Logi vill uppistand í Hörpu

Á þessum sérstöku tímum Kórónu faraldurs fá margir ansi skrítnar hugmyndir. Einn af þeim er Logi Einarsson,formaður Samfylkingarinnar. Á dögunum varð mikið uppistand á Alþingi eftir upphlaup Pírata þegar forseti sleit fundi eftir 3 mínútur í framhaldi af broti þingmanna á fjölda sem mega vera inni í fundarsal. Þingmenn voru orðnir 26 í stað 20 manna hámarks.

Logi formaður kom með lausnina. Færum hluta af þingstörfum í Hörpuna til að öll stjórnarandstaðan geti tekið þátt í uppistandi þar. Það hlýtur reyndar að vera spurning hvort þetta er framkvæmanlegt yfir höfuð á svona stuttum tíma. Þótt það væri framkvæmanlegt er stór spurning hvort þjóðin væri eitthvað bættari með uppistandssýningu stjórnarandstöðunnar. Eflaust stæði þá dagskrá þingsins yfir allan daginn um störf forseta Alþingis. Við sjáum fyrir okkur Þórhildi Sunnu,Loga sjálfan, Björn Leví og harðasta anstæðing Joe Biden, Helga Hrafn að maður tali nú ekki um Ágúst Ólaf hugmyndasmið Samfylkingarinnar ræða tillögur um að setja 3500 aðila á listamannalaun og að besta leiðin til að örva hagkerfið sé að fjölga opinberum starfsmönnum.

Er nokkur ástæða að leggja slíkt uppistand á þjóðina á þessum tímum?

Svo er það líka spurning hvernig á að framkvæma þingfundi þegar samkomubannið miðast við 50. Það eru jú 63 þingmenn og umhverfisráðherra til viðbótar.

Hverja ætlar Logi að skilja eftir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hvet til þess að þingið verði einfaldlega fært á Laugardalsvöllinn.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.4.2020 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband