Á minnihlutinn að ráða?

Oft verður maður undrandi á umræðunni og störfum á Alþingi. Við eru að kjósa á fjögurra ára fresti þingmenn til setu þar. Meirihluti er myndaður um ríkisstjórn. Á ekki lýðræðið að virka þannig að meirihluti þingmanna geti komið sínum málum áfram og í framkvæmd. Núverandi fulltrúar vinsri flokkanna og Píratar vilja alls ekki líta þannig á málin.Þeir telja að minnihlutinn eigi að ráða. Þeir beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að vilji meirihlutans nái fram að ganga t.d. með málþófi. Hvaða glóra er t.d. í því að stjórnarandstöðunni takist að stöðva virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár. Það er örugglega vilji meirihlutans að fara í þær framkvæmdir. Er það lýðræði að koma í veg fyrir það?


mbl.is Vill ekki „fótumtroða“ minnihlutann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar taktíkin er að bíða með meiriháttar mál fram á síðustu stundu og reyna þá að koma þeim í gegn án umræðu eru fáar leiðir færar aðrar en málþóf. Lýðræði byggir nefnilega ekki bara á því að meirihlutinn ráði, þá væri minnihlutinn sendur heim strax eftir kosningar og hefði engan tilgang á Alþingi. Lýðræði byggir á því að tekin sé afstaða eftir að öll sjónarmið hafa komið fram og málin rædd. Þá fyrst getur meirihlutinn sagt sig hafa skoðað málin frá öllum hliðum og komist að bestu niðurstöðu. Við viljum þing sem hlustar áður en það ákveður sig, ekki þing sem reynir í krafti meirihluta að koma umdeildum málum í gegn með hraði í skjóli nætur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.6.2015 kl. 02:14

2 Smámynd: Snorri Hansson

Ég stóð í þessari  meiningu og þú með líðræðið.

En eins og Hábeinn segir er það algjör misskilningur !

 Sjóræningjar hafa nefnilega Googlað þetta.

Snorri Hansson, 23.6.2015 kl. 02:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvaða við Hábeinn? Sanngjarnir sjá að ríkisstjórnin hefur lagt gríðarlega vinnu allt frá upphafi í afléttun gjaldeyrishafta,svo eitthvað sé nefnt af því góða sem þeir hafa gert.

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2015 kl. 02:55

4 identicon

Það er nú erfitt fyrir núverandi stjórnarflokka að hneykslast á því að stjórnarandstaðan beiti sömu taktík og þessir flokkar beittu þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Hér sat nefnilega allt pikkfast dögum saman á tíma síðustu ríkisstjórnar vegna málþófs.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.6.2015 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband