Flott hjá Ragnheiði Elínu og Bjarna Ben.

Það var virkilega flott hjá Ragnheiði Elínu iðnaðarráðherra að láta forystu Landsvirkjunar vita af því að það er ríkisstjórnin sem ræður. Hörður forstjóri er ráðinn sem embættismaður og hlýtur að eiga að lúta og fara eftrir vilja ríkisstjórnarinnar. Það er jú ríkið sem á Landsvirkjun.

Það gengur ekki að Landsvirkjun dragi lappirnar. Eigi þjóðin að ná sér á strik og lífskjör batni verður að virkja og setja allt á fullt.

Það er flott hjá Njarna formanni Sjálfstæðisflokksins að skipa nýja stjórn í Lasndsvirkjun. Það er nauðsynlegt að gefa vinstri afturhaldsöflunum frí frá stj

órnarsetu í Landsvirkjun. Það þarf að skipa fólk sem hefur áhuga á að byggjha hér upp atvinnulífið. Það verður ekki gert nema að Landsvirkjun fari á fullt í að virkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Já. Þetta var hátturinn á með Orkuveitu Reykjavíkur fram að hruni , svo dæmi sér tekið. Þekkingasnauðir stjórnmálamenn með gæluverkefna glampa í augum réðu för þar (og víðar) og öll vitum við hvernig fór. Besti og Samfylking beittu sér fyrir faglegri endurreisn OR - stjórnmálaliðið kom ekki nærri með puttana eða hausinn. OR er nú að skila 35 milljara bættum hag eftir endurreisnina. Almættið forði Landsvirkun frá að þessir óvitar sem eru í stjórnarráðinu með alla óskalista úr héruðum á bakinu- haldi haus og hafi arðsemi auðlinda okkar fremst á blaði. Innan þeirra marka verða framkvæmdir að miðast. En því miður spor fortíðar hræða.

Sævar Helgason, 18.11.2013 kl. 13:40

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er þér svo innilega ósammála.Þingmenn eru fulltrúar þjóðarinnar og eru kosnir sem slíkir.  Þeir eiga hvorki að starfa sem ráðherrar né skipta sér af ríkisfyrirtækjum. Forstjórar og aðrir "ráðamenn" eru ráðnir til þess að stjórna og eiga að fá að vera í friði með það . Það er kominn tími til að þingmennirnir og stjórnmálaflokkarnir komi þessu inn í kollinn á sér  og þjóðin öll. Allt frá lýðveldi hefur ríki og sveitarfélögum verið "stjórnað" af algjörum viðvaningum og þú þarft nú sennilega ekki annað en að líta í kringum þig hvernig umhorfst er eftir þessa "stjórnun". Þetta er nú mín skoðun á þessu.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.11.2013 kl. 19:45

3 identicon

Mér er spurn, hví á Landsvirkjun að selja rafmagn á niðurgreiddu verði?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.11.2013 kl. 20:28

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðasta setningin í viðtali við Jón Gunnarsson á Stöð 2 í kvöld var: "Ef við værum að byrja á að selja orku til stóriðju myndum við láta reisa álver í Helguvík."

Halló, Jón, það er árið 2013, ekki 1963 þegar okkur vantaði rafmagn til okkar eigin nota, vegirnir voru lélegir malarvegir og nær allur útflutningurinn fiskur.

Nú framleiðum við fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum til eigin nota og allt er gerbreytt frá 1963. En samt ætla menn að gera það sama og þá: Selja dýrmæta orku á gjafvirði til að fá nokkurra missera þenslu, því að þegar stóriðju- og virkjanaframkvæmdunum verður lokið, verða jafn margir atvinnulausir og fengu vinnu við upphaf framkvæmda, en í Helguvík verða eftir álversstörf og tengd störf fyrir um 1% af vinnuafli landsins.

Hvílík dýrðar skómigustefna !

Hvílík dýrðar skómigustefna.

Ómar Ragnarsson, 18.11.2013 kl. 20:33

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ómar,það er reyndar hægt að nota rafmagnið í annað en stóriðju. Það er t.d. notað í öllum verksmiðjum,litlum sem stórum. Þetta er innlend orka,vel að merkja náttúruvæn. Margir vilja selja þessa orku úr landi,aðrir vilja nýta hana til atvinnusköpunar,þar á meðal ég. Ég er sammála þér að það er komið nóg af álverum. Rafbílavæðingu vil ég sjá á íslandi á næstu árum og minnkandi innflutning olíu. En færslan fjallar hins vegar ekkert um þetta heldur hver á að ráða í ríkisfyrirtækjunum og hverjir ekki,ef ég hef skilið hana rétt.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2013 kl. 06:08

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Reyndar eitt í viðbót. Margir sjá samnefnara milli fjölda starfsmanna í fyrirtækjum og mikilvægi þeirra fyrir þjóðarhaginn. Á sama hátt mætti halda því fram að hagkvæmara væri að leggja af sláttu-,rakstra- og múgavélar í landbúnaðinum og innleiða orfið og ljáinn að nýju vegna þess að það skapar svo miklu,miklu meiri atvinnu.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2013 kl. 06:15

7 identicon

Það er vona að Ragnheiði hafi ofboðið að öll umfjöllun á ársfundi Landsvirkjunar skuli hafa snúist um þennan sæstreng

 Það er augljóst að valdamiklir fjársterkir aðilar ætla að leggja þenna steng og GRÆÐA vel á því

rafmagnsverð til almennings og lítilla fyrirtækja mun snarhækka og t.d. gróðurhúsin og önnur smá fyrirtæki munu fara á hausin 

Grímur (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 11:13

8 identicon

Líklega á maður að meta gæði málflutnings eftir gæðum þeirrar vinnu sem sett er í framsetningu hans. Ég tel 8 villur í 8 línum og þar með liggur fyrir að bullið er ekki svaravert. En í ljósi þess að gletti merkir menn hafa haft fyrir að gera athugasemdir við þessi skrif og að innihald pisilsins er svo ótrúlega heimskt þá freystast ég til að bæta um betur. Það er illa varðveitt leyndarmál að verð á rafmagni til álvera hefur verið 1/1000 af álverði og er því í dag 17 USD megawattið. Þeir samningar sem gerðir hafa verið hafa miðast við 30 ár. Það hlýtur að vera hverjum heilvita manni ljóst að nú þegar verð á stjórnanlegu rafmagni þ.e. vatnsaflsvirkjuðu er 170 - 210 USD í Evrópu að þá væri ótrúleg skammsýni að virkja fyrir álver. Hörður Árnason hefur sýnt að hann er afburðamaður og líklegri til að skila hámarks árangri en pistlahöfundur, Njarni og ríkistjórnin samanlögð.

Konráð Eyjólfsson (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 11:59

9 Smámynd: Sigurður Jónsson

Konráð. Fyrirgefðu innsláttarvillurnar. Skelfing finnst mér það ómálefnalegt þegar þú leyfir þér að kalla aðra heimska,sem ekki eru á sömu skoðun og þú. Maður á að bera virðingu fyrir skoðunum annarra þó maður sé ekki sammála. Ég virði þín sjónarmið en ætli þjóðin að vinna sig út úr erfiðleikunum verður að skapa atvinnu. Besta tækifærið t.d. hér á Suðurnesjum er álverið í Helguvík. Það er mín skoðun að eigandi Landsvirkjunar eigi að marka stefnuna ekki framkvæmdastjóri,sem er ráðinn embættismaður.

Sigurður Jónsson, 19.11.2013 kl. 13:19

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála þér í síðustu færslunni Sigurður. Eigendurnir eiga að marka stefnuna en embættismennirnir að framfylgja henni.En hvorki Bjarni né Ragnheiður eru fulltrúar eigenda í landsvirkjun. Það eru þeir þingmenn sem kosnir eru í stjórn. Stjórnin kýs síðan stjórnendur, forstjóra,framkvæmdastjóra og fjármálastjóra og einhverja fleiri kannski sem eiga að framfylgja stefnunni á besta máta. Þú getur ímyndað þér landsleikinn í knattspyrnunni ef í stað þjálfarans færi einhver áhorfandinn að stjórna leikmönnum. Maður hefur reyndar séð dæmi um slíkt ansi oft: Farðu fram Siggi-senda á Bjarna Siggi-skjóta Siggi-Andskotinn Siggi. En ég hef aldrei orðið var við að Siggi framherji tæki nokkurt mark á áhorfandanum. Það fer sennilega eins fyrir Bjarna og Ragnheiði. Landsvirkjun mun ekkert hlusta á þau heldur forstjórann sem var ráðinn til að stjórna.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2013 kl. 15:48

11 identicon

Sigurður þér er jafnvel kunnugt um merkingu orðsins heimska og mér. Orðið hefur ekkert með gáfur og getu að gera né málefni. Það að sjá ekki út fyrir eign túngarð og hafa ekki það til brunns að bera sem þarf til að kynna sér málin í víðara samhengi er heimska.

Það hefur alltaf legið fyrir að ný stjórn yrði kosin yfir Landsvirkjun enda er þar pólitísk stjórn valin af valdhöfum hverju sinni. Ég veit að Hörður fagnar því að fá nýja stjórn því það er óþægilegt að vinna með stjórn sem í raun hefur ekki völd til að bakka upp áform sín. Ég er sannfærður um að nánast hverjir sem í þá stjórn veljast verða alfarið að varpa skoðunum sínum og skynsemi fyrir flokks-róða ef þeir fylgja ekki Herði heilshugar. Nákvæmlega eins og allir þeir sem hafa kynnt sér málefni borgarinnar að einhverju ráði horfa í forundran á hvert nokkrir sjálfstæðismenn hafa leitt flugvallarmálefnin í því augnamiði einu að hefja sjálfa sig á þann stall að hafa leitt stærri hóp sauða en Varið Land gerði sambærlegum hetjum. Nákvæmlega sama um allt annað.

Konráð Eyjólfsson (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband