Samfylkingin boðar ríkisvæðingu fyrirtækja

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að taka snarpa vinstri beygju með Samfylkinguna. Flokkurinn boðar nú ríkisvæðingu einkafyrirtækja. þetta kemur í ljós við umræðu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bjarga fyrirtækjum frá því að fara í gjaldþrot. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa einnig að því að launþegum séu tryggðar greiðslur í uppsagnarfresti.

Logi Einarsson sagði að eigi að hjálpa Icelandair með því að ríkið greiði launþegum í uppsagnafresti eigi ríkið að eignast hlut í Icelandair. Sem sagt ríkisvæðingu. Þessi hugmyndafræði Samfylkingarinnar hlyti þá einnig að ná til annarra fyrirtækja þar sem ríkið greiðir launþegum í uppsagnafresti. Sem sagt ríkisvæðing allra fyrirtækja. 

Þetta útspil Samfylkingarinnar er með ólíkindum. Sennileg ástæða er að Logi óttast Sósilistaflokkinn.Óttast að  Gunnar Smári Egilsson guðfaðir íslenskra sósíalista taki fylgi frá Samfylkingunni.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bjarga heimilum og fyrirtækjum njóta trausts. Það er ekki lausnin að blanda ríkinu í rekstur stórra og smærri fyrirtækja. Það hefur sýnt sig að ríkisrekstur á fyrirtækjum skilar ekki góðri niðurstöðu.

Samfylkingin er á villigötum með sína öfga sósílasta stefnu, en það er kannski ágætt að kjósendur sjái hennar rétta andlit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé reyndar ekkert að því að fyrirtækin borgi fyrir þessi lán með hlutabréfum. Sem ríkið myndi þá geta selt seinna. Annaðhvort það eða fyrirtækin borgi til baka með vöxtum. Það er mjög óeðlilegt ef fyritæki á markaði fái þessa peninga sem hreina gjöf. Ríkið er almenningur í landinu og þetta eru peningar sem þjóðin hefur borgað í skatta sem ætlaðir eru í sameiginlega þjónustu og ekki annað.Ríkið á meirihluta nú þegar í tveimur bönkum. Hvort að þeir eru vel reknir veit ég ekki en ég held það fari ekki eftir því hverjir hluthafar fyrirtækjanna eru hvort þeim er vel stýrt eða ekki.Stjórnendur þurfa einungis að vera hæfir. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 1.5.2020 kl. 19:44

2 identicon

Það vefst fyrir mörgum að eigendur fyrirtækja eru ekki í fyrirtækjarekstri af einskærum áhuga og fórnfýsi. Borgi sig frekar að reka fyrirtækið í þrot, meðan beðið er eftir betri tíð og láta þá ríkið borga ógreidd laun og uppsagnarfrest ef illa fer, þá gera þeir það frekar en að þiggja stuðning sem kostar þá hvort sem er fyrirtækið. Betra að byrja aftur á núlli en að koma út úr þessu með skuldabagga frá ríkinu á bakinu. Brenna frekar húsið og njóta ylsins meðan hann varir heldur en að gefa ríkinu það og sitja eftir í kuldanum.

Einnig vefst það fyrir einhverjum að fyrirtækin borga einnig skatta og eigi almenningur rétt á einhverju vegna skattgreiðslna þá eiga fyrirtækin það einnig.

Ríkið er ekki almenningur í landinu. Ríkið er stjórnvaldseining sem fer með stjórn landsins, almenningur fer ekki með stjórn landsins. Almenningur ákveður ekki hvernig greiðslur frá þeim eru notaðar. Almenningur fær að velja í 65 embætti ríkisins en þar byrja og enda afskipti almennings. Ríkisstarfsmenn eru ekki starfsmenn almennings þó sumir þeirra veiti almenningi einhverja þjónustu. Og ríkið innheimtir skatta af almenningi, fyrirtækjum og ferðamönnum, skatta sem ekki veita neinn rétt. Það er hlutverk ríkisins að halda þjóðfélaginu gangandi. Það getur kallað á að ríkið greiði almenningi atvinnuleysisbætur, styðji við fyrirtæki á erfiðum tímum eða borgi fyrir aðvörunarskilti á hættulegum ferðamannastöðum.

Vagn (IP-tala skráð) 2.5.2020 kl. 05:39

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hverjir hafa peninga til að kaupa hlutabréfin? Hvaða ríki hefur peningana til að kaupa hlutabréfin? Hverjir ætla að fá ríki til að kaupa hlutabréfin? Hverjir eru í fullu starfi við að ríkisvæða fyrirtækin?

Hvað er búið að selja mikið af jörðum og fasteignum til útlendinga.

Eitt flugfélag til viðbótar? Einkabankarnir seldu gömlu fisksölufyrirtækin í einhverri tilbúnu kreppunni.

Ekki má gleyma tilrauninni með herskipahöfn í Finnafirði.

Við víxlararnir reynum allt.

Engin kaupir eignalaust fyrirtæki, nema eitthvað annað en eignirnar sé að baki. 

Svo er gamla trikkið, ég þarf að fletta því upp, en þá var stofnaður einhverskonar seðlabanki.

USA keypti 20% sem var lagt inn í einkaseðlabankann, og þá mátti hann lána, búa til 10 sinnum þá upphæð og þá keyptu einkaaðilar hin 80 %.

Það að ég einkaaðilinn mátti alltaf búa til, skrifa, prenta nýja peninga fyrir mig náði fólkið aldrei að skilja.

Við skulum ekki gleyma kreppufléttunni 2008, þegar eignirnar voru teknar af fólkinu með þurð á peningum, peningabókhaldi, nýjum lánum úti í þjóðfélaginu.

Þegar einkabankarnir voru búnir að ná öllu lausu, var sagt að kreppan væri búin, og nú seldi einkabankinn eignirnar sem hann fékk fyrir ekkert, á 120%.

Muna að bankinn lánaði ekki neitt, hann skrifaði bara töluna.

  Kreppufléttan, endurtekið 

Auðvitað spila ég á fíflin. það er gamla sagan.

Egilsstaðir, 02.05.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 2.5.2020 kl. 10:12

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Reyndar er EKKERT að ríkisrekstri að einhverjum hluta og tíðkast þannig hagstjórn í mörgum ríkjum og hefur gefist ágætlega.  Reyndar finnst mér Logi Einarsson ganga of skammt í sínum hugmyndum.  Að mínum dómi ætti að huga að "RÍKISREKSTRI" með ÖLL fyrirtæki sem eru "KERFISLEGA" mikilvæg eins og ICELANDAIR þá slyppum við þessa reglulegu snúninga, því það virðist vera NORMIÐ með EINKAREKSTRARFORMIÐ AÐ MENN VILJA EINKVÆÐA HAGNAÐINN EN SVO Á AÐ RÍKISVÆÐA TAPIÐ.......

Jóhann Elíasson, 2.5.2020 kl. 11:58

5 Smámynd: Snorri Gestsson

Sammála Jóhann og ríkisábyrgð ætti Alþingi auðvitað ekki að veita nema með auknum meirihluta

Snorri Gestsson, 2.5.2020 kl. 18:20

6 identicon

"...þviist vera NORmIÐ með eINKAREKsTrARfORMIÐ AÐ MenN VIlja eINKVæÐA HagnAÐInN eN svO Á aÐ RÍkisvÆÐA TapiÐ......."  Já, almenningur og fyrirtækin vilja ráða sínum málum án afskipta ríkisins þegar vel gengur en þegar illa árar heimta allir að ríkið komi með aðstoð, og þá jafnvel vegna fyrri skattgreiðslna. Deila má um hvort ríkið eigi að aðstoða þessa skattgreiðendur við þær aðstæður. En það er augljóst að fyrirtækin eiga engu minni rétt en almenningur séu skattgreiðslur viðmiðið. Og sú aðstoð sem ríkið veitir þurfandi eru ekki rök fyrir þegnskylduvinnu eða ríkisrekstri í siðuðum þjóðfélögum.

Vagn (IP-tala skráð) 2.5.2020 kl. 19:30

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Logi ræfillinn er bara að reyna að finna eitthvað til að komast í fjölmiðla. Hann er fullkomlega ráðvilltur í þessu eins og raunar afgangurinn af stjórnarandstöðunni.

Nú er staðan sú að þrír ráðherrar, tveir læknar og einn lögregluþjónn fara saman með alræðisvald í landinu. Þingið hefur verið tekið úr sambandi, stjórnarandstaðan er úti á túni og restin af ríkisstjórninni fylgir bara með formönnunum. Og lýðurinn fylgir möglunarlaust, enda er það svo að fólk glatar yfirleitt frelsi sínu vegna þess að það biður um það sjálft.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2020 kl. 00:18

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Svo er gamla trikkið, ég þarf að fletta því upp, en þá var stofnaður einhverskonar seðlabanki.

USA keypti 20% sem var lagt inn í einkaseðlabankann, og þá mátti hann lána, búa til 10 sinnum þá upphæð og þá keyptu einkaaðilar hin 80 %.*

Það að ég einkaaðilinn mátti alltaf búa til, skrifa, prenta nýja peninga fyrir mig náði fólkið aldrei að skilja.

 

Ég sem við bankann minn, um, að þegar Ríkið lánar mér 30 milljarða, þá setji ég það í bankann minn, eða viðskiptabankann minn, og bankinn má þá lána 300 milljarða út eins og hann eigi þá, slær þá bara inn í tölvuna.

Samningurinn hljóðar upp á að bankinn lánar  okkur einkahluthöfunum 30 milljarða, með veði í flugfélaginu.

Þá hefur, á bankinn eftir 270 milljarða, sem ég bankaeigandinn á eða að ég sem um að ég fái til ráðstöfunar, eftir mínum hentugleikum.

Nú, bankinn fær sína snuð, til dæmis 10 milljarða.

Ef ég á þetta að mestu allt saman, þá er sama hvar ég læt upphæðin koma við.

Þá er ég búinn að fullnusta samkomulagið við Ríkið, og borgaði ekki neitt.

Þrjátíu milljarða lán frá Ríkinu, verða 300 milljarða tekjum fyrir mig.

ÉG er sniðugur, en ÞÚ ert fífl,  (leikræn tjáning til að sýna hvað við erum barnalegir).

Egilsstaðir, 03.05.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 3.5.2020 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband