16.6.2015 | 13:09
Er ekki allt í lagi með mótmælendur?
Öllum er að sjálfsögðu heimilt að mótmæla hverju sem er. En að velja 17.júní þjóðhátíðardag okkur til að efna til mótmæla á Austurvelli er forkastanlegt.Er þessu fólki ekkert heilagt. Þetta er okkar þjóðhátíðardagur og það eru ekki síst börnin sem hlakka til dagsins og vilja njóta hans með fjölskyldunni.Það á ekki að skemma daginn með mótmælum.
Flestir aðrir dagar eru ágætir til mótmæla en skömm þeirra sem standa fyrir mótmælum á 17.júní er til skammar fyrir þá.
Við erum með ríkisstjórn í landinu sem fékk meirihluta þingmanna. Það ber að virða.Eftir tvö ár kjósum við aftur. Þannig virkar lýðræðið hjá okkur. Fámennir hópar eða minnihlutinn á Alþingi verða að sætta sig við það að geta ekki ráðið allavega út kjörtímabilið. Líklega þurfa vinstri menn ap sætta sig við að vera í minnihluta mun lengur en þetta kjörtímabil.
Kjósendur eru að átta sig á að núverandi ríkisstjórn stendur sig mjög vel.
Fyrstu mótmælin á 17. júní? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Augljóslega ekki
Kjartan Sigurgeirsson, 16.6.2015 kl. 13:19
https://www.facebook.com/aron.b.magnusson/videos/o.383645798426862/10152820095036780/?type=2&theater
Þórdís (IP-tala skráð) 16.6.2015 kl. 13:47
Þess vegna eru þeir reiðir! Gamla eyðileggjandi öfundin.
Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2015 kl. 14:49
Ég er algjörlega sammála. Það er í lagi að mótmæla ALLA AÐRA DAGA EN ÞENNAN. Þetta setur "vinstri hjörðina" SKÖR NEÐAR en svei mér þá ég hélt að þetta lið kæmist ekki neðar í lágkúrunni, en "lengi getur vont versnað".
Jóhann Elíasson, 16.6.2015 kl. 15:31
hu humm.....2009 var stóðu hægri menn fyrir mótmælum á Austurvelli. Gegn ESB, Icesave og hvað þeir nú gátu funið til. Það þótti ekkert sérstaklega forkastanlegt þá og ekkert sérstaklega heilagt.
Hví ætti þetta að vera öðruvísi?
Gaupi (IP-tala skráð) 16.6.2015 kl. 17:28
Ég hélt nú, að það væri ekkert samansem merki fyri meirihluta á alþingi og mótmælum hverskonar. Nema íhaldið viji kannski banna mótmæli svona yfirleitt. Orðaval borgarfulltrúa framsóknar segir kannski margt um pirring og leiðindi þeirra, sem um stundarsakir hafa meirihluta á þingi. Dramb er falli næst segir einhversstaðar og það ættu þeir sem nú eiga að heita í meirihluti að muna, því skjótt skipast veður í lofti.
Þorkell Sigurjónsson, 16.6.2015 kl. 17:52
Að hvaða leyti er ríkisstjórnin að standa sig vel?
Kjörtímabilið er hálfnað og ég er enn að bíða eftir niðurstöðum Leiðréttingarinnar sem ég á rétt á.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2015 kl. 18:05
búll - 17 júní er fínn dagur til að mótmæla - fyrir flesta er 17 júní ekkert sérstakur eða merkilegur.
Rafn Guðmundsson, 16.6.2015 kl. 18:46
Fyrir mig er 17. júni afar merkilegur. Er enda að nálgast sjötugsaldurinn Rafn! Er ég þá ekki gildur þjóðfélagsþegn lengur. 17. júní er dagurinn minn.
Kveðja af Suðurnesjum.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.6.2015 kl. 19:40
Gaupi, það kom fram hjá lögreglunni að mótmæli á 17 júní ættu sér ENGIN fordæmi. Ég hef meiriálit á trúverðugleika upplýsinga frá lögreglunni en einhverri lygaþvælu frá INNLIMUNARSINNA sem reynir að réttlæta gjörðir "vinstri hjarðarinnar" sem virðist ekki virða nokkurn skapaðan hlut í viðleitni sinni til að koma höggi á núverandi ríkisstjórn.
Jóhann Elíasson, 16.6.2015 kl. 20:43
Fyrir þessum degi var barist í aldir og kynslóðir gengu undirokaðar af stórbændum sýslumönnum og prestum sem áttu sitt undir að þóknast fulltrúum konungs. Vanvitar skilja þetta náttúru lega ekki.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.6.2015 kl. 22:42
Við höfum kannski ekki mikið að gere með þjóðhátíðardag af því það býr engin þjóð hérana lengur,heldur 320.000 einstaklingar sem allir reynna að moka sem mestu í vasana án nokkurs tillits til annars fólks.
Um það bil helmingur þjóðarinnar vill ekki að Ísland sé sjálfstætt ríki og þeir sem ganga í ullarsokkum,éta svið eða eiga íslenska fánann eru Nazistar.
Hér býr engin þjóð lengur.
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 00:22
Mín skoðun er nú sú...að svo lengi ríkisstjórn ekki hlustar á fólkið í landinu, og ekki tekur mark á mótmælum frá fólkinu í landinu, að þá geti þeir ekki búist við neinu öðru en svona aðgerðum.
Ríkisstjórn sem ekki ver um mannréttindi þjóðarinnar á svo margháttaðann hátt eins og raun hefur orðið, getur ekki einu sinni talað um þjóðhátíðardag íslendinga sem slíkann. Verkin tala sínu máli, og ef þið munið ekki, þá vona ég að þið getið að minnsta kosti hresst upp á minnið með að fara í ykkar eigin gögn og skoða.
Ég er ynnilega glöð yfir að sjá að stór mótmælagánga eigi sér stað, einmitt þann 17 júni, sem á að vera þjóðhátíðardagur landsmanna, ekki bara þingmanna.
Anita Holm (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 00:44
Ég er ekki að verja þessi mótmæli en þú talar um að þessi ríkisstjórn hafi fengið meirihluta þingmanna og það beri að virða en fengu þeir meirihluta atkvæða landsmanna? Er ekki lýðræði byggt upp á því að einstaklingar hafi jafnan atkvæðisrétt? Þessu rugli myndi ég mótmæla en reyndar ekki á 17. júní.
Pétur Kristinsson, 17.6.2015 kl. 19:30
Hér er útskýring mótmælandans Jóns Vals Jenssonar á því hvenær er við hæfi að mótmæla á 17. júní og hvenær ekki sem er í stuttu máli sagt "bara ef það hentar mér (lesist: Jóni Val)".
Óli Jón, 18.6.2015 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.