Læknar Landspítalsns völdu hækkun eigin launa sem forgangsmál

Allir eru sammála um að á Íslandi eigi heilbrigðisþjónustan að vera í hæstu gæðum. Eftir hrun skar Vinstri stjórnin framlög til heilbrigðismála hressilega niður. Reyndar svo hressilega að hún lét sér ekki nægja að skera inn að beini heldur tálgaði einnig beinin.

Frá því árið 2013 er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við hafa framlög verið aukin verulega.

Alveg er hægt að taka undir að gera þurfi bertur bæði hvað varðar Landspítalamm og til heilbrigðismála á landsbyggðinni.

Ekki má samt gleyma því að fyrir nokkrum misserum settu læknar Landsítalans það í algjöran forgang að þeirra laun hækkuðu verulega og þap mjöf umfram aðra.

Þeir náðu sínu fram.

Auðvitað hlýtur þetta að hafa þau áhrif að ekki var hægt að hækka eins mikið til annarra þátta í rekstrinum.

Fjárlagafrumvarpið sem lagt hefur verið fram gerir ráð fyrir myndarlegri,en þó eflaust ekki nógu hærri upphæð til að uppfylla kröfurnar. Það er reyndar furðuelgt að heyra bólgnar yfirlýsingar forstjóra Landspítalans. Hann veit að þetta er fyrst og fremst embættismannafrumvarp við núverandi ástans. Alþingi mun taka frumvarpið til meðferðar. Ég man ekki betur en fjárlagafrumvarp hafi ávallt tekið breytingum í meðferð þingsins. það verður örugglega eins nú.

Staða þjóðarbúsins og framtíðarhorfur leyfa örugglega meiri innspýtingu fjármagns til heilbrigðismála. Það er algjö vitleysa hjá VG að það þurfi að ráðast á vasa almennings og heimta hærri skatta og meiri greiðslur frá almenningi.Árangur í stefnu efnahagsmála hefur skilað svo góðum árangri að við erum vel í stakk búin til að takast á við að byggja upp innviðina,án gífurlegrar skattahækkunarhugmynda Vinstri Pírata stjórnarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ok - og þín óska stjórn hefði gefið í EFTIR HRUN er það ekki

Rafn Guðmundsson, 10.12.2016 kl. 04:15

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Að sjálfsögðu þurfti að skera niður eftir hrun. Að halda því fram að annað hefði verið í stöðunni er bara barnaskapur. Að blanda launadeilum lækna við framlag til heilbrigðismála er líka barnalegt í meira lagi. Ef launakjörin hefðu ekki batnað hjá þessari stétt hefðum við misst megin þorra starfstéttarinnar úr landi og til að reka heilbrigðiskerfi þarf lækna, svo einfalt er nú það. Það er algjörlega nauðsynlegt að auka framlagið til heilsugeirans. Það er að sama skapi engin nauðsyn að eyða aurnum í gæluverkefni eins og t.d þetta fjáraustur til þjóðkirkjunnar. Þetta fjárlagafrumvarp er algjörlega út úr korti.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.12.2016 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband