Ótrúlegt leynimakk hjá RUV

Það voru 41 sem lögðu vinnu í að senda inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra hjá RUV. Það er algjört hneyksli að nöfn umsækjenda skuli ekki vera birt. Hvernig má það vera að fámenn stjórn geti tekið sér það vald að neita að upplýsa hverjir sóttu um stöðuna.

RUV er ekki eins og eitthvert hlutafélag út í bæ í eigu fámenns hóps fólks. RUV er sameign okkar allra.Landsmenn sem eigendur að RUV hljóta að geta gert tilkall til þess að fá að vita hverjir sóttu um og haft skoðun á Því  hvort sá hæfasti var valinn.

Með ólíkindum hvað heyrist lítið frá þingmönnum um þessi vinnubrögð hjá RUV. Við kjósum þingmenn til þess að gæta okkar hagsmuna. Ótrúlegt að þeir afhendi fámennri stjórn öll völd til að haga sínum vinnubrögðum eins og þeim sýnist.

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og æðsti yfirmaður RUV sagði að sjálfsögðu væri það hennar skoðun að birta ætti nöfn umsækjenda. En hvað? Gat hún engu ráðið, sem æðsti yfirmaður RUV. Vilji stjórn RUV ekki fara eftir því sem stjórnvöld vilja þarf að skipta um stjórn.

Þingmenn og stjórnvöld starfa í umboði kjósenda sinna. Stjórn RUV var ekki kosin af okkur kjósendum og eigendum RUV.

Hvað segir Þórhildur Sunna Pírati og formaður eftirlits-og stjórnsýslunefndar. Á hennar nefnd ekki að taka á svona málum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er ekki Landsbanki allra landsmanna að byggja sínar höfuðstöðvar á dýrasta blett landsins? Ætli það sé gert fyrir fólkið í landinu og með samþykki alþingismanna? Eða var þar eitthvað leynimakk á ferðinni??

Sigurður I B Guðmundsson, 30.1.2020 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband