Einu sinn var til Sjálfstæðisflokkur

Er það virkilega að verða þróunin að barna börnin okkar geta sagt þegar þau verða fullorðinn,einu sinni var til stjórnmálaflokkur sem hér Sjálfstæðisflokkur. Það er hreint ótrúlegt og um leið sorglegt að sjá hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins er á hraðri niðurleið í höfuðvígi flokksins í gegnum tíðina. Það er ekki mjög langt síðan að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fékk yfir 60% fylgi. Í þá tíð leiddi Davíð Oddsson flokkinn í Reykjavík.

Prófkjörið um helgina í Reykjavík náði ekki til kjósenda.Þátttakan með afbrigðum léleg. Útkoman er listi sem nær ekki neinu flugi. Það gengur ekki að konum sé hafnað. Enginn ferskleiki á listanum.Það er ekki vænlegt að hafa þrjá miðaldra karla í efstu sætunum. Væntanlega verður forysta flokkins að breyta listanum og það hlytur að gerast. Strax heyrist að einhverjir ætli ekki að taka sæti,þannig að það auðvildar kannski breytingar.

Staða flokksins í Reykjavík og á æandsvísu getur haft verulefg áhrif í sveitarstjórnum þar sem flokkurinn býður fram. Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðismenn t.d. hér á Suðurnesjum þar sem flokkurinn hefur yfirleitt verið sterkur.

Sjálfstæðismenn um allt land verða nú alvarlega að hugsa sinn gang ef ekki á illa að fara í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lýðræðið er feigt ef menn telja það í alvöru í lagi að breyta niðurstöðum kosninga, séu þeir ósáttir við niðurstöðuna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2013 kl. 14:01

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Samkvæmt reglunum hlaut enginn frambjóðandi bindandi kosningu.

Sigurður Jónsson, 17.11.2013 kl. 14:03

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bindandi og ekki bindandi er bara orðaleikur manna sem geta ekki sætt sig við leikreglur lýðræðisins, sé niðurstaðan þeim ekki að skapi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2013 kl. 14:19

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er augljóst mál, Samfylkingin Vinstri Grænir Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, eru allir hangandi í bjargi á tvinnaspotta og hjá sumum er hann reyndar slitnaður og þeir hrapa niður í djúpið. Það er komið í ljós að þeir geta ekki staðið undir væntingum þjóðarinnar því miður, það vantar nýtt blóð í landsstjórnina það sýnir sig best með því hvað björt framtíð sækir í sig veðrið, og svo eru fleiri til í tuskið. Nei það verður einfaldlega að standa við gefin fyrirheit annars gengur þetta ekki.

Eyjólfur G Svavarsson, 17.11.2013 kl. 16:04

5 identicon

Það er ljóst að Evrópu sinnaðir sjálfstæðis menn hafa fjölmennt á kjörstað og kosið Halldór Halldórsson sem er vel....áfram ESB.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 08:35

6 identicon

Í prókjörinu tóku þátt 20 frambjóðendur. Af þeim voru 7 konur og karlar 13 eða næri tvöfallt fleiri karlar en konur. Af þessum 7 konum ná 5 að vera í 10 efstu sætunum, en karlar 5. Svo geta menn sagt að hlutur kvenna hafi verið afskiptur. Ef teknir eru bara 6 efstu sem var sá fjöldi sem mátti merkja við er hlutfallið jafnt 3 konur og 3 karlar. Þetta var lýðræðislegt prófkjör en ekkert samsæri gegn konum.

Ég hef alltaf kosið þann sem mér finnst bestur án tillits til þess hvort pissi standandi eða sitjandi.

Þórður Óskarsson (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 10:28

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er næstum því viss um að reykvíkingar hafa ekki verið að hugsa um ESB í þessu prófkjöri, enda hefur Halldór ekkert sérlega flíkað slíku.  Menn voru einfaldlega, eins og hér hefur komið fram hjá síðuhaldara að gefa skít í sitjandi forystu.  Rétt eins og í síðust kosningum kusu Besta flokkinn.  Það voru líka skilaboð, sem stjórnmálamenn neita að hlusta á.  Vegna þess að valdið er meira virði en vilji landsmanna, hvort sem er í sveitastjórnakosningum eða landsmálapólitíkinni. 

Hitt er svo annað mál hvort minn ágæti ljúfi Halldór stendur undir þeim væntingum og stabílitet sem hann þarf að sýna þegar hann "landsbyggðamaðurinn" eins og svo skemmtilega er alltaf tekið fram þegar rætt er um hann, hörku.  Ég held að hann eigi hana ekki til.

Skrýtið annars þetta með "landsbyggðamannin og utanbæjarmanninn" ég hélt að Reykjavík væri borg okkar allra, og að við hefðum öll sama aðgengi að upphefð þar og aðrir sem þar búa.  Hélt satt aðsegja að þetta væri bara rætt á þessum nótum í smærri samfélögum. 

Lýst vel á þitt svar Þórður, þegar þetta er útskýrt svona kemur upp allt önnur mynd. En það er alltaf þessi fórnarlambsumræða um konur sem fer af stað. Ef fleiri konur hefðu gefið kost á sér væri myndin ef til vill önnur. Og það á alls ekki að fara að hræra í þessum lista, eins og þú segir, við eigum að kjósa hæfasta einstaklinginn hvort sem hann pissar sitjandi eða standandi. Ef við gerum það ekki, er gat í okkar lýðræðisvitund.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2013 kl. 10:57

8 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri jarðaði sig í síðustu sveitastjórnakosningum með því að breyta listanum eftir prófkjörskosningarnar.

Þórólfur Ingvarsson, 18.11.2013 kl. 14:30

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held að hluti þeirra sem eru sömu skoðunar og þessi flokkur hefur gefið sig út fyrir að vera breytist ekkert þó fylgi þessa flokks dali. Það verður alltaf til fólk sem vill frelsi,fólk sem vill forsjárhyggju og fólk sem vill eitthvað samkrull af hvoru tveggja. Að kjósa einstaklinginn sem fulltrúa inn á alþingi í stað flokka sem oftar en ekki styðjast við ákveðnar valdablokkir fáum við smækkaða mynd af þjóðinni inn á þingið og meira lýðræði. Tek undir með Ásthildi,hæfasta einstaklinginn á að kjósa en ekki vera með þennan kynjakvóta. En fyrir öllu er að gefa kjósandanum færi á að hans eigin fulltrúi, fulltrúi sem hann getur samsamað sig við skoðanalega séð og er hæfur að hans mati sé í framboði og hann komi til með að vera sjálfstæður þegar inn á þing er komið og hægt sé að rekja árangur og staðfestu hans af hans eigin verkum.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2013 kl. 06:31

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Helgi,ég hélt að ESB sinnaðir sjálfstæðismenn væru fleiri en þetta.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2013 kl. 06:34

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Jósef, málið er að við getum ekki samsamað okkur stefnu fólks sem lýgur bara því sem það heldur að fólk vilji heyra í kosningabaráttunni og breytir svo í lauf þegar atkvæðin eru í höfn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2013 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband