21.11.2016 | 21:04
Fallinn formaður fjármálaráðherra?
Það eru örugglega margir sem þessa dagana skoða, aftur úrslit Alþingiskosninganna. Það lítur nefnilega út fyrir að Samfylkingihn hafi unnið stóran sigur. Þeir telja að skilaboð kjósenda til sín hafi verið að flokkurinn eigi endilega að taka þátt í næstu ríkisstjórn. Það er því eðlilegt að fólk athugi hvort því hafi missýnst eða misheyrt eitthvað um úrslitin. Getur það verið að flokkur sem fékk rétt 5% atkvæða og þrjá þingmenn telji sig eiga erindi í ríkisstjórn?
Getur verið að Samfylkingin skilji alls ekki skilaboð kjósenda?
Eftir kosningar héldu flestir að Oddný G. Harðardóttir hefði skilið úrslitin. Hún sagði af sér formennsku og sagðist ætla að axla ábyrgð. Hún taldi einnig rétt að Samfylkingin héldi sig utan stjórnar.
En hvað? Nú situr þessi sama Oddný á fundum til að mynda Vinstri Pírata stjórn.
Verður kannski næsta frétt að fallni formaðurinn verði Fjármálaráðherra Íslands?
Það væri svo sem eftir öðru hjá Samfylkingunni og Vinstra Pírata kompaníinu.
Ætlar Viðreisn virkilega að láta þetta ganga yfir þjóðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En skemmtileg lýðræðisást. Hver þingmaður þessa smáflokks hefur jafnmikið fylgi á bak við sig og hver þingmaður stærri flokkanna. Á að meina þeim að starfa fyrir þá kjósendur sem þó treystu þeim til starfa?
Ómar Ragnarsson, 21.11.2016 kl. 21:45
Ómar, þú endurtekur þetta með lýðræðið og að hver maður hafi jafnmikið fylgi. Við vitum það. Það var enda ekki verið að segja að þetta blessaða fólk mætti ekki vinna, en að þau ættu ekkert erindi í ríkisstjórn miðað við lýðræðislegar niðurstöður 29. október.
Elle_, 21.11.2016 kl. 21:58
Aumingja Ómar !!!!!!
Ertu orðin svona illa farin af Alsheimar ?????? að þú sért ekki með í málunum líðandi dags ? auðvitað er sá sem tapar í kosningum í dag er tapari eða "lúser" og á að draga sig í hlé ! Og hafa hægt um sig þar til hann hefur aftur komist á "KOPPINN" !!! Þanng eru reglurnar í dag, þó þær hafa verið aðrar á öldum áður, þegar sá vann sem flesta drap í bardaga ??? Þannig er með samfylkinguna, sem sannarlega er "lúser" í þessum konsningum og ætti að hafa hafa sig hæga og draga sig í hlé eins og reglur dagsins í dag gera ráð fyrir. - Þannig ganga kosningaúrslitin fyrir sig á Íslandi hjá venjulegum Íslendingi, ég veit ekki hvernig þetta hefur verið hjá útilegumönnunum sem Ómar dáir sem mest og heldur að hann sé einn af þeim kumpánum ? T.d. hjá Höllu og hans ektamaka - sem Ómar dáir eins og Guð sinn ?
Ómar skoðaðu þitt höfuð og þina hugsun .......Ekki veitir af ........ Ekki bara í þessu máli....heldur í svo mörgum öðrum ,,,,sem eru alveg út í hött!!!!
Þetta var í "den tid" - en ekki í dag...... skoðaðu þína hugsun ???????????????
Ómar minn. Leitaðu þér hjálpar með þessar hugsanir t.d hjá sálfræðingi.
Kær kveðja og góðar óskir
Magnús
Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 22:29
Eru menn að tala um Þorstein Pálsson? Ekki er hægt að segja að Oddný sé fallinn formaður því hún sagði af sér en var ekki feld. Annars væri ég hissa á því ef að Samfylkingin sæktist eftir fjármálaráðuneytinu þvi það verður virkilega erfitt held ég í ljósi þess sem er að gerast þessa dagana t.d. eð kennara og svo höfrungarhlaupið sem því kemur til með að fylgja þegar þeir hækka mun meira en aðrir hafa samið um. Eins held ég að það væri líklega betra fyrir Samfylkinguna að ráð einhvern utan að komandi í ráðherraembætti ef að það kæmi til. Held að formennska í nefndum á þingi væri betra! Oddný hefur jú reynslu af því að vera formaður fjárlaganefndar minnir mig.
Magnús Helgi Björgvinsson, 21.11.2016 kl. 23:02
Sálfræðitalið þarna að ofan er ekki við hæfi.
Elle_, 21.11.2016 kl. 23:12
Oddný náði nú ekki inn á þing á eigin atkvæðum, heldur nýja formannsins að norðan. Reyndar munaði ekki nema 48 atkvæðum, að honum tækist að komast á þing -- hefði það mistekizt, væri þingstyrkur Samfylkingar nú 0 þingmenn.
En það má óska Oddnýju og Ómari til hamingju með að nýi formaðurinn þeirra er pólitískt rétttrúaður -- svo mjög, að hann hefur komið sér upp hressilega líflegum palestískum einkennisklæðnaði. Ennfremur veit ég, af fundi með honum í Hótel Valaskjálf í október, að þessi Logi Már Einarsson (sá nýi) er einn af þeim, sem fordæma með hörðum orðum nýjustu bók norska vinstri femínistans Hege Storhaug, Þjóðaplágan Íslam, án þess að hafa lesið hana!
Mátti ekki á milli sjá, hvor þeirra tveggja, Logi eða Steingrímur J., sýndi meiri kappsemi á nefndum fundi við að fordæma þá bók. Þeir færðu hana reyndar í tal vegna þess eins, að þeir fengu fyrirspurn um hana utan úr sal, frá ágætum manni á Egilsstöðum, en Steingrímur J. brá þá á það ráð að segja frá heimsókn sinni í norska bókabúð, þar sem hann "blaðaði í bókinni" á norsku, en keypti hana ekki og fann þó hvöt hjá sér til að fordæma hana sem hinn versta boðskap! En ég kvað hann ófæran að dæma um bók, sem hann blaðaði snöggvast í, verandi þar á einni af mörgum utanlandsferðum sínum, "eflaust á kostnað ríkisins eins og vanalega," og hló þá salurinn.
Þessir tveir eru greinilega strútar sem komast af í námunda við sannleikann með því að stinga höfðinu í sandinn. En ýmsir slíkir bæta sér upp vizkubrest með því að smyrja haturshug á náungann, á fólk eins og mig og Storhaug sem gengur það eitt til að verja mannréttindi og verja þjóð sína gegn of miklum innflytjendaflaumi manna sem fara ekki að norrænum lögum, heldur sjaríalögum, með því að láta lemstra kynfæri dætra sinna, kúga konur sínar og jafnvel ofsækja og drepa þær með s.k. "heiðursmorðum", sbr. strax fyrsta dæmið í bók Hege Storhaug. Og fyrir henni ber ég virðingu, ekki Loga Má og þaðan af síður Steingrími J.
Jón Valur Jensson, 22.11.2016 kl. 02:25
Greinilegt er að einhverjir búa enn að þeim skilningi að ráðherrar eigi að stýra ákvörðunum Alþingis.
Sá sem fellur í alþingiskosningum á Íslandi getur samkvæmt mínum skilningi tekið að sér að framkvæma ákvarðanir Alþingis.
Kannski hef ég misskilið stjórnarskrána?
Árni Gunnarsson, 24.11.2016 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.