Hvað er eiginlega að Bandaríkjamönnum?

Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með vinnubrögðum Trumps Bandaríkjaforseta. Að þessi maður með sínar skoðanir og vinnubrögð skuli vera forseti öflugasta ríkis heimsins er alveg hreint furðulegt svo ekki sé meira sagt.

USA hvatti íbúa til að gera þveröfugt við það sem heilbrigðisyfirvöld ráðleggja og margir ríkisstjórar vildu hafa. Aldrei áður gerst í sögu USA að forseti hvetji til lögbrota.

Nú toppar hann þó algjörlega fyrri vinnubrögð og yfirlýsingar með því að ráðleggja fólki að taka inn sótthreinsunarefni. Hugsið ykkur þetta er forseti Bandaríkjanna.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Trump verður endurkosinn í nóvember. Það er svo sem alveg eins líklegt. Merkilegt að mótframbjóðandii verður ellilífeyrisþeginn Joe Biden.

Hvernig má það vera að í jafn fjölmennu ríki og Bandaríkin eru að valkostirnar í kosningunum verði tveir ellilífeyrisþegar. Annar alveg ruglaður og hinn hálf ruglaður.

Við Íslendingar fáum þó tækifæri að velja á milli Guðna forseta og Guðmundar Franklíns.


mbl.is Framleiðandi sótthreinsiefna varar fólk við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Að hugsa sér, að forseti Bandaríkjanna skuli tala svona eins og hálfviti. Ég leyfi mér að segja, að engum nema hálfvita dytti svona rugl í hug, að fólk fari að leggja sér sótthreinsiefni og annað þvílíkt til munns, vökva, sem hefur verið brýnt fyrir manni, frá því maður var lítill krakki, að mætti alls ekki láta ofan í sig, því að maður gæti dáið af því. Það virðast engin takmörk vera fyrir ruglinu og vitleysunni, sem út úr þessum Trump kemur. Það virðist vera, sem hann viti ekkert, hvað hann er að segja, og greinilega stundum ekki með fullum fimm. En satt er það, við getum vissulega fagnað því, að við getum kosið milli Guðna og Guðmundar Franklín. Kannske bætast einhverjir fleiri við. Aldrei að vita. En fólk ætti að hafa vitið meira en að hlusta of mikið eða taka alltof mikið mark á þessum snarvitlausa Bandaríkjaforseta. Það er alveg greinilegt.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2020 kl. 18:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér er nær að halda þið séuð ekki með öllum mjalla ef þið snúið þessu á þennan veg. Meira að segja Rúv. skilaði orðum hans rétt og þar var aldrei hvatt til drykkjar þessa eyturs,-enda beindi hann orðum sínum til félaga síns við háborðið. Trump þarf ekki að vera fullkominn frekar en Obama og Clinton,en ég bið þess að hann og BNA  standist þessa Covid-19 árás auk alls heimsins Og að Donald Trump verði kosinn aftur............
 Fjölmenn stöndug ríki sem yggja ekki að sér eins og BNA:,sem borgar obban af öllu sem tengt er alþjóð eins og SÞ. og Nato (varnarbandalag sem við erum í)verður fyrr eða seinna fyrir undirferli öfundsjúkra dela sem veikja það með áróðri. Loksins fengu þeir kristinn mann til að keppa við bombaglöðu hjúin Obama/Clinton. Fólk í hárri elli hér eru ekki launþegar; hafa alltaf borgað fyrir þessa kríju sem þeim er úthlutað og sjálf Vigdís Finnboga fyrrum forseti myndi sóma sér vel ennþá sem forseti,þrátt fyrir háan aldur.

Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2020 kl. 23:26

3 identicon

Sæll Sigurður.

Misjafnt höfumst við að!

Stærstu stjórnmálaöfl Bandaríkjanna tefla fram
frambjóðendum til forseta sem báðir eru komnir
á eftirlaunaldur í skiljanlegu samhengi héðra.

Hljóð og barnsleg undrun er í hugum þeirra sem
sjá slíka best geymda í einhverjum kössum þar sem
helst aldrei þyrfti að líta þá augum enn betra ef
þeir hefðu verið bornir út í fjórum skautum.

Auðvelt er að skilja að menn horfi öfundaraugum til Bandaríkjanna
því samfélagið þar á eitthvað sem við höfum glatað, býr að sameiginlegum
gildum í trú og þjóðlegum verðmætum þegar hvorttveggja eru skammaryrði
á Íslandi.

Bandarískt samfélag er í jafnvægi en hefur ekki snúist gegn sjálfu sér
eða sagt næsta öllum gildum sínum stríð á hendur.

Vitið þér enn eða hvað?

Húsari. (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 12:46

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Heilbrigðisyfirvöld eru lítið annað en kommar, sem lítið eða ekkert vit hafa. Þeir horfa á Kína og halda að það sem þetta fólk segir sé sannleikur ... menn sem aldrei hafa farið til Kína, búið þar, kunna ekki málið, né hafa kynnst því yfir höfuð.

Fólk í Kína, var lamið til dauða á götum úti ... konur lamdar í andlitið, eins og þeim væri borgað fyrir það. Fólk lokað inni á heimilum sínum og látið deyja þar, án aðstoðar, né hjálpar.  Að halda að þetta sé aðstoð við almenning, þá er maður ekki með fulla fimm ... ekki einu sinni fulla tvo. Það vantar eitthvað mikið í heilabúið.

Örn Einar Hansen, 25.4.2020 kl. 12:49

5 identicon

Einhverjir eru að halda því fram að orð Trumps hafi verið slitin úr sambandi en þegar maður sér myndbandið þá er erfitt að heimfæra það. Hann sagði þetta í raun. Örn Einar: Ertu eitthvað slæmur í höfðinu? Hefurðu sjálfur komið til Kína? Þó að stjórnarfarið sé vissulega slæmt þar þa er ástandið nú ekki svona eins og þú lýsir því, er það? Og fullyrðingar þínar um heilbrygðisyfirvöld gefa aðeins það til kynna að það er eitthvað mikið að í heilabúinu hjá þér.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 13:44

7 identicon

Í grískri goðafræði er sagt frá ungmenninu Narkissos. Eitt sinn beygði hann sig yfir lind til þess að fá sér að drekka, sá hann þá spegilmynd sína í vatninu. Varð hann svo ástfanginn af henni að hann náði sér aldrei eftir það.

Vegna þessarar sögu eru þeir sem haldnir eru geðröskun, sem lýsir sér í sjúklegri sjálfselsku, kallaðir Narkisistar.

Hvorki er ég geðlæknir né sálfræðingur, en mér sýnist Donald Trump vera dæmi um Narkisista, sem þyrfti á hjálp að halda.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 22:30

8 identicon

Sæll Sigurður.

Hörður kemur hér inná athyglisverðan og
skemmtilegan punkt, hvað sem líður Trump,
að jafnvel sá sem eyðir tíma fyrir framan spegil
alla daga sjálfum sér til dýrðar, sér þó aldrei
aðra mynd en þá sem hverfst hefur um sig sjálfa,
þar sem hægri verður vinsti og vinstri hægri.

Það er því blekking ein að einhver geti séð
rétta mynd sína í spegli og að aðrir sjái viðkomandi
þannig, þar þarf meira til.

Svo eru menn vanir þessari sýn að þeir eiga bágt með
að trúa þessu þó svo þeim hafi verið bent á það.

Fleira er áhugavert í speglunarfræðum en gæti bara misskilist
að skrifa öllu meira!

Húsari. (IP-tala skráð) 26.4.2020 kl. 02:12

9 identicon

Nýlegri fréttir herma reyndar að Trump hafi dregið þessi orð til baka ( segist hafa verið í ruglinu- mín túlkun) sem er gott. En það sannar þá líka að eitthvað hefur hann sagt sem ekki sæmir.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 26.4.2020 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband