13.6.2015 | 14:14
Hroki og hræsni Þórunnar
Það er móðgun við BHM að bjóða okkar fólki sömu launahækkanir og samið var um á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Þvílíkur hroki. Hvers vegna eiga þessir hópar að fá mun meira en aðrir? Nú hefur verið ákveðið að fólk með millitekjur fái mestu skattalækkunina.Eru ekki einmitt félagsmenn BHM innan þess hóps.Metur BHM það einskis.
Það á að svelta okkur til hlýðni segir Þórunn.Furðulegt að hámenntuð kona skuli láta svona fara frá sér.Sem betur fer teljast BHM aðilar ekki til þess hóps að vera undir fátæktarmörkum. Auðvitað á menntað fólk að fá ágætis laun. En er það ekki svo í dag.
Það eru til hópar í þjóðfélaginu sem hafa það ansi slæmt.Ég hef ekki orðið var við að Þórunn eða hennar fólk sé sérstaklega að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara sem margir hverjir hafa ekki nema 170-180 þúsund á mánuði. Þetta er samt fólkið sem byggði upp þjóðfe´lagið okkqar til þess að Þórunn og aðrir í BHM gætu mennað sig og fengið góð störf.
Þórunn hamast nú gegn lagasetningu og telur það forkastanlegt að ráðast þannig að samningsréttindum launafólks. Það stóð ekkert í Þórunni fyrir fimm árum þegar hún sat á Alþingi að samþykkja lög á flugvirkja. Það var hennar mat að verkfalliuð skaðaði þjóðarhagsmuni og því þyrfti að setja lög. Nú segir Þórunn að allt önnur lögmál gildi. Þvílík hræsni.
Studdi lagasetningu fyrir 5 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein í Fréttatímanum um þessa undarlegu kjarabaráttu sem verður pólitískari með hverju árinu
ef þessi þróun (Þórunn) heldur áfram þá verður nánast öllum verkföllum vísað í Gerðardóm
Það er rétt sem Þórunn segir samninganefnd ríkisins hefur ekki umboð til að gera samninga um jöfnun launa kynja og osv
Samninganefnd ríkisins horfir einungis á launatöflur og hvað hækkun þeirra kosta skattgreiðendur
Grímur (IP-tala skráð) 13.6.2015 kl. 15:17
Hef enga trú á þessari konu hún er minkurinn í hænsnabúinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2015 kl. 17:56
Hver dregur dám af sínum sessunaut. Páll Halldórsson er ekki síður hrokafullur og hrútleiðinlegur að auki. Þau passa vel saman, Þórunn og hann, hvað það snertir. Aldeilis alveg óþolandi manneskjur, vægast sagt.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2015 kl. 22:44
Athyglisvert er að Þórunn taldi verkfall flugvirkja skaða þjóðarhagsmuni. Greinilegt er að Þórunn telur verkfall BHM ekki falla í þann farveg að það skaði þjóðarhagsmuni. Kannski á ríkið að láta hjá líða að semja við BHM, því hagsmunir af vinnu þeirra hefur ekkert með þjóðarhag að gera, eða er það ekki það sem Þórunn er að segja???????
Tómas Ibsen Halldórsson, 13.6.2015 kl. 23:40
Henni finnst samgongur meira árídandi en líf og heilsa fólks. Sýnir best hversu illa innraett hún er. Ekkert nema illa lyktandi pólitík af thessu ollu saman. Sama hvad hver segir.
Sigurdur K Hjaltested (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 12:31
Já gott fólk - hræsnin blasir við okkur hjá forystufólki þessarar undarlegu og augljóslega pólitísku kjarabaráttu.
Og þegar Lára V. Júlíusdóttir er komin í spilið sem sérlegur álitsgjafi m.a.s. hjá RÚV þá er manni öllum lokið. Enn enn Samfylkingurinn í vígahug.
- Við munum hvar hennar réttlætiskennd stóð í ævintýrinu með seðlabankastjóra.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.