Nú reynir á stóru loforð Samfylkingarinnar

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir nánast í hverri einustu ræðu sem hann flytur að staðan væri nú aldeilisn önnur ef félagsgyggjuflokkarnir væru við völd í landinu.Í þessu sambandi beinir hann sérstaklega orðum sínum til launþega sem eru á lægstu laununum.

Væri Samfylkingin við völd þá þyrfti láglaunafólk ekki að kvarta þá hefðu allir nóg til að geta lifað vel af sínum launum segir Logi í ræðum sínum.

Nú vill svo til að Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar fara með meirihlutastjórn í Reykjavík. Það kemur því verulega á óvart að Efling sem hefur 1800 starfsmenn í vinnu í borginni skuli grípa til verkfallsvopnsins til að reyna að knýja fram launahækkanir til þeirra lægst launuðu.

Maður hefði haldið að Dagur B.Eggertsson borgarstjóri og einn af mestu áhrifamönnum í Samfylkingunni sæi til þess að stóru loforðin um bættan haga láglaunafólksins kæmu til framkvæmda.

Reyndar sannar þetta svart á hvítu hve lítið er að marka gagnrýni Samfylkingarinnar og hennar innihaldslausu loforð.

Ef Samfylkingin meinti eitthvað með sínum stóru loforðum um bættan hag lægst launuða fólksins þyrfti Efling varla að standa í verkfallsaðgerðum í höfuðvígi Samfylkingarinnar.


mbl.is Efling fundar með Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það. Og ef samfylking verður í ríkisstjórn næsta kjörtímabil verður ærinn starfinn að efna kosningaloforð ekki bara ný heldur líka frá því að flokkurinn var síðast í stjórn. En mundu að Bjarni Ben lofaði öldruðum og öryrkjum bættum hag fyrir nokkrum árum þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en engar efndir. Sennilega uppfærir hann þessi loforð í hringferðinni um landið. Það er ekkert að marka þetta fólk.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 6.2.2020 kl. 11:09

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jósef þú segir að það sé ekkert að marka þetta fólk. En þegar kosið er þá kýs fólkið í landinu þetta fólk aftur og aftur og aftur og aftur og trúir alltaf að það standi við loforðin!!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.2.2020 kl. 11:27

3 identicon

Ekki hann ég, Sigurður. Ég kaus síðast í kringum 2000. Vildi að fleiri gerðu slíkt hið sama.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2020 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband