Baulað á þjóðsönginn.Er ekkert heilagt?

Hingað til hafa allir Íslendingar borið mikla virðingu fyrir Þjóðsöngnum. Á landsleikjum og við önnur hátíðleg tækifæri þegar þjóðsöngurinn er spilaður og/eða sunginn stendur fólk upp í virðingarskyni. Að það skuli gerast á þjóðhátíðardegi okkar 17.júní að fjöldi fólks baular,púar og framkvæmir annars konar hávaða á meðan þjóðsöngurinn er fluttur er ótrúleg lítilsvirðing.Það er eitthvað mikið að hjá þessu fólki sem hagar sér þannig. Sem betur fer er þetta örlítill minnihluti af okkar ágætu þjóð. Lang flestir fordæma framkomu þessa hóps á Austurvelli í dag.


mbl.is Púað á Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Sigurður, Það var EKKI baulað á þjóðsönginn, lygamörðurinn þinn og arðu með rétt mál. Það var baulað á einn lélegasta valdakrakka landsins, silfurskeiðunginn og samflokksmann þinn, Sigmund Davíð, eins og þú mætavel veist, en auðvitað skammast þín fyrir að nefna.

Það er lágmark að þú segir satt og reynir ekki að klína skömm þessa manns á þræla þjóðarinnar.

Már Elíson, 17.6.2015 kl. 16:55

2 identicon

Uuu jú Már Elíson, það var víst verið með hávaða og barið á potta undir þjóðsöngnum líka, ávarpi fjallkonunar og fallegum tónlistarflutningi.

Hvort það var baul eða pottaglamur - þú hefur bara ekki heyrt það sjálfur fyrir hávaða. 

Reyndar hafa flestir landsmenn náð að njóta þessa alls þrátt fyrir allt.  Aldrei þessu vant stóð RÚV sig vel og flutti okkur hátíðahöldin heim í stofu - með smá skvaldur í bakrunni. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 20:06

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Már Elísson

"Fyrir ræðu Sigmundar söng Mótettukór Hallgrímskirju þjóðsönginn,en að sögn Jóns (Stefánssonarm kórstjóra) heyrðist afar lítið í söngnum".

Einnig segir Jón:" Mér finnst persónulega sjálfum að þjóðsöngurinn ætti að fá friðhelgi.Í mínum huga er hann heilagur segir Jón"

Það sem ég og fleiri gagnrýna að mótmælendur skuli ekki þegja og hafa hljóð á meðan þjóðsöngurinn er fluttur. Hingað til hefur það verið virt af ungum sem gömlum.

Sigurður Jónsson, 17.6.2015 kl. 20:15

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Tek undir allt sem Sigurður pistil höfundur skrifar hér, það er ósköp einfalt hvernig þessi skríll hugsar; ég, mig, mér mín. Þeim er nákvæmlega sama um aðra.

Ef þessu fólki líður svona illa í landinu af hverju hipjar þessi skríll sér til landa ESB eða Rússlands þar sem drýpur smjör af hverju strái. 

Gleðilegan 17. júní góðir islendingar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.6.2015 kl. 22:10

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Sigurður og Jóhann. smile

Jón Valur Jensson, 18.6.2015 kl. 00:56

6 identicon

Það virðast búa tvær þjóðir í þessu landi, tölvufólkið, sem er greinilega ekki með fæturna á jörðinni heldur lifir í tölvu- og leikjaheimum og þeim óraunveruleika, sem þar er að finna, og er lítið sem ekkert í tengslum við lífið utan tölvunnar, og svo við hin, sem lifum og hrærumst í hinum raunverulega heimi og í tengslum við land og þjóð, og ferðumst um í veruleikanum fyrir utan tölvurnar. Þessarri tölvuþjóð er svo nákvæmlega sama um allt nema sjálfa sig og það, sem er að gerast í tölvuheimum og á fésbókinni. Ég segi bara, Guð hjálpi Íslandi, þegar þetta fólk fer að taka við völdunum hérna með píratana sem oddvita, ef það getur ekki vaxið upp úr þessarri sýndarveröld, sem það lifir í. Það verður ekki björgulegt á landinu okkar þá. Þá væri betra fyrir okkur hin að vera einhvers staðar sem lengst í burtu frá þeirri endaleysu, sem sú óstjórn leiddi af sér. Hvað haldiði, að þetta fólk kunni að virða nokkurn skapaðan hlut, hvort heldur réttkjörin stjórnvöld, þjóðhátíð, þjóðsöng eða hvað annað, sem er tengt þjóðmenningu okkar, þar sem þau eru alls ekkert innstillt á þá rásina? Það segir sig sjálft, að útkoman getur ekki orðið annað en þessi skrílsháttur, sem við urðum vitni að. Svo einfalt er það mál.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 13:48

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Guðbjörg Snót.

Já, svo sorglega er þessu máli farið.

Jón Valur Jensson, 19.6.2015 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband