega til þess að þeir flokkar sem meirihluti kjósenda kaus, fari að svíkja sín kosningaloforð?!
Gunnar Heiðarsson, 30.5.2013 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.