10.4.2020 | 16:07
Hlustum á Pál Magnússon
Á þessum skrítnu tímum finnum við vel hevrsu það skiptir miklu máli að hafa hafa fjölbreytta fjölmiðla. Ekki viljum við hverfa aftur til þess tíma að hafa eingöngu ríkisrekna fjölmiðla.Frjálsir einkareknir fjölmiðlar verða að vera til þannig að við fáum fréttir og upplýsingar frá fleiri en einum aðila. Fjölmiðlaflóran hér á landi hefur verið fjölbreytt en nú eru blikur á lofti. Um leið og eftirspurn almennings eftir fjölmiðlum eykst minnka auglýsingatekjur mikið.Það lítur því miður út fyrir að margir ferjálsir fjölmiðlar gefist upp von bráðar ef ekkert verður að gert. Viljum við það?
Páll Magnússon,þingmaður Sjálfstæðisflokksins,og formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis hefur vakið athygli á því að aðgerða er þörf strax.Páll hefur mikla reynslu sem fjölmiðlamaðuir og þekkir þessi mál manna best. Það verður að ghlusta á Pál. Ríkisstjórnin boðar frekari aðgerðir strax eftir páska. Inn í þeim pakka þurfa að vera aðgerðir sem treysta rekstur og afkomu fjölmiðla næstu mánuðina.
Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra hefur verið til umræðu mánuðum saman og mun taka allt of langan tíma til að bíða eftir niðurstöðu.
Hluistum á Pál. Grípa þarf strax til aðgerða. Fjölmiðlafrumvarpið getur beðið þar til áastandið í þjóðfélaginu verður eðlilegra.
Við viljum öll hafa fjölmiðlana lifandi,hvort sem það er sjónvarp,útvarp,dagblöð,tímarit eða héraðsfræettablöð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Páll Magnússon er hál..... sem hefur í fjóra mánuði tafið í nefnd frumvarp til stuðnings við einkarekna fjölmiðla og talar gegn héraðsfréttablaði í sínu kjördæmi. Honum þykir héraðsfréttablaðið ekki nógu leiðitamt og blátt og því segir þingmaðurinn upp áskrift sinni.
„Þér er frjálst að haga þinni ritstjórnarstefnu eins og þú vilt en mér er jafn frjálst að ákveða hvort sú stefna eigi eitthvað erindi við mig. Það á hún ekki að svo komnu máli – og því segi ég hér með upp áskriftinni. Ég vona að að þú verðir við þessari áskorun minni og þá get ég endurnýjað langa og góða samfylgd með Eyjafréttum.“ Facebook síða Páls Magnússonar 9.apríl 2020.
RUV:"Þar var Lilja spurð um fjölmiðlafrumvarpið sem skröltir í allsherjar- og menntamálanefnd. Þar er Páll Magnússon formaður. Hann er Sjálfstæðismaður. Flokkurinn er á móti frumvarpinu. Og þá Páll líka." Frumvarpið gerir ráð fyrir að 400 milljónir geti farið til einkarekinna miðla.
Íbúar suðurkjördæmis virðast vera mjög óheppnir með þingmenn, gáfnafar og heiðarleiki hefur ekki einkennt þá.
Vagn (IP-tala skráð) 10.4.2020 kl. 17:29
Væri ekki eðlilegra og betra fyrir alla landsmenn að leggja frekar ruv niður. Þannig myndi skapast betri grundvöllur fyrir rekstur einkarekinna fjölmiðla. Þannig munu einkareknir fjölmiðlar lifa. Fari þeir á ríkisstyrki er vart hægt að tala um að þeir séu einkareknir, þá sitjum við uppi með fjöldann allan af ríkisreknum fjölmiðlum. Rekstur þess eina sem nú er ætti að vera víti til varnar!
Gunnar Heiðarsson, 11.4.2020 kl. 07:12
Er sammála síðasta ræðumanni. RÚV er tímaskekkja. Ríkið á ekki að standa í útvarps- og sjónvarpsrekstri.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 11.4.2020 kl. 08:04
Hvað eru fjölmiðlar á jötu ríkisins annað en ríkisfjölmiðlar. Fjölmiðlar eiga bara að standa og falla með gæðum sínum og áræðanleika.
Ég gútera ekki að það sé seilst í vasa mína til að púkka upp á illa rekin fyrirtæki.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2020 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.