Hvernig væri að gera eitthvað

Auðvitað bera sjómenn og útgerðarmenn ábyrgð á því að leysa deiluna,þannig að þessu hörmungar ástandi linni.

En Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin geta ekki yppt öxlum og látið eins og þeim komi þetta ekkert við.

Ef það er virkilega rétt að lausn í deilunni strandi á því að sjómenn sitji við sama borð og aðrar stéttir hvað varðar dagpeninga þ.e. frádrátt þeirra frá skatti þá er það með öllu óskiljanlegt.

Þorgerður Katrín segir: Engar sértækar aðgerðir af hálfu ríkisins fyrir sjómenn. Hvernig geta það verið sértækar aðgerðir ef málið snýst um að hafa sama rétt og aðrir hvað varðar frádrátt dagpeninga frá skatti.

Óskiljanlegt.


mbl.is Sjómenn hafna tilboði SFS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki sama hver er sem hefur rétt á brauðinu

Hér er úr stjórnarskrá´ni fyrir neðan


65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] 1)
    1)L. 97/1995, 3. gr.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 14.2.2017 kl. 21:24

2 identicon

Frádráttur dagpeninga frá skatti gildir fyrir sjómenn eins og aðra. En þeir fá ekki dagpeninga nema þeir séu að vinnu fjærri vinnustað. Það miðast hjá öllum við fjarvist frá vinnustað. Sjómenn vilja dagpeninga þó þeir séu á vinnustað, nokkuð sem engin önnur stétt hefur. Hvað einhverjum finnst að dagpeningar eigi að vera, nýjar skilgreiningar og túlkanir sem hvergi eiga sér stoð í lögum um dagpeninga breyta því ekki.

Setjum sjómenn á sömu kjör og þeir væru venjulegir verkamenn. Engin sérmeðferð fyrir að bera titilinn sjómaður. Enginn hlutur en tímakaup og öll fríðindin sem þeir öfundast af hjá öðrum sem ekki eru á hlut. Þeir samningar eru til hjá verkamönnum, flugáhöfnum og iðnaðarmönnum sem vinna svipaðan vinnutíma og eru fjarri vinnustað. Ein regla fyrir alla launþega. Allir happy.

Gústi (IP-tala skráð) 14.2.2017 kl. 21:46

3 identicon

Ég var rútubílstjóri og fór vítt og breitt um landið með erlenda ferðamenn í 7 ár og þar voru greiddir fæðis og gistináttadagpeningar skattfríir ef fæði og gistin var ekki í boði þó jú ég væri í vinnunni og hafði það bara ágæt var á sjónum áður og mig minnir að þá hafi þetta verið í lagi ef svo var er verið að gera kröfu um leiðréttingu að fá sem tekið var.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 14.2.2017 kl. 22:34

4 identicon

Ég held að Þorgerður Katrín sé komin með þetta og klárar sem upp á vantar til að loka deilunni

http://ruv.is/frett/kemur-til-greina-ad-gripa-til-almennra-adgerda

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 14.2.2017 kl. 23:44

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nei, þetta er rangt hjá þér Sigurður, sjómen og útgerðarmenn bera enga ábyrgð, þeir hafa sýnt okkur það.  Við þurfum þess vegna að finna aðra til að virkja auðlyndir okkar þá þeir bregðast.   

Hrólfur Þ Hraundal, 15.2.2017 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband